Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 16
gefningu hans. Sá sigui B.nyi naua
til dauða, vegna ’-ess að hugmyndir
hans um frama eru á þann veg, að
hann telur sig réttlæta tilveru sína
með því einu að veita eftirlifendum
„vald“ með líftryggingarfé sínu.
Miller kveðst ekki hafa gert sér
grein fyrir því fyrirfram, hve fáir
sæju, að Willy Loman er í rauninni
hugprúður maður, sem lætur sér ekki
nægja minna en fylgja draumi sínum
til enda. Hann er enginn þöngulhaus,
sem flýtur sofandi að feigðarósi.
Hann er í öngum sínum, vegna þess
að hann veit, hvernig komið er fyrir
sér. Að vísu gat hann ekki komið
orðum að þessu, en það táknar ekki,
að hann hafi vitað sannleikann. Mill-
er telur, að miklar hömlur séu á þekk
ingu hvers og eins á sjálfum sér, og
þær hömlur geri harmleik mögulegan.
Fullkomin vitund sé ekki hugsanleg
í leik, sem fjallar um fólk. Hefði
Ödípus til að mynda gert sér betri
grein fyrir þeim öflum, sem voru að
verki í lífi hans, hefði hann sagt,
að sig væri ekki um að saka fyrir
mök sín við móður sína. Hann hefði
ákveðið að skilja við hana, séð fyrir
börnunum og ákveðið að kynna sér
betur uppruna næstu eiginkonu. >á
hefði ágætt leikrit aldrei verið skrif-
að og úti væri um nafn á vissri duld.
En samt slítur hann úr sér augun.
Hvað er harmrænt við þetta?^ Hví
er það ekki frémur hlægilegt? Svarið
myndi það, að hann hefur brotið lög,
sem við höldum í heiðri vegna þess,
að þeirra vegna getum við kallazt
menn. Líka sögu er að segja um
Willy Loman." Hann hefur brotið lög,
sem lífið byggist á í augum hans og
margra annarra: að þeir, sem undir
verða í lífsbaráttunni, eigi engan rétt
til lífsins. Andstætt lögum um blóð-
skömm, eru lög framans hvergi skráð
en samt halda þau mönnum engu síð-
ur I greip sinni. Lög þau, sem Willy
hlítir, eða trú hans, ef við kjósum
það orðalag heldur, er áhyggjuefni,
segir Miller. Hann kveðst hafa leitazt
við það í leiknum að mæta þessum
áhyggjum með gagnstæðu lögmáli,
sem á í keppni við hitt um trú Willys
— lögmál ástarinnar, andstætt lög-
máli framans. Biff Loman er
persónugervingur lögmáls ást-
arinnar, en þegar Willy skynj-
ar ást hans getur hún aðeins
orðið hæðnisleg athugasemd við ævi
þá, sem hann hefur fórnað á altari
valds og metorða.
VI.
Nú víkur Miller að því, að ekki
megi jafna leikriti við stjórnmálalega
heimspeki. Hann telur ugglaust, að
stjórnmálaskoðanir höfundar hljóti
að koma fram í verkum hans, en
þær megi ekki taka af honum ráðin.
Miller segir, að hafi hann í verkum
sínum mjög leitað orsaka í þjóðfé-
laginu engu síður en í sálarlífi fólks,
Regína Þórðardóttir og Rúrik Haraldsson í Hlutverkum Proctor-hjonanna
í ieikritinu, í deiglunni.
fram átti að koma í þvi, en ekki
öfugt.
Þá drepur Miller á það, að Sölu-
maður deyr hafi í hans augum ávallt
verið leikrit um hetju og hann fall-
ist ekki á þá gagnrýni, sem fram
hafi komið, að Willy Loman sé ekki
nægilega stór í sniðum til þess að
geta verið harmsöguleg hetja Hann
segir, að ógerningur sé að leggja
mælikvarða leikritunar í Hellas eða
á tímum Shakespears á þetta mál.
Fyrr á tíð hafi hvorki þekkzt trygg-
ingaiðgjöld, viftureimar í ísskápum
né Chevroletbílar.
Ekki kveðst Miller endilega hafa
ætiað að rita Sölumaður deyr sem
harmleik, hann kveðst hafa viljað sýna
sannieikann, eins og honum þótti
hann vera. En hann svarar sumum
þeim ádeilum. er fram hafa komið
á verkið sem ger'dharmleik Hann
segir, að skilgreiningar Aris^telesar
á harmleik hljótí að vera úr gildi
.faiiitar, þar eð hann hafi lifað í þræla
þjóðfélagi og þar hafi meginhluti
fólks ekki átt um neitt að velja. Þá
hafi verið eðlilegt, ð harmleikur fjall
aði um fólk af hærri stéttum, en nú
sé engin forsenda fyrir því, að slíkt
þurfi endilega að vera. Stétt og staða
ákvarðar engan veginn, hvort um
harmleik er að ræða eður ei.
Því næst segir Miller um Sölumað-
ur deyr, að verkið sé fremur stað-
reynd en leikrit. í því er drepið á
þjóðfélagsleg lögmál og sögulega stað
reynd. Og Miller sjálfur telur leik-
ritið óhikað harmleik. Hann víkur dá-
lítið að hinum svokallaða harmræna
sigri. Hann byrjar með því að segja,
að dauði manns sé í eðli sínu átak-
anlegur viðburður, sem ekki ætti að
gera neinn hamingjusaman. Samt sem
áður geti hugprýði falizt í dauðanum,
og að þvj leyti geti dauði manns kall-
azt sigur Willy Loman er glaðúr á
banadægri sínu, bótt harmi sleginn
sé. Ilann hefur fengið vitneskju um
ást sonar síns á sér 02 öðlazt fvrir
MO
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ