Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 19
mál Qg landvarnir þessa litla konungdæmis, og eina símalínan, sem liggur um fjallbyggðina, er undir stjórn Pakistanstjórnar. Hunzabúar eru þó ekki skatt- skyldir Pakistan, en opinber gj'öld greiða þeir hins vegar Mírn um, þ.e. konungi landsins. Mírinn skipar arbop, þ.e. þorpsstjóra, og tíhowkidar, þ.e. lögreglustjóra, yfir sérhvert þorp. Þorpsstjóran- um bera að setja niður deilur manna, en heimilt er að áfrýja máli til Mírsins, sem kveður upp hæstaréttardóm ásamt stór- vesírnum og þorpsstjórum í næsta nágrenni við konungshöll ina. Þó er fátítt, að málum sé skotið til æðsta dóms, þar eð ríkisgjalökerinn hirðir sektina og sá, er málið vinnur, telst skyld- ugur að færa dóminum andvirði sektarinnar að gjöf. Mírinn er einungis veraldleg- ur höfðingi. Hunzabúar eru ísma- elítar, og telja því Aga Khan (þ.e. Áa konung) trúarleiðtoga sinn. Frásögnina um tennur Bohars gamla ritaði ég í dagbókina, er ég hafði starfað á meðal Hunzabúa í nærfellt þrjú ár. Mér var falið að kenna þeim að koma ár sinni brtur fyrir borð, ef ég má taka svo til orða, kynna nýjar ræktun- araðferðir, betri úrvinnslu upp- skerunnar og þar fram eftir göt- unum. Þegar ég hafði dvalizt í Hunza í tæp tvö ár, tók ég einn- ig að veita ófullkomna læknis- þjónustu, og fékkst þá einkum við lyflækningar. Raunar er ég ekki læknir að menntun, en allgóð kunn átta í líffærafræði og Asíusjúk- dómum gerði mér kleift að takast þessi læknisstörf á hend- ur. Að auki stjórnaði ég þrem- ur tilraunabúgörðum og kom á fót iðnskóla. Bohar gamli þjáðist af skyr- bjúg. Höfðu sýklar ráðizt á góm ana og myndað rótarkýli. Kýlin höfðu étið sig niður gegnum kjálkabeinið og út um holdið og húðina. Þegar ég hafði hreinsað sárin, gaf ég Bohar gamla C- vítamíntöflur gegn skyrbjúgnum og næringartöflur gegn beinkröm, er læsti sig um hnén. Gamli maðurinn var svo sem engin undantekning. Sjúkraskýlið var ætíð þröngtroðið af fólki, sem kvaldist og þjáðist af ýmsum kvill- um, beið lækningar og vitnaði óneitanlega gegn frásögnum vest rænna manna um „hina heilsu- hraustu Hunzabúa“. Meðan ég dvaldist í Hunza, veitti ég 5680 sjúklingum læknishjálp (annað sjúkraskýli var ekki að finna i ríkinu) Þessir sjúklingar þjáðust yfirleitt ekki af þeim kvill- um, sem herja á Vesturlönd. Taugasjúkdómar, magasár, botn- langabólga og liðagigt eru oþe': kt- ir heilsubrestir í Hunza. Einn karl- maður fékk heilablæðingu, og til mín komu fjórir hjartasjúkiingar. í þessum fjórum hjartaveilutilvik- um var orsök kvillans ýmist mýraköldublóðleysi eða ofreynsla í mikilli hæð. Til að mynda barði einn hjartasjúklinganna borið píanettu Mírsins ábrekkis tuttugu mílna vegalengd. Aftur á móti er mýrakalda algeng meðal Hunza- búa. Á þá herja að minnsta kosti tvær tegundir iðraonna, og er það skelfileg sjón að líta í fyrsta skipti mann með askaris- orma í göndli í skeifugörninni. Slíkur sjúkdómur er kvalafyllri en öll þau innanmein, sem þekkj- ast ekki í Hunza. Hunzabúar þjást og margir af trakómu, augnsjúk- dómi, er veldur tíðum blindu, lungnabólgu, berklum og ban- vænni blóðkreppusótt. Sýklar mynda oftlega illkynjaðar rnein- sendir í augum, tönnum og húð. Drengirnlr svala þorsta sínum í þorpsbrunnlnum. Til skamms tíma voru vatnsleiðstur óþekktur munaður I Hunza. Allt vatn / Hunza kemur frá iökulhettum f|allanna, og á tungu landsmanna nefnist það „jöklamiólk“. TtMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 73<X.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.