Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 2
Björn Jakobsson skrásetti Teikning: Ingunn Þóra Magnúsdóttir BLÓÐILLA VIÐ TUNGLIÐ Símon Dalaskáld sagði mér þessa sögu af sjálfum sér: „Eitt sinn, þegar ég var á ferð að vetrarlagi, náttaði ég mig á bæ. Þar var nokkuð margt fólk, og þar á meðal ung og snotur stúlka, sem mér leizt Ijómandi vel á. Hvíslaði ég því að henni um kvöldið, hvort ég mætti ekki skreppa upp í rúmið til hennar um nóttina, og tók hún því vel. Fólk svaf allt í sömu baðstofu, en ég ætlaði að nota tækifærið, þegar fólkið væri sofnað. En þá vildi svo óheppilega til, að tunglið ' skein inn um gluggann, svo að albjart varð í baðstofunni. Þorði ég þá ekki fyrir mitt líf að fara á kreik alla nóttina. Síðan hefur mér verið BLÓÐILLA við tunglið." 722 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.