Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Page 16
GRETA SIGFUSDOTTIR mun verða yður til Weasunarríkr- ar fróunar, þegar mesti sársauk- inn og söknuðurinn er liðinn hjá, að rifja upp hinar hugljúfu sam- verustundir. Mættu þær fögru minningar lýsa yður um lifsins dimmu nótt — eins og eldstólpinn Móses: 2. Mósebók, 13. kapítuli, 21. vers — og leiða yður til hins fyrir- heitna lands, þar sem þér á ný munuð sameinast yðar elskulegu móður . .. Líkvagninn bdður fyrir utan rík- mannlegt einbýlishúis við Flóka- göfcu. Gegnum þunnofin glugga- tjöldin grisjar í sorgarklæðnað fólksins, sem tekur þátt í húskveðj unni og heyra má slifcur úr ræðu prestsins út um opna gluggana, ef lagðar eru við hlustir. Veður er milt — rétt við frostmark — þótt farið sé að Iíða á veturinn, og götur eru að mestu auðar af snjó. Vegfar- endur nema staðar og horfa for- vitnir heim að húsinu. REIKNINGSSKIL Hún var kona sem vildi ekki vamm sitt vita, kona sem alltaf gerði skyldu sína og ávaxtaði sitt plind. Hún var sterk í fcrú sinni og vék ekki hársbreidd frá dyggð- arinnar þrönga vegi, — sögð strangur vinnuveitandi, en bar þó alltaf hag starfsfólks síns fyrir brjósti. Þráfaldlega hefur nafn hennar birzt á prenti sökum rausn arlegra gjafa til líknarstofnana bæj arins, og margur fátækur og um- komulaus mun sakna góðgerða- semi hennar um jólin. — Ö- - -, presturinn neyðist til að grípa til minnisblaðs, sem hann hefur geymt innan i sálmabókinni. Það verður stutt hlé á líkræðunni. Hvítmáluð, gullskreytt kistan hvílir á hjúpaðri upphækkun á miðju gólfi í dagstofunni, þakin gróðurhúsblómum og löngum, á- letruðum silkiborðum. Hitaveitan er á fullum straum, og það er mollúhiti og þungt loft í herbergj- unum, þó að dyrum og gluggum hafi verið lokið upp. Stofurnar eru þéttskipaðar fólki, og augun bein- ast með lotningu að prestinum — lágvöxnum manni í góðum hold- um, með hvítar vel hirtar hendur og mjúka, því nær kvenlega rödd. Þótt oss sé mikill missir að þess- ari góðu og göfusu konu, þá meg- um vér samt gleðjast fyrir hennar hönd: því margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Nú fyrst gefcur hún notið ávaxtanna af sínu guðrækna og athafnasama lifi. Hérna megin — í þessum syndum spillta fcára- dal — voru lagðar á hana þungar byrðar. Já, það kom fyrir, að hún var að því komin að bugast undir þunga krossins. — Þá leitaði hún huggunar og hælis hjá honum — hinum himneska brúðguma, sem var henni allt og veitti henni styrk til að standast allar raunir. Presturinn virðist miður sín í þykkri, skósíðri hempunni og laum ast til að strjúka svitann af enni sér með flötum lófunum. Hér os þar heyrist niðurbælt hóstakjölt- ur. Konur bræðranna fcárfella. — Presburinn lítur fráneygur ytf- ir hópinn og ræskir sig. Og því segi ég yður, börn og tengdadætur hinnar látnu, sem hór standíð við hennar hinztu hvílu og syrgið, — því segi ég yður, að það Hvurn ætli sé verið að jarða? — Það er hún Dýrlaug Magnús- dóttir, eigandi hreinlætisvöru- verksmiðjunnar Mjallhvít. — Jæja, er nú komið að skulda- dögunum hjá henni. Hún sem átti heil hverfi og leigði út niðurnídd- ar íbúðir á svaxtamarkaði, auik þess sem hún stundaði okurstarf semi. Hún var framtakssöm kona og hafði margt á prjónunum — llkt- ist föður sínum, Magnúsi sáluga bankasfcjóra, sem var harður í horn að taka. Hún giftist manni sem var þrjátíu árum eldri en hún og lá á sjúkrabeði öll síðari ár ævinnar. Einkadóttirin hafði miður gott orð á sér, og yngri sonurinn — eftir- lætisgoðið hennar — eignaðist barn með stúlku úr verksmiðjunni. — Það átti ekki af henni að ganga, vesalingis manneskjunni. — Sagt er, að hún hafi ver- ið sá versti harðstjóri og svifizt einskis, þegar hún átti sinna eigin hagismuna að gæta. —Látum þá dauðu hvíla í friði. — Söngurinn er byrjaður. Hús- kveðjunni hlýtux bráðum að vera lokið. Vegfarendur halda kyrru fyrir bíða þess með óþreyju, að eitthvað gerist og leggja við hlustir. Frá húsinu berst hjá- róma sálmasöngur, með ein- staka rödd, sem skilur sig út á háum og skerandi tónum. —■ Skyndilega kemst ókyrrð á áhorf- endahópinn. Svartklæddir menn, með pípu- hatta og hvíta hanzka, birtast á tröppunum. Þeir doka ögn við, en ganga svo hægt og hátignarlega að líkvagninum og skipa sér eftir mannvirðingum í röð fyrir aftan hann. Svo kemur kistan, borin af sex mikilsmetnum borgarbúum, sem eru að sligast undan þyngd hennar. Rétt á eftir kisfcunnj ganga synir hinnar látnu konu og konur þeirra. Þar næst dóttirin ein síns liðs, þreytuleg og komin af blómaskeiði. Bræðurnir hafa tamið sér þann sjálfsörugga virðu leika, sem vekur vanmáttarkennd hjá lægra setfcum. Konur þeirra berast á í klæðaburði og eru fríð- ar sýnUm, en viðmótið kuldalegt. Þær ræðast við í hálfum hljóðum. — Það mætti segja mér það, að Unnur hafi stungið megninu af silfurborðbúnaðinum og skartgrip- unum undan. — Uss, láttu engan h'eyra til þín. Nú ekur bíllinn af stað. Drúptu höfði. Okkur er veitt at- hygli. - - - Þungur blómailmur hvílir enn yfir stofunum. Dvínandi skarnrn- degisbirtan varpar fölu ljósi á silki- fóðruð hægindin, úfcskorin mahóní- húsgögnin, krystalljósakrónurnar, málverkin og listmunina í of- hlöðnum herbergjunum. í einu horninu stendur lokaður flygil'l. Og alls staðar eru bækur — skraut inmbundnar í skápum með drag- hurðum úr slípuðu gleri. Upp- hækkunin, þar sem kistan sfcóð, hefur verið tekin burt. En það sjást enn þá merki eftir hana á dælduðu gólfteppinu. — Það er gengið úr daigsfcofunni í svefnher- 736 IÍMÍNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.