Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 21
Hann lét eggið standa á afgreiösu; borginu, en það datt á hliðina. Hann reyndi aftur og aftur, velti egginu milli lófa sinna og hafði yfir orð in um þyngdarlögmálið og undur raf magnsins. Þegar honum heppnaðisi eftir hálftíma basl að láta eggið standa, leit hann upp. en sá þa að gesturinn var hættur að horfa á og er honum tókst að vekja athygii Joe Kane á því, hve vel tilraunin hefði tekizt, var eggið oltið á hliðina Kað ir minn var gripinn ákefð sýnmgar- mannsins og jafnframt hálfgerðu fáti vegna þessara mistaka, tók fað ir minn krukkurnar með vanskapn- ingunum ofan af hillu tii þess að sýna gestinum. „Hvernig þætti yður að hafa sjö fætur og tvö höfuð eins og þessi náungi?“ sagði hann og benti á aðalgersemina. Glaðlegt bros lék um andlit hans. Hann teygði sig yfir afgreiðsluborðið til þess . að kiappa á öxlina á Joe Kane, eins og hann hafði séð menn gera i veit- ingasalnum Ben Head, þegar hann var ungur vinnumaður og ók tfl borg- arinnar á laugardagskvöldin. Gestin- um varð hálfillt, þegar hann sá hinn hryllilega afskræmda fuglslíkama, sem flaut í vínandanum í krukkunni. Hann reis á fætur og sýndi á sér fararsnið. Faðir minn gekk fram fyr- ir afgreiðsluborðið, greip í handlegg unga mannsins og ieiddi hann aftur til sætis. Það fauk í hann sem snöggv- ast. og andartak varð hann að líta undan til þess að þvinga fram bros. Síðan setti hann krukkurnar aftur upp á hilluna. Það greip hann slíkt örlæti, að hann beinlínis neyddi Joe Kane til þess að fá sér aftur í boll- ann og gaf honum auk þess vindil. Þar næst tók hann pönnu, hellti á hana ediki úr flösku, sem stóð und- ir afgreiðsluborðinu og kvaðst ætla að sýna nýtt töfrabragð. „Ég ætla að hita þetta egg í edikinu á pönn- unni,“ mælti hann. „Síðan ætla ég að koma því niður um hálsinn á flöskunni án þess að brjóta skurnið. Þegar eggið er komið ofan í flösk- una, fær það aftur sina eðlilegu lög- un og skurnið verður hart. Ég skal gefa yður flöskuna með egginu. Þér getið haft hana með yður, hvert sem þér farið. Fólki mun leika forvitni á að vita, hvernig yður tókst að koma egginu ofan í flöskuna. En látið ekk- ert uppi um það. Lofið fólkinu að spreyta sig á að geta upp á því. Það er aðalskemmtunin við þetta töfra- bragð.“ Faðir minn brosti kankvíslega og deplaði augunum framan í gestinn. Joe áleit hann hálfgeggjaðan en mein lausan. Hann drakk kaffið, sem hon- um hafði verið gefið og fór aftur að lesa í blaðinu sínu. Þegar faðir minn var búinn að hita eggið f edikinu, tók hann það upp með skeið, Jagði það á borðið, og fór síðan inn I a T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ hliðarherbergi og sótti tóma flösku Hann var gramur, af því að gestur inn horfði ekki á, en tók þó óttrauð ur til starfa. Hann barðist lengi við að koma egginu ofah í flöskustútinn. Hann lét edikspönnuna á eldavélina og hitaði eggið aftui tók það síðan upp, en brenndi sig um leið á fing- urgómunum Við seinni dýfuna í heitt edikið linaðist skurnið dálitið. en þó ekki nægilega til þess að til ganginum yrði náð. Faðir minn strit aði í örvæntingu við að gefast ekki upp. Þegar hann hélt að þrautin' vært loks næstum unninn, rann lestin. sem hafði tafizt, inn á stöðina. og Joe Kane reis á fætur og labbaði kæru leysislega til dyranna. í örvílnun sinni gerði iaðir minn lokatilraun til þess að sigrast á egginu, sem átti að leggja grundvöllinn að áliti hans sem gestgjafa. er kynní -að skemmta gestum sínum Hann réðst á eggið og reyndi jafnvel að beita það hálf harkalegri meðferð. Hann formælti. og sviti braust fram á enni hans Eggið bortnaði í hendi hans. Um leið og innihaldið spýttist yfir föt hans, sneri Joe Kane sér við I dyr unum og hló. Reiðiöskur brauzt upp úr hálsi föður míns. Hann hringsnerist og æpti runu af óskiljanlegum órðum Framhald af bls. 713. vert að lifa því — en þannig túlk- uðu ýmsir leikritið. En Miller bætir því við, að þetta hafi verið misskiln- ingur og leikritið sé engan veginn gegnsýrt svartsýni. Tilfinningasemi sú, sem gætti hjá áhorfendum að Sölumaður deyr, stuðl aði að því, að Miller fann hvöt hjá sér til þess að stefna í gagnstæða átt og að öðru leikrænu marki. Þetta við- horf kom síðar fram í leikritinu í deiglunni og einnig ýmislegt, sem Miller hafði hugleitt í sambandi við leiktækni, en expressionisma hafði hann beitt í Sölumaður deyr — mynd Willys Lomans er sköpuð eftir for- skrift þeirrar stefnu. Leikritið í deiglunni (The Crug- ible) ber ótvíræð merki samn- ingartíma síns. Hafi Miller ver- ið hástertaður fyrir Alla syni mína og Sölumaður deyr, var úti um það á öndverðum sjötta tug aldarinn- ar. Það var ekki eingöngu framgang- ur McCarthys og nauta hans, sem fékk á Miller, heldur eitthvað, sem virtist langtum leyndardómsfyllra og hryllilegra. Miller fannst það átak- anlegt, að öfgamenn skyldu geta lam að skynsamlega hugsun og fyllt fólk annarlegum tilfinningum. Það var líkt og allt landið hefði endurfæðzt. Miller rak í rogastanz, er kunningjar hans, sem hann hafði talið vera, Hann þreif annað egg tr körfunni og kastaði þvi. eu hitti ekki höfuð unga mannsins. sem skt.uzt út um dyrnar og slapp Faðir minn kom upp á loít til mömmu og mm með egg i hendinni. Ég veit ekki, hvað hann ætlaði að gera við Það FJg held aö honum hafi dottið i hug að mölva það, mölva öll egg i heinnnum. og hafði ætlað að láta moðut mina og mia sja. þeg ar hann byrjaði En þegar hann kom til móðui minnar. gerðist eitt- hvað mð mnra með honurn Hann lagði eggið varlega á borðið og kraup a kné við rúmið eins og eg hef skýrt frá Hann ákvað að haf veitingastoíuna lokaða um nóttina: og ganga til hvílu. Að því loknu slökkti hann Ijósið, og eftir langt hljóðskraf soínuðu bæði hann og móð ir mín Ég held að mér hafi einnif runnið i brjóst, en svefn minn vai órólegur Ég vaknaði í dögun og horfði lengi á eggið, sem lá á borð inu. Ég braut heilann um, hver vegna kæmu úr þeim hænur, serr verptu aftur eggjum. Þessi spurnin; hefur brunnið mér í blóði æ síðan Og það álít ég aðra sönnun um hini algera lokasigur eggsins, að minnsta kosti hvað fjölskyyldu mína snertir Þýtt hefur Sigurlaug Björnsdóttii kinkuðu ekki einu sinni til hans kolli, er fundum bar saman. Honum fannst það furðulega, að tilfinning af þessu tagi skyldi geta skapazt utan frá, ef svo mætti segja. Þessi undrun liggur að baki hverju einasta orði í leikrit- inu í deiglunni. Fyrst datt Miller það í hug, að ein- hvers konar sjálfsbjargarhvöt og ótti við útskúfun lægi að baki. En seinna komst hann á þá skoðun, að hér væri um að ræða hlýðni við máttar- stoðir þjóðfélagsins, sem ætti rætur sínar að rekja til sektarkenndar, er leitazt væri við að dylja með þessu móti. En sektarkenndin stafaði af því, að fólk var ekki eins hægri sinnað í skoðunum og ætlazt var til af því Miller varð var við trúhræðslu, sem honum geðjaðist ekki að. En hrylli- legast af öllu þótti honum það við- horf, að samvizka væri ekki lengur einkamál hvers einstaklings, heldm ætti ríki og stjórnarvöld tilkall til hennar. Miller fýsti að rita beinskeytt leik rit, sem sýndi, hvernig almennui ótti skildi mann frá samvizku sinni, frá sjálfum sér. Það viðfangsefni var raunar ekki óskilt því, sem hanr hafði fjallað um áður. En í leik- ritinu í deiglunni var ekki látið nægja að afhjúpa sök hetjunnar, sök, sem banar persónuleika hennar. Galdramálunum í Salem hafði Mill ARTHUR MILLER 717

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.