Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Síða 18
EGGIÐ Ég er viss um, aö idðir minn hef- ur að eðlisfari verið glaðvær og góð- lyndur. Til þrjátiu og fjögurra ára ald urs var hann vinnumaður hjá bónda, sem hét Thoir.as Butterworth og átti búgarð í grennd við borgina Bichoell ,í Ohio. Þá átti hann hest, og á laug- ardagskvöidin ók hann til borgarinn- ar til þess að eyða fáeinum klukku- stundum í félagsskap annarra vinnu- manna. Hann drakk nokkur bjór- glös í borginni og hangsaði í veit- ingasalnum Ben Head, sem var þétt- skipaður vinnumönnum um helgar. Þar var sungið og glösum skellt á afgreiðsluborðið. Klukkan tíu ók fað- ir minn heimleiðis, hyglaði hestinum sínum fyrir nóttina og gekk síðan til hvílu harðánægður með hlutskipti sitt i lífinu. Þegar hér 'var komið sögu, hafði honum ekki dottið > hug að reyna að hækka i tigninni. Vorið, sem faðir minn varð þrjátíu og fimm ára, giftist hann moður minni, sem var sveitakennari, og næsta vor kom ég í heiminn, sprikl- andi ög skælandi. Þá kom eitthvað yfir hjónin. Þau Urðu metnaðargjörn. Hin ameríska ástríða að komast áfram i heiminum náði tökum á þeim. Það kann að vera, að móðir min hafi borið ábyrgðina .Vafalaust hafði hún lesið bækur og tímarit, þar eð hún var kennari. Ég geri ráð fyrir, að hún hafi lesið um hvernig Garfield Lincoln og aðrir Ameríkumenn hófu sig upp úr fátækt til frægða og frama, og meðan ég hvíldi við hlið hennar, þegar hún lá á sæng, hefur hana ef til vill dreymt um, að ég yrði einhvern tíma ráðandi maður í þjóðfélaginu. Að minnsta kosti fékk hún föður minn til þess að segja upp vistinni á búgarðinum, selja hestinn sinn og stofna sjálf- stætt fyrirtæki. Hún var hávaxin, fá- töluð kona, með langt nef og áhyggju full, grá augu. Sín vegna krafðist hún einskis, en hvað mig og föður minn snerti, var metnaður hennar óseðj- andi. Fyrsta gróðafyrirætlun hjónanna fór út um þúfur. Þau tóku á leigu tíu ekrur af hrjóstrugu, grýttu landi og hófu kjúklingarækt. Á þessum bú- garði komst ég á legg, og þar fékk ég fyrstu hugmyndir mínar um líf- ið. Frá upphafi voru þær tengdar ógæfu, og ef ég er þunglyndur og gjarn á að horfa á skuggahliðar lífs- ins kenni ég því um, að I stað þess að eiga ljúfa og glaða bernsku, ólst ég upp á kjúklingabúi. Sá, sem enga reynslu hefur í þeim efnum, getur ekki ímyndað sér, hversu margt sorglegt getur hent kjúkling. Hann kemur úr eggi, og fyrstu vikurnar, sem hann lifir, er hann eins og litlu hnoðrarnir á mynd unum á páskakortunum, síðan verð- ur hann viðbjóðslega ljótur, etur býsnin öll af mjöli og korni, sem faðir þinn hefur unnið fyrir í sveita sins andlitis, tekur veiki, sem köJluð er kólera eða einhverju öðru nafni, stendur og horfir kjánalegum aug- um á sólina, veslast upp og deyr. Fáeinar hænur og einn og einn hani, sem ætlað er að þjóna hinum dularfulla tilgangi drottins, komast til þroska eftir mikla baráttu. Hænurn- ar verpa eggjum, og úr þeim koma aðrir ungar, og þannig heldur hin skelfilega hringrás áfram. Þetta er allt ótrúlega flókið. Það hlýtur að vera að flestir heimspekingar hafi alizt upp á hænsnabúum. Maður vænt- ir sér svo mikils af kjúklingi, og vonbrigðin verða því sár. Kjúklingar, sem eru rétt að byrja lífsferilinn virðast svo vitrir og fjörugir, en eru í rauninni óttalega heimskir. Þeir eru svo líkir fólki, að þeir rugla mann í skoðunum á lífinu. Ef sjúkdómur verður þeim ekki að bana, doka þeir við, þangað til vonir eigandans eru vaknaðar til fulls, og þá álpast þeir undir vagnhjól, merjast til dauða og hverfa til skapara síns. Óværa sækir á þá, og það verður að eyða mikl- um fjárfúlgum í læknislyf handa þeim. Síðar á æfinni hef ég séð að bókmenntir hafa verið ritaðar um það, hversu afla megi auðæfa með því að ala upp kjúklinga. Þær eru ætlaðar guðunum, sem eru nýbúnir að eta af skilningstré góðs og ills. Þessar bókmenntir eru fullar af bjartsýni og yfirlýsingum um, að sak- laust og metnaðargjarnt fólk, sem á nokkur hænsni, fái miklu áorkað. Láttu þessar bækur ekki villa þér sýn. Þær voru ekki skrifaðar fyrir þig. Farðu og leitaðu að gulli í freðn- um hæðum Alaska, treystu heiðar- leika stjórnmálamanns, trúðu, ef þú 714 TÍMINN - SUNMUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.