Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 2
t
f»“
mm
Nú er ekki sömu vandkvæöum bundið og áður að bjarga mannslífum. Á Egilsstöðum er flugvöllur,: og af 1-
miklar vélar ryðja snjónum burt af flugbrautunum,jíótt fannalög séu. ^
SIGIV8AR ÞORMAR:
Erfiður siúkraflutningur
Það mun hafa verið um miðjan
janúarmánuð 1932, að kona mín, Sig-
ríður Halldórsdóltir á Skriðuklaustri,
varð alvarlega veik. Bjarni Guð-
mundsson, héraðslæknir á Brekku
1 Fljótsdal, sagði mér, að hann hefði
reynt allt, sem hægt væri til þess
að bjarga lífi hennar og myndi það
ef til vill takast, ef hún kæmist til
Reykjavíkur í Landspítalann innan
fárra daga.
Nú vildi svo til, að strandferða-
skipið var nýfarið frá Austfjörðum
til Reykjavíkur og því ekki um neina
ferð að ræða næstu vikur. Það var
þvl með döprum huga, að ég hélt
heimleiðis um kvöldið frá því að
fylgja lækninum. Ég gat ekki sætt
mig við, að kona mín ætti í blóma
lífsins að hverfa frá mér og fjórum
ungum sonum, einungis vegna þess,
hvar við bjuggum á landinu. En þarna
voru mörg hundruð kílómetrar á milli
lífs og dauða.
Þegar heim kom, og ég hafði gefið
konu minni þau meðöl, sem læknir
inn hafði fyrirskipað, opnaði ég út-
varpið, því að fréttir voru að byrja.
Hið fyrsta, sem ég heyrði, var +il-
kynning frá Eimskipafélagi íslands
um að áætlun Lagarfoss, er væri á
leið frá Kaupmannahöfn til Reykja-
víkur væri breytt þannig, að hann
kæmi við á Reyðarfirði og færi þaðan
beint til Reykjavíkur. Var gert ráð
fyrir, að hann yrði á Reyðarfirði eftir
tæpa þrjá sólarhringa.
Ég sá strax, að þarna
opnaðist leið, þótt tæpt stæði,
þar sem fara varð um 75
kílómetra veg til Reyðarfjarðar um
hávetur í misjöfnu leiði. Varð því
að hafa hraðan á með allan útbúnað.
Fyrst var að smíða lokrekkju, fóðr-
aða innan og stoppaða til hlýinda..
Síðan búa farartæki og fá hjálpar-
menn. Var öllu þessu lokið upp úr
hádegi næsta dag og þá strax lagt. af
stað.
Fljótsdalurinn var snjólaus og því
víðast hvar unnt að nota kerru. En
alltaf þurfti að bera rúmið spöl og
spöl, og hafði ég til þess átta menn,
því að það var þungt með öllum út
búnaði. Var þannig haldið áfram að
Brekku og gist þar. Árla næsta morg
uns var ferðinni haldið áfram, en nú
skipt um farartæki og farið á smábát
út Lagarfljót. íshroði var í fljótinu
og fór vaxandi eftir því, sem utar
kom. Þegar komið var út hjá Hafursá,
varð ekki lengra komizt vegna íshroð
ans. Var þá lagt að landi. Þar voru
þá komnir hjálparmenn mínir úr
Fljótsdal. Bárum við rúmið heim að
Hafursá, hvíldum þar og þágum hress
ingu.
Snjólétt var um Hafursá og valin
kerra. Var síðan haldið út með fljót-
inu. Smátt og smátt þyngdist færið
eftir því, sem utar dró.
Þegar út að Grímsá kom, varð
ekki komizt lengra vegna ófærðar.
Þar var þá kominn Hallgrímur bóndi
á Ketilsstöðum með sleða. Var nú enn
skipt um farartæki og gekk nú allt
greiðlega að Ketilsstöðum. Var þá
mjög tekið að líða á daginn.
Milli Ketilsstaða og Egilsstaða var
slarkfært á bíl. Ég talaði við Svein
bónda á Egilsstöðum og bað
hann að senda bíl, sem hann
gerði tafarlaust. Biðum við á
Ketilsstöðum í bezta yfirlæti
í tæpan klukkutíma, og er bíll-
inn kom, var strax haldið til Egils-
staða. Ég náði sambandi við af-
greiðslu Eimskipafélagsins á Reyðar-
firði og fékk að vita, að Lagarfoss
yrði á Reyðarfirði seinni part næsta
dags. Var þá ákveðið að gista á Egils-
stöðum, én taka daginn snemma.
Fengum við þarna hina beztu hvíld,
og var allt gert, sem unnt var til
þess að greiða fyrir okkur.
í dögun næsta morgun var ferðinni
haldið áfram á bíl. Var gert ráð fyrir,
að þílfært væri þriðjung leiðarinnar,
en til Reyðarfjarðar frá Egilsstöðum
eru 25 kílómetrar. Ferðin gelkk vel
í upphafi. En það hafði snjóað um
nóttina, og þegar kom nokkuð
upp í hálsinn, þyngdist iærðin
og bíHinn byrjaði að spóla.
Að lokum komst hann ekki lengra.
Nú voru góð ráð dýr, því að ekki voru
eftir nema tvö til þtíjú hundruð metr
Framhald á 862. síðu
842
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ