Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 10
ur, greindur lesandi hefði ekki get- að fundið til einhvers áþekks und- an þýðingu sr. Árna og Jónas fann og gert sjálfum sér nokkra hragar- bót, þótt lakari væri en Móðurást. Ekki eru brjóstgæði einkaeign skálda, þótt betur kunni þau að setja fram kennd sína en aðrir. Aðalniðurstaða þessara heilabrota verður þá sú, að hver sá maður, sem finnur atburð eða lýsingu á öðru máli en sínu og telur þar um það mál rætt, sem hann sjálf- ur eða þjóð hans geti haft gott af að kynnast eða kynnast frá nýrri hlið, ef áður er haft á orði, geri rétt í að flytja öðrum þann fróðleik á sínu máli og það allt að einu, þótt ekki verði svo vel gert, að hvergi megi um bæta. Sé aftur á móti um ljóta hluti að ræða, er það víst, að margt þairra væri þögninni bezt falið, og minnir sumt af skemmtiritum, bæði inn- lendum að prentun og aðfluttum, mest á sóttkveikjur, sem öll- um mun skiljanlegt að heyra ekki til æskilegs innflutnings eða frek- ari framræktar, ef til eru innan- iándis fyrir. Hér að framan hefir verið getið um fordæmi þess að breyta hátt- um þýddra ljóða og bent á þau verk, sem sannarlega hafa miklu valdið um málfar síðari tima og það til bóta, þar sem sá háttur var á hafður. Segja má, að þar sé höfundi misboðið, og vissulega væri rýmra um yrkisefni og nýyrki fleiri fovn tiltæk, ef hver sá háttur, sem ís- lenzk tunga leyfir, hefði verið fluttur með kvæðinu, sem bar hann, að því þó tilskildu, að hátt- urinn hefði verið að nokkru nýt- ur. Hið sama gildir um málblæ og aðferðir lausmálshöfundar, að svo miklu leyti, sem skynjað verð- ur. Þar er aðeins margfalt örð- ugra að finna höfundarauðkenmn og því vandasamara að herma þau eftir. Fyrr var sagt, að þýðingar er- lendra nytjabóka og merkra fagur fræðirita væru mikil þjóðblessun, jafnvel ill þýðing var talin fengur, ef hún færði eitthvað annað áður ólþekkt en saurgun og sjúkleika. Þótt e'kki gerði hún meira en að hvetja annan listfengari mann til að jera sama efni eða formi betri skiJ, þá var samt betur farið en heima setið. Þýðendur eru þannig nokkurs konar sjónaukar almennings á hverju málsvæði. Þeir kunna að vera skýrir eins og tærasti berg- kristall eða skýjaðir eins og döggv- uð gleraugu, en hvort sem heldur er, eru þýðingar þeirra, nema rang ar séu, ein virðingar- og þakkar- verðasta tilraunin, sem gerð er til þess að veita öðrum hlutdeild í gæðum annars menningarsvæð- is, og þýðendum er meiri afsök- un að senda frá sér gallað verk en frumhöfundum, því að verk þeirra vísar þó þrátt fyrir vant- anir og mistök á það, sem stend- ur og sýnir sig, þ.e. frumritið, en skáldið eða reikningsmaðurinn get ur ekki skírskotað til skáldsýnar sinnar eða þess reikningsformála, sem aidrei komst óskældur á nokkurra annarra manna vitorð en höfundarins. Jafnvel þýðingar forms, formsins eins geta miklu valdið, svo sem endarím Höfuð- lausnar sannar. Þýðingar þeirrar grautargerðar, sem á sér engar ákveðnar myndir, geta — ef til viill — tilhnippt til lausmálshöfund um til aukinnar vandvirkni við laust mál og víðtækari rannsókn- ar á því, og væri það tvísýnulaus ábati, ef ekki fylgdi hitt: að flónsk ir menn og framgjarnir létu það því oftar spilla ljóðum og rýra virðingu þeirra með því að kenna slíkt til kveðskapar, söngs eða ljóða. Á meðan hið góða orð leirburð- ur var notað um andlausar til raunir til kvæðagerðar eða um ambögur, glæptist enginn til pess að miða afköst sín við framleiðsl- una. En sú þýðing erlendra ijóð- rænna rita, er kallar það á is- lenzku Ijóð, sem skortir meira eða minna af ytri auðkennum alls þess, é’r ljóð hefur kallazt á þessu landi til síðustu áratuga, er ekki þýðing ein heldur vörusvik á borð við það að þýða Fuglens Hale með orðunum fuglsins tagl — bein svik semi, verknaður sem alla daga hefir sinn dóm með sér. Þýðend- ur voru að vísu í ofanskráðu taild- ir eins konar sjónaukar almenn- ings og því allrar þakkarverðir en þeir sjónaukar, sem rangfæra og villa, mega engra þakka vænta né umhirðu. Öðru móli væri að gegna, ef þeir væru boðnir sem spóspeglar og viðurkenndir sem aðhlátursefni, þá gætu þeir valdið meinlitlu spaugi og orðið nokkur prófsteinn á, hve mikið aðflutta varan þyrfti af beyglun og af- Magnús Ásgeirsson var mikilvirkur og vandfýsinn þýðandi Ijóða og óbundins máls. Þýðingar hans hafa gert hinum almenna, íslenzka lesanda kleift að kynnast snilli margra erlendra höfuð- skálda. lögun, áður en ónothæft yrði með öllu. Það væri nokkurt hlutverk, þótt litlu væri eftir að slægjast. Á meðan þessar hugleiðingar voru að þokast á blað, bar að efa semd um það, hvort skýrgreind væri merking orðsins þýðing. Þýðing er kynning á því, sem annarri þjóð er kunnugt en alls ekki — eða ekki nógu vel — þekkt á málsvæði þýðandans og er þannig fróðleiksaukandi. Að vísu getur þýðing flutt lygar og falttkenningar, en þó munu þær oftar traustari frumsmiðinni. Þýðingarnar gera þeir menn, sem eitthvað kunna — að minnsta kosti hrafl — i erlendu máli, og eru þess vegna venjulega heldur færari en almenningur til þess að meta gagnsemi, fegurð eða spaug- semi erlendra bóka og jafnvel fleiri viðfangsefna en bóka Og þeim er varla minna í mun en frumhöfundum að gera sér eitt- hvað til frægðar eða fjár, þótt sum ir — einkum menn á milli vita — vilji, að því er virðist, frekast verða fMegir að endemun^ Þýðend ur eru heldur ekki svo vissir um yfirburði sína, að þeir setjist við eins og kóngulær að kreista út úr sjálfum sér eitthvert flugfæri, óreynt að öllum kostum. Þeir bjóða það, sem þeir hafa, fleiri manna dómi, en sínum eigin um það, að verk þeirra sé pappírs- og vinnuvirði. Svo eru þýðingar auk þess skáldskapur, opinberari, cn allar opinberanir, atlur skáldskap- T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 730

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.