Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Page 3
Mtar- Það er talsverðum erfiðlelkum bundið að þekkja I sundur höggorm og snák. Hinar bugðulaga rákir á höggorminum eru ekki óbrigðult kenniteikn, en það eru aftur á móti hvítir flekkir á bol snákfjis og kringlóttur augasteinn hans. Þegar höggormar vakna úr vetrardvala, leita þeir gjarn- an út á bersvæði. Þá er ekki óalgengt, að fólk taki snáka í misgripum fyrir höggorma og drepi þá. En snákurinn er í raun réttri skaðlaus skepna, friðsöm fiskiæta og froska Mörgum stendur ógn af tungu snáks ins, sem er löng, klofin og liðug, og halda hana eitraða. Tungan er í rauninni lyktarfæri, gegnir því hlutverki að soga loft að nefi snáks ins. Eiturtennur hefur snákurinn eng- ar, og hann getur ekki bitið fast. Komist hann í þröng, þenur hann sig iðulega út, og stundum veltir hann sér um hrygg og læzt vera dauður Þá er að geta þriðju varnaraðferð- arinnar, sem er næsta sérkennileg. Snákurinn sendir sem sagt gusu af daunillum vökva út um endaþarm- inn og beinir henni að andstæðingi sfnum. Snákurinn hlykkjast áfram — í orðs- ins fyllstu merkingu. Hann slær fram höfði og bolurinn dregst sund- ur og saman eins og harmoniku- belgur. Við hvern hlykk „spyrnir" hann í ójöfnur, sem fyrir verða. Kjörlendi snáksins er fjörur og rak- lendi, þar sem hann veiðir froska. Og hann leggur sér til munns ýms- ar tegundir fiska, enda er hann flugsyndur og getur verið óslitið í kafi allt að hálftima. Snákurinn gleypir bráð sina lifandi, en kjálkar hans eru þannig úr garði gerðir, að hann getur glennt út hvolftlnn. Röntgenmyndir hafa leitt í Ijós, að það getur tekið hann nokkra daga að melta bráðina. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 723

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.