Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 7
Keldur á Rangárvöllum. Takl® eftir tröðunum, sem liggiia helm aS bænum. mikla höíðingja i Odda, mestan mann í landinu um sína daga, sem segja má, að gegnt hafi hlutverki hæstaréttar í landinu. Hann var afkomandi Sæmundar fróða í Odda og dóttursonur Magnúsar berfætts eða berbeins Noregs- bonungs. Jón var vel lærður innan lands og utan í klerk- legum listum, djákni að vígslu og söngmaður mikill í heil- agri kirkju. Jón er frægur mjög fyrir það, að hann stöðvaði Þor- lák biskup helga í staðakröfum. Er þeir Þorlákur biskup voru staddir á Höfðabrekku í Mýrdal og vígja átti þar kirkju nýgerða, mælti Jón: „Heyra má ég erki- biskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég að hann vilji betur né viti, en mínir foreldrar: Sæmund- ur hinn fróði og synir hans.“ Sýna þessi ummæli stórlæti hins íslenzka bónda, hver svo sem rétt- ur hans var í þeim málum. Átti Jón síðar í miklum deilum við blessaðan Þorlák, en fylgikona hans var Ragnheiður, systir Þor- láks. Átti Jón með henni börn, meðal annarra Pál Skálholtsbisk- up og Orm Breiðbæling á Breiða- bólstað. Unni Jón Ragnheiði með ærslum og vildi heldur hverfa til Þórsmerkur í útlegð en skilja við hana. Hér verða ekki raktar freK- ar deilur þeirra biskups og Jóns, en fná þeim segir gerla í Odda- verjaþætti (prentuðum í Biskupa- sögum). Á seinustu árum sínum bjó Jón Loftsson búi sínu á Keldum og reisti þar kirkju, helgaða Páli post ula, og klausturhús. Hefur þar verið hafinn klausturlifnaður um það leyti, sem Jón andaðist á Keld- um, 1. nóvember 1197. Er sagt, að Jón hafi látið bera sig í bana- sóttinni út í dyr á Keldum, þar sem hann sá til kirkjunnar og mælt: „Hér stendur þú, kirkja mín, þú harmar mig, en ég harma þig.“ (Þorlákssaga). Klaustrið var helgað Jóhannesi skírara, en ekki er vitað, hvers konar regluhald þar hefur átt að vera. Talið er, að Póll biskup, sonur Jóns, hafi vígt klaustrið og líklega príor þar, sem hefur verið Sveinn sá príor, er átti innsigli það, sem fundizt hefur á Keldum og ber nafn hans og að sumra áliti staðarins á Keldum, en áðrir hafa lesið þar á: Sveinn príor Pálsson. Sæmundur í Odda, sonur Jóns Loftssonar, hefur hald- ið við kirkju og klaustri á Keld- um um sína daga, en hann dó árið 1222. Eftir hans dag er sagt, að synir hans hafi skipt klaustrinu sem sínu erfðagózi og annar þeirra (þ.e. Andréas í Eyvindarmúla) tek- ið helminginn af klausturhúsum og flutt til sín. Sumir telja, að skálinn, sem enn er við lýði á Keldum, sé leifar klaustursins á staðnum, og hefur þetta þá verið hlutur Hálfdánar Sæmundssonar á Keldum. Engum getgátum verð- ur komið við um klausturlifnað á Keldum þau fáu ár, sem líkindi eru fyrir, að þar hafi bræður ver- ið. Helgidómaskrín fagurt með kop arþynnum myndskreyttum fylgdi Pálskirkju á Keldum, og hefur ein hver hinna tignu Oddaverja líklega gefið það, ef til vill Páll biskup í Skálholti, Hálfdán eða Sig hvatur á Keldum, sonur hans, ein hvern tíma á 13. öld. Skrínið er í þjóðminjasafni Dana. Lýk ég hér frásögu af kiaustri heilags Jóhannesar skírara á Keld- um og vendi mínu kvæði i kross. (Helztu heimildir: Biskupasögur, íslenzkar æviskrár, Annálar, Saga Oddastaðar og Keldur eftir Vigfús Guðmundsson, Saga íslendinga I eftir Jón Jóhannesson, Landnáma). TíldlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 727

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.