Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Page 18
timburflotann. Þessum trjám er fleygt í fljótið, þegar ísa Ieysir, og fljótið fleytir þeim niður að sögun- arverksmiðjum, sem reistar hafa verið neðarlega við fljótið, og alla leið niðri við Helsingjabotn. — Ein sögunar- arverksmiðja er þarna í Yletorneá Finnlandsmegin eins og fyrr segir. Þegar út á fljótið kom, varð að gæta sín vel fyrir timbrinu. Ef endi á trjábol hefði rekizt á bátinn, var voðinn vís. En allt fór betur en á horfðist og ferðin yfir fljótið tókst vel. Úti á fljótinu, einkum Finnlands- megin, voru margir bátar að fást við trjáflotann. Þeir voru að draga trjá- bolina í sundur eftir merkjum og fleyta þeim inn i nokkurs konar trjá- girðingar sem gerðar voru úr vírnetL Þeir voru yfirleitt tveir á báti. Þeir reru að trjánum og veltu þeim fyrir sér, ráku síðan járnkeng í annan endann, festu taug í kenginn og reru svo fyrir trénu inn í girðinguna. Um kvöldið, er við fórum aftur til baka yfir fljótið, voru bátarnir fleiri og ennþá unnu þeir að þessum sundur- drætti fram undir miðnætti. Dagurinn leið að kvöldi. Við höfð- um samið við mennina á vélbátnum um að flytja okkur aftur yfir fljótið á sama stað fyrir klukkan 8 um kvöld ið. Við hringdum því á tollstöðina frá lýðháskólanum og báðum tollverð- ina að hafa bátinn til. Síðan fengum við okkur bíl og flýttum okkur á vettvang. Klukkan rúmlega sjö vor- um við komnir á okkar stað við fljót- ið, en tollstöðin var á lítilli eyju úti í ánni. — Enginn bátur var sýnilegur og enn máttum við bíða. En kvöld- ið var fagurt og okkur leið ágætlega. Sól var enn hátt á lofti. Ekki hreyfð- ist hár á höfði og hin mikla elfur leið straumlygn og hljóðlaust fram á leið til hafs. Enn var óslitin röð af trjám, sem þokaðist niður ána. Enn eru menn á litlum bátum að fást við trjáviðinn og draga hann í eins konar dilka. Þessir menn eru þreytulegir í slitnum flíkum, en þeir virðast hafa krafta í kögglum og kunna vel til verka. Enn verðum við lengi að bíða, en hvað gerir það til, hér er friðsælt og fagurt. Við getum þó ekki setið alveg aðgerðalausir og förum að at- huga umhverfið. Hér eru bæirnir hver hjá öðrum, og fólk að sinna kvöld- verkum, láta inn kýr og gefa þeim og brynna. Sumir aka vatninu heim 1 tunnum á hestvögnum frá ánni, en aðrir sækja vatnið í brunna. En hér er notuð sérkennileg aðferð við að draga fulla vatnsfötu upp úr djúpum brunni. — Grannt tré, 6—10 metra langt með klumburót á lengri endan- um, var haft fyrir vogarstöng til að draga fötuna upp. Fötunni var krækt í taug I styttri og grennri enda vog- arstangarinnar og fötunni rennt of- an í brunninn. Þegar fatan var orð- in full, vóg tréð hana upp með þunga sínum. Ég bað félaga minn að taka mynd af stúlkunni við brunninn. Hann tók upp myndavélina, en þegar stúlkan sá, hvað við ætluðum að gera, hljóp hún flissandi inn í hlöðu og sagði eitthvað á finnsku, sem ég ekki skildi. Þá gægðist önnur stúlka út úr næsta húsi, en hvarf inn aftur. Nokkrir ungir piltar voru þama nær staddir, og nú ætlaði einn þeirra að sýna, hvernig vatnið væri dregið upp, og láta taka af sér mynd, en það tókst þá ekki betur en svo, að fatan kræktist úr og féll í brunninn. Þá kom ung kona út úr næsta hús' ýtti piltinum frá brunninum, tók krók- stjaka og krækti i fötuna, festi hana í taugina, sökkti fötunni í brunninn og beið svo róleg og brosandi á með- an myndin var tekin. Enn máttum við bíða eftir bátnum, en að lokum kom gamall maður róandi á lítilli bátskel og sagði, að vélin væri biluð í hinum bátnum, og við yrðum að fara yfir á þessum litla bát. Hann talaði finnsku, en félagi minn þýddi fyrir mig. Karlinn fór úr jakkanum og settist undir árar, en fékk mér breiða ár eða árarblað og sagði mér að stýra. Hann hefur víst haldið, að afkomandi hinna norrænu vikinga kynni þá list, en þar skjátlaðist hon- um, því að ég efaðist um, að ég hafi nokkurn tíma fyrr stýrt með árar- blaði. Þetta tókst þó vonum betur og eftir rösklega hálftíma róður. — Þeir skiptust á um að róa — móti straumi og gegnum trjáflota, komum við loks að landi Svíþjóðar megin og var þá ferðinni til Finnlands lokið. Ég er viss um það, að það eru fleiri en ég, sem gert hafa sér rang- 858 1* f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.