Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Side 21
Aldrei er þarna steikjandi hiti. Lofts
lagið er hlýtt og heilsusamlegt. —
Allt er þarna ánægjulegt, kyrrt og
hlýtt."
Eyjarnar eru flestar skammt frá
landi, en lengst úti eru tvær allstór-
ar eyjar, sem heita Maley og Sand-
sker. Á báðum eyjunum eru góðar
hafnir, sérstaklega ætlaðar fiskiskip-
um, er stunda veiðar í Helsingja-
botni. Einkum var mikið af alls kon-
ar veiðiskipum fyrrum á meðan
Eystrasaltssíldin, sem Svíar kalla
strömming, óð þar uppi;
Um þennan eyjaklasa með öllurn
sínum sundum og grynningum er
mjög hættuleg siglingaleið. Við kirkj-
urnar á báðum stærstu eyjunum eru
í kirkjugörðunum mörg leiði sjó-
manna, sem farizt hafa í hauststorm-
um á þessum hættulegu siglingaleið-
um og eiga sinn síðasta dvalarstað í
kirkjugörðum þessarar fögru eyja.
Á sumum eyjunum eru stórar sög-
unarverksmiðju, sem taka við timbr-
dnu, sem Tornelfhr ber til sjáfar.
Þessir þættir um Lappland og
Tornedalinn verða ekki lengri að
sinni, en gjarnan vildi ég hafa tæki-
færi til að koma aftur á þessar slóð-
ir. — Lappar, sem ég kynntist, sögðu
mér, að næst skyldi ég koma í sept-
ember eða október, þegar hreindýr-
unum væri aðallega slátrað. Sögðu
þeir, að hreindýranýru væri hinn bezti
matur, sem þeir hefðu bragðað, og
yfirleitt sögðu þeir að innmatur úr
hreindýrum væri lostæti.
Auðvitað kynntist ég Löppum lítið
á þessari hraðferð minni um hérað-
ið, — þennan landshluta, sem er
álíka að flatarmáli og ísland allt, en
ég kynntist allmikið sænsku og
fínnsku fólki sem þarna er búsett,
og mér féll það mjög vel í geð. Það
var gestrisið og sérstaklega elskulegt
í framkomu, fróðleiksfullt og hæfi-
lega spurult um ísland og íslenzka
hagi.
í Kiruna var mér sagt, að í manna-
minnum hefði enginn íslendingur þar
komið á undan mér, nema dr. Sig-
urður Þórarinsson. Það var árið 1946,
sem ég var þarna á ferð, og ef til
vill hafa einhverjir íslendingar komið
þar síðan.
Eg gat þess í upphafi, að á þeim
tímum, sem ísland fannst og byggð-
Sst, hafi Lapparnir, sem þá voru al-
mennt kallaðir Finnar (sjálfir nefna
þeir sig Sama) verið bendlaðir við
galdra og fordæðuskap. — Ekki vil
ég segja, að slikt sé gert enn, enda
hefur norræn nienning numið land
mcðal Lappanna, en þó tel ég, að
ennþá hvíli á Löppunum galdraorð-
rómur, sérstaklega hjá nágrönnum
þeirra, fátækum fjallabændum af
Viðarhöggsmenn í Tornedalnum að starfi að vetrarlagi.
Eyðikofi frá Fyrrihluta tuttugustu aldar.
Hér bié fólk, sem át(i fárra kosta völ og engra góðra.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
861