Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 11
KVÆÐI Svartgráir klettar, þungir, þöglir; þjáning mín, þögul bfð mín, þjáning mín í þjáningu annarra, þögn mín í |>ögn annarra, þögn við þögn. Þokan, sem vefst um grjótið, úrsvöl, ógnþrungin; efi minn, leit mín að vörðum — eru þær engar — blinda mín í dimmunni — er hún komin til að vera um kyrrt — jj j þreyta mín — er bezt að gefast upp? Ilmurinn frá mjaðarjurtinni, lækningagrasinu; von mín, brothætt, bljúg, tvihuga, hrædd, veikbyggð í köldum kvöldgusti. Hvítur reykurinn frá laugunum, stigandi til himins; þrá mín, sem brýzt hungruð gegnum svalt loftið, upp. Eldrauður bjarminn á skýjunum, hreyfingarlaus uppi í háloftunum, horfinn sjónum einn morgun, alltaf kominn eitt kvöld; trú mín, ást þín, þú. Og yfir allan heiminn drýpur dögg af náð. J. I.' ur eru einnig að nokkru þýðingar, því skrifað stendur og rétt er: .JSkkert er nýtt undir sólinni," þótt hitt sé einnig rétt, að ekkert er að fullu öðru jafnt fremur en gómför manna. Þýðingar eru vandaverk, meiri vandi en flesta varir. Þar er ekki einungis efnis að gæta, heldur og bæði samhæfingar tveggja tungna og persónuauðkenna tveggja ó- líkra manna. Þýðandinn er því illa bundinn í báða skó, þar sem höfundur er stórum frjálsari að öllu verklagi og frágangi, hinn fyrrtaldi hefir erfiðara verk og miður rnetið, þótt vafasamt sé, hvort það er að nokkru minni manndómsraun eða minni nauð- syn. En eitt skyldu allir höfundar muna, aðalhöfundar og þýðendur að jöfnu, að hvert verk verður að standa undir þunga sínum og þola gagnrýni. „Góð meining enga gerir stoð,“ gaufi hún fram prótt- laus eða vansköpuð. Enn mun hollastur sá Hálfs- rekka siður að ryðja sér sjálfur til rúms með eigin verðleikum, en ætlast ekki til gefins sætis sér merkari manns, hvorki við kon- ungshirð Braga né á öðrum stöð- um. En ef sjá skal i gegnum fingur við einhvern, þá mun réttara að fyrirgefa heldur býð- anda smásyndir, en frumhöf- undi. Þýðandinn hefur oftast getu til að semja sjálfur, en metur annars manns verk meira en draum sinn um eigir. fram- leiðslu. Hversu rétt það er löngum og hagfellt viðtak- endum, má sjá á samanburði höfundar og þýðenda: Hómer — Gröndal, Goethe — Steingrímur Thorsteinsson Matthías — Shake- spear, Einar Bragi — Lorca, o.s. frv. Allir hafa þessir íslendingar sótt dýrari feng um haf en sprott- ið gat í þeirra eigin ökrum, og öllum er þeim afsakanlegt, þótt ekki tækist þeim að jafnaði að laga áorðnar misfellur frumrits- ins, allra helzt ef það var eftir þeim meiri mann. En engum þess- ara manna né annarra er bót mæi- andi fyrir það vansmíði og þá galla, sem þeir létu lubbast fram úr eigin penna, á meðan þeir réðu bæði efni og efnismeðferð og voru auk heldur sjálfráðir, hvort þeir birtu nokkuð eða ekkert. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 731

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.