Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 18
Þetta er einn hinna frægu „öldunga" í Hunza. Hann segir vera níutiu og fimm ára, en varlegt er að trúa orSum hans. í Hunza ná fáír svo háum aldri. Hunza Fyrir rúmum áratug dvaldist ég í Ilimalajafjöllum og veitti for- stöðu sjúkraskýli í ævagamalli og hrörlegri kastalabyggingu. Þarna hélt ég dagbók og nú hendir tíð- um, að ég fletti þvældu kverinu og rifja upp gömul kynni. Þar stendur meðal annars þetta: „Salaam aleikum, Hazoor! ég er sárkvalinn,“ sagði Bohar gamli. Hann otaði fram hökunni, alsettri hvítum skeggnálum, og benti mér á eymslið. Ég leit á það og mig hryilti uppi. Gegnum hökuna og kjálkabeinið höfðu myndazt fjórar holur, jafn- ar blýanti að þvermáli, og seytlaði úr þeim vilsan. Ég bað hann að opna munninn. Tennurnar voru flestar krónulausar af sliti. Ég þuklaði neðra góminn, og fjórar tennur voru svo lausar, að ég gat kippt þeim burtu án þess að beita verkfærum. Bohar stundi og kveinkaði sér, en síðan færðist yf- ir hann ró, þegar vilsan miglaði úr rótarkýlunum.“ Þetta var i konungsríkinu Hunza, lítilli fjallbyggð á landa- mærum Kína, Kasmír og Afganist an. Á undanförnum árum hafa ótal ferðalangar lýst Hunza sem paradís á jörðu og sagt íbúa þess vera óvenju heilsuhraust fólk og ná feiknháum aldri. Þessar frá- sögur eru því miður alrangar. Frá því er vestrænir menn tóku að ferðast í fjarlægum stöðum, hafa hinir víðreistu spunnið í landa sína ýktar lýsingar á para- dísargörðum í austri. Engu máli skiptir, þótt slíkar lýsingar reyn- ist lygimál við nánari kynni af „Paradíis.“ Jafnóðum verða til frá- sagnir um nýja ódáinsakra, og þeir, sem lítt eru kunnugir hög- um fjarlægra þjóða, trúa frásögn- um þéssum í einu og öllu. Og hvernig hljóðar þá lýsing ferðamanna á Hunza? Sagt er, að Hunza byggi kynþáttur Múhameðs trúarmanna, og séu þeir afkom- endur fótgönguliða, sem heltust úr lestinni í austurför Alexand- ers mikla. Hunza er paradís á jörðu, segja ferðalangar. Innbyggj- ar landsins nærast á fábrotinni, en hollri fæðu, og þeir eru blessun- arlega lausir við átumein vest- rænnar menningar. Flestir verða 120 til 140 ára, og níræðir karl- menn geta börn við konum á sjö- tugsaldri. Eftir að hafa kynnzt lifnaðar- háttum Hunzabúa, er ekki laust við, að mér þyki lýsing ferðamanna bera keim miskunnarlausrar kald hæðni, því að fá þjóðarbrot munu eiga við jafn mikla erfiðleika að stríða og íbúar Hunza. Fyrirsagn- ir eins og „Heilsuhraustir Hunza- búar“, Höll lýðræðisins" og „Land ið, þar sem lifa engir fátækir“ hafa allar orðið til sökum þess, að vestrænir ferðalangar gefa sér yfirleitt ekki tóm til að kynnast þjóðinni og högum hennar til sæmilegrar hlítar. Hunza er verndarríki Pakistan. Pakistanstjórn sér um utanríkis- Árum saman hafa vestrænir ferðalangar lýst f jallríkinu Hunza sem paradís á jörðu og sagt, að hvergi annars staðar geti að líta hraustara og hamingjusamara fólk. í grein þessari eftir dr. John Clark lesum við nokkur sann- leikskorn um þetta „hrausta" og „langlífa“ fólk í Himalajafjöllum. 738 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.