Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 13
ir hinni harkalegu meöferð á manninum, en úlfúð hafði risið meðal skipverja á hinni löngu siglingu, og hafði John Smith þá verið ákærður fyrir að stofna til vandræða og jafnvel samsæris, svo að ekki þótti ráðlegt að láta hann ganga lausan. En ekki mátti íiafa fyrirmæli félagsstjórnarinnar í Lundúnum að engu, svo að John var brátt leystur úr fjötrun- um og birtist á ný ofan þilja. Þó var honum meinað fyrst um sinn að taka löglegt sæti sitt í ráði nýlendumanna. Smith átti harla óvenjulegan fer il að baki, þegar hann kom til Virginíu um það bil 28 ára að aldri. Hann hafði verið hermað- ur á Niðurlöndum, stundað sjó- rán, setið í fangabúðum hjá Tyrkj um og verið gerður þræll þar i landi, en tekizt að flýja. Hann var hávaðamaður og nokkuð ófyrirleit inn, en hið mesta karlmenni og kunni þá list að láta aðra hlýða. Kom það sér síðar vel í þessari fámennu nýlendu, og fór brát! svo, að John Smith varð þar helzti ráðamaður og bjargaði því, sem bjargað varð, við erfiðar aðstæð ur. Skipin, sem fluttu landnemana vesfcur, sneru brátt heim, og þeg- ar nýlendumenn sáu hin hvítu segl hverfa við sjónhring, byrj- aði hin raunverulega líísbarátta á þessum nýju og framandi slóð- um, fyrsta baráttan við „villta vestrið" og sennilega sú erfiðasta. Vistir voru af skornum skammti og varla til lengri tíma en fjög- urra mánaða. Þess vegna mátti búast við skorti, ef nýlendumenn yrðu sér ekki úti um matvæli í þessu nýja landi, og það var ein- mitt það, sem þeir voru furðu ólagnir við.Að flestu leyti gekk nýlendumönnum hörmulega að byggja upp samfélag sitt í Jakobs borg. Ástæðurnar fyrir því voru fjölmargar, en þyngst á metunum var sú, að landnemar höfðu lítt verið valdir með tilliti til þess alvarlega verkefnis, sem beið þeirw. í fyrsta hópnum og þeim næstu voru aðalsmenn, kaup- menn, hermenn og samsafn margs konar ævintýramanna. Fátt var mönnum þessum sameigin- legt nema áhuginn á skjótfengnum SÍÐARI HLUTI gróða. Á öðru ári fluttust til dæm ís nokkrir gullsmiðir til nýlendunn ar, og hugsuðu þeir sér að smíða úr gullinu, sem þeir höfðu heyrt, að lægi hvarvetna fyrir fótum manna á þessum slóðum. En það komu allt of fáir bændur, verka- menn og smiðir, og ævintýramenn irnir hugsuðu of lítið um hin Jakob, sjötti konungur Skota og fyrstt konungur Englendinga (1603—25) meö því nafni. Á valdatíma hans náðu Eng- tendingar öruggri fótfestu í Vestur- heimi. nauðsynlegu störf eins og fæðu- öflun og byggingu húsa. Þeir eyddu tímanum í iðjuleysi eða þá slitu sér út í óskipulegri og árang urslausri leit að dýrum málmum. Lífið í nýlendunni var fyrstu árin næstum því samfelld barátta við hungur og skort af öllu tagi, skæða sjúkdóma eins og mýraköldu og síðast en ekki sízt við Indíána, sem leyndust í skóginum og voru fljót- ir til árása, þegar svo bar undir. Ofan á-allt annað bættist svo ósam komulag og úlfúð meðal landnem anna sjálfra. En þegar verst gegndi, var Tonn Smith hinn eini, sem ekki lét bugast og sífellt fann leið út ur hverjum vanda. Hann fór, þegar hungrið svarf að, á fund Indíána og keypti af þeim maís og fleiri matvæli. Einnig fékk hann hjá þeim sáðkorn og kom af stað akur yrkju. Hann lét og grafa brunna, reisa hús og varnarvirki. Og síðast en ekki sízt stanzaði hann hina tilgangslausu gullleit og skipaði mö'nnum í staðinn að höggva skóg og sendi dýrmæta timburfarma til félagsins í Lundúnum. Það var því mikill skaði fyrir nýlenduna, að John Smith varð fyrir slysi og hvarf heim til Englands. Ekki fékk hann leyfi hjá félaginu til að snúa aftur til Virginíu, og munu félagar hans vestra hafa rægt hann við stjórnina í Lundúnum. Dánartalan í Virginíu var mjög há, en það hjálpaði upp á viðhald og fjölgun, að nýir landnemsmenn komu með birgðaskipunum í hverri ferð, og skipskomur voru alltaf ejnu sinni á ári og stundum oftar. Árið 1609 komu þannig um 500 landnemar til Jokobsborgar. og þar af voru 90 konur. Hafði Lundúnafélaginu tekizt að safna saman og senda þessar stúlkur, aðallega vinnukonur af ýmsu tagi. til þess að nýlendumenn mættu kvænast og stofna sómasam- leg heimili. Varð uppi fótur og fit, þegar þessi kvennaskari birt- lst í Jakobsborg, og var varla klukkustund liðin, frá því skipið kom, þegar til þær fyrstu voru komnar í hjónaband, og innan viku voru þær allar gengnar út. Það krafðist gifurlegra fór-ia fyrstu árin að stofna til byggðar á þessum framandi slóðum. En smám saman vænkaðist hagur Virg iníumanna. Ævintýramennirnir hurfu, og þeir urðu eftir, sem strituðu fyrir daglegu brauð; i sveita sína andlitis, og þeir einir áttu sér líka einhvern tilverurétt þarna. Dýpst í eymd sökk þetta litla samfélag árið 1610. Þá varð þar alger matvælaskortur á út- mánuðum, og þegar birgða skip kom loksins í maí, voru margir orðnir hungurmorða, og aðrir drógu fram lífið á rótum og grasi. Sumir höfðu jafnvel lagzt á ná félaga sinna. Þessi aðkoma var svo ömurleg, að skipverj- ar ákváðu að flytja fólkið, sem eftir lifði, heim til Englands og ieggja þannig niður byggð í Jak- obsborg. Látið var úr höfn með hið hrjáða lið um borð og siglt niður fljótið, en áður en þeir komu út á hafið, mættu þeir þremur skipum. Leiðangurs- stjóri þeirra var nýskipaðui landstjóri í Virginíu, og kom hann nú með nægar vistir og 150 nýja landnema. Það var því snúið aftur til Jakobsborgar, og rná segja, að upp úr þessum þrenging um taki hagur nýlendunnar að vænkast, og nokkrum árum seinna breyttist Virginía úr fátækri verzi unarstöð í þróttmikið samfélag dugandi bænda. TlMIMV - SUNNUÐAGSBLAfc 73?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.