Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 6
Brands Sæmundssonar, Hólabisk ups 1163-1201, og er hann talinn stofnandi þess. Ábúandi og eigandi jarðarinnar um það leyti, sem hún var fengin, líklega gef- In, til klausturs, var Ólafur Þor- steinsson goðorðsmaður, N sonur Þorsteins rangláts (d. 1149) á Grund í Eyjafirði. Var hann af hinni gömlu Esphælingaætt, einni göfugustu ætt í Eyjafirði, sem rakin er til Hámundar heljar- skinns, tviburabróður Geirmund- ar heljarskinns, sem öllum er er kunn-ur, og dóttur Helga magra landnámsmanns. Annar sonur Þor steins rangláts var Ketill prestur á Grund (Grundar-Ketill), tengda- faðir Páls biskups, sem átti Her- dísi Þorvaldsdóttur beiskalda, þess er setti klaustur á eignarjörð sinni í Hítardal. Ólafíxr í Saurbæ eða þeir bræður hafa líklega gef- ið jörðina til klaustursstofnunar. í annálum segir við 1202: Dáinn Ólaf-ur Þorsteinsson kanoki. Er þetta enginn annar en Ólafur í Saurbæ. Hefur hann gerzt kanoki í klaustrinu í Saurbæ, því að hæg voru heimatökin. Þar í klaustrinu hefur verið haldin Á- gústínusarregla, og hefu'r stofnun klausturs í Saurbæ því verið und- anfari stofnunar Ágústínusar- klaustursins á Möðruvöllum í Hörgárdal. En ekki er vitað um annars konar regluhald í klaustr- um hérlendis en Benedilkts- og Ágústínusarreglu. Fyrsti ábóti Saurbæ-jarklaust- urs var Þorkell Skúmsson (d. 1203). Föðurmóðir hans var Ingi- björg Arnardóttir, Ánssonar, Þórissonar farmanns í Miklagarði (þess sem deildi við Gretti Ás- mundsson sterka), Skeggjasonar landnámsmanns, Böðólfssonar, Grímssonar, Grímólfssonar af Ögð um. Næst var þar ábóti Eyjólfur Hallsson, áður prestur á Grenjað- arstað, merkur maður. Var hann þar 1206—12 eða í sex ár. Hans er að nokkru getið í málaferlum út af fé Guðmundar Eyjólfssonar, bónda á Helgastöðum í Reykjadal, siðar munks á Þverá (Guðmundar saga dýra). Guðmundur góði Arason Hólabiskup vildi fá Eyjólf til biskups á Hólum fyrir sjálfan sig, en Eyjólfur afþakkaði þá sæmd. Boð þetta sýnir álit Guðmundar á Eyjólfi, en hann var stórættaður maður, sonur Halls prests á Grenjaðarstöðum, síðar ábóta á Þverá, Hrafnssonar lögsögumanns, Úlfhéðinssonar. Þess er getið, að þrír ábótar voru með Guðmundi Hólabiskupi, þegar hann ætlaði að ríða af staðn um á Hólum fyrir Víðinessbardaga árið 1209. Hafa þeir sjálfsagt ver- ið ábótarnir á Þingeyrum, Þverá og í Saurbæ. Kona eða fylgikona Eyjólfs var Guðrún, dóttir Olafs í Saurbæ, kanoka þar, Þorsteins- sonar. Er því engin furða, að Ey- ólfur skyldi ráðast þar til for- stöðu. Synir þeirra voru Jón I Möðrufelli í Eyjafirði og Guðmund ur, og eru þaðan ættir. Seinasti ábótinn, sem getið er i S&urbæ f Eyjafirði, var Þorsteinn Tumason (d. 1224), líklega ábóti frá því um 1212 og til dánardæg- urs. Hann var af hinni mfklu Ásbirningaætt, launsonur Turna Kol-beinssonar, höfðingja Skag- Skagfirðinga og bróðir KolbeinS skálds á Víðimýri, Tumasonar. Sonur Þorsteins ábóta var ívar munkur, ef til vill í Saurbæjar- klaustri, þótt munksnafnið bendl heldur til þess, að hann hafi verið í Benediktsklaustri, og þá líkast til á Þverá. ívar þessi er líklega sá, sem lagði með sér Sandlhóla- reka á Tjörnesi til Þevrárklaust- urs. Getið er um rekana í máÞ daga frá 1270, og árið 1318 er þar nafn bróður ívars. Fleiri ábóta er ekki getið í Saurbæ. Hefur klaustr ið lognazt út af af einhverjum or- sökum eftir um 30—40 ára starfs- tíma. Um miðja 13. öld býr Þor- varður nokkur í Saurbæ, merkur bóndi, og kem-ur við deilur og ófrið manna. Af máldögum Saurbæjar- kirkju má ýmsum get-um leiða að því, hver ítök og eignir hafa fylgt klaustri og kirkju og verndardýr- lingum að upphafi. En þar gátu þó hafa orðið miklar breytingar, eftir að klausturlífi lauk þar. Saurbær var síðar eitt þekktasta prestsetur í Vaðlaþingi og norðan- lands. Sátu þar í kaþólskum sið höfuðklerkar, sem sumir hverjir urðu ábótar á Þingeyrum og Þver- á. Nafndýrlingar Saurbæjarkirkju voru á 14. öld og síðar heilagur Nikulás og heilög Sesselja. Kunna þau að hafa verið í upphafi vernd- ardýrlingar kirkju og klausturs í Saurbæ. Tímans móða og glataðar heimildir leyna sögu og endalok- um Ágústinusarklaustursins í Saur bæ, en annað klaustur af kanoka- reglu átti eftir að verða frægt í landssögunni um aldaraðir, klaustrið á Möðruvöllum i Hörgár- dal, sem tekið hefur við af Saur- bæjarklaustri. En yfirmenn þess fengu þó ekki að bera titilinn á- bóti sem í Saurbæ, heldur priors- nafnbót. Lýk ég hér að segja frá Ágústínusarklaustri í Saurbæ í Eyjafirði sællar minningar. Hér skal að lokum getið um klausturstofnun Jóns Loftssonar I Odda að Keldum á Rangárvöllum. Mun lítt þurfa að kynna hinn Torfkirkjan í Saurbæ f Eyjafirði. Hún var reist árið 1858 og er nú friðlýst og í umsjá þjóðminjavarðar. 726 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.