Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 9
hóli og Víðimýrarseli og FrLðjóns jónssonar á Sílalæk og Sandi gerðu úr börnum þeim, er við þau ólust, er alþjóð kunnugt. En mikið má það vera, ef jafnokar þeirra Stephans G. Stephanssonar og Sandsbræðra verða margir i upp- vaxandi kynslóð allra helzt með ámóta tilkostnaði umfram ungl ingsverk. En ef friður til sjálfsmenntun ar rýrnar og alvörugefni gengur úr sér, þá má ekki minna koma til úrbóta en aukin skilyrði til þess að nota þá stundina, sem þó kann að vera óeydd, þegar búið er að ljúka af samlífinu á félagsheimili sveitarfélagsins við jafnoka sína og aðra sér verri. Þá þurfa efnilegir unglingar og þeir af rosknum mönnum, sem haldið iafa næmi og fróðleiksfýsn, að geta átt betri bókakost en Stehpan G. •tephansson hafði, þegar hann varð að hlaupa margar bæjarleiðir til þess að útvega sér lánsbók. Steph- an G. var ekki einn um bókaskort, Jafnvel sá hinn skriftlærði handrita krotari, sem vísa kunni á Gauks sögu Trandilssonar en gat ekki veitt sér hana sjálfur til lestrar eða endurritunar, hefði gjarnan mátt eiga sér fleiri úrræð’ tii fróðleiksauka. Úr þessum skorti hafa margir reynt að bæta og flestir eins og handritaskrifarinn með því að flytja almenningi annarra manna rit, og hversu margt, jafnvel af skáldritum, er eftir skráðan höfund? Mun ekki hitt réttara, að fjöldi þeirra sé eins konar þýðingar sama efnis, frá tugum bóka fengið og í hverri hinna síðartöldu meira að segja samantindar hugsanir og orðalag eða lærdómar annarra enn fleiri og eldri? Sumir hafa auk heldur þýtt brag arhættina eina, eins og talið er að Egill Skallagrímsson hafi gert, þegar hann flutti inn runhenduna, ef það er þá satt, að hún sé þannig hingað komin. Aðrir hafa snarað erlendum ljóðum í óbundið mál (þýtt orðin, en ekki framsetningar háttinn). Þeir þriðju hafa eins og María kosið sér hið góða, þ.e. auð- velda, hlutskiptið, og þýtt óbundið jnál í lausa ræðu áfram, en þýtt þó. Þá hafa ljóð, þótt þýdd væru í Ijóð áfram, stundum fengið að halda frumbrögum sínum, en aðra tíma orðið að íklæðast flíkum með öðru sniði, hafi þýðanda þátt ann- MatHiías Jochumsson er f tölu snjöfl- ustu Ijóðaþýðenda á íslenzka tungu. Hann þýddi einkum leikrit i Ijóðum og að auki fjölmörg Ijóð og kvæðabálka, þar á meðal Friðþjófssögu Tegnérs, sem margir telja beztu þýðingu hans. ar háttur tiltækilegri en frumbrag- urinn eða falla betur að eðli þess tungumáls, ei nú skyldi bera þau fram á. Þann hátt hafði t.d séra Jón Þorláksson á Bægisá á verk u-m sínum, þegar hann orti ri’ Miitons og Klopstocks upp undir Edduháttum. Ailt er þetta framantalda þýð- ingar, og allt hefur það stórum auk ið úrkosti íslenzkrar hugsun- ar, fjölgað leiðum og lagfært. Og allt ber það að þakka og það engu síður, þótt annað þyki með rétti hærra verði gjaldandi: Það sem nýtt er og frumlegt, svo sem nýyrki og uppgötvanir glöggra manna og frjórra, og er þó mjórra á milli stundum en talið er. Kvæða bálkur Stephans G. Á ferð og flugi er sannarlega frumort ljóðmæli, en á þó það sameiginlegt með þýðingum að segja séða atburði og heyrða eða ímyndaða á öðru tungumáli en áður hafði reynt sig við sumt af því, sem þar ber á góma. Sléttan rnikla og æviraun Ragnheiðar litlu var hvorttveggja að nokkru óunnið land íslenzku tungutaki, þangað til „óslygna skol uga“ fljótið birtist í íslenzkri bók og sléttunni þeirri, er „öll var sem endalaust borð“ var „ögn hallað rönd.“ Enginn veit nú, hvort nokkuð eða þá hve mikið af dæmum og líkingum kvæðabálksins hefur bor ið í tal á ensku eða íslenzku, áður en hann var kerfaður í bragliði, stuðlum studdur, rími bundinn og skráður, en hitt er víst, að skáldmæltum manni er löngum engin öræfaleið á milli séðra at- burða eða heyrðra ellegar lesinna og ljóðs um efnið. Margt svokall aðra frumortra skáldrita er því ekki fremur einkaeign og frum- smíð en beinar þýðingar. Munur sá, sem á-þessu tvennu er, er ef til vill mestur sá, að þýðandinn veit, hvaðan honum er komið efni og niðurskipun, auk þess, sem það er úr einum stað tekið, en svokall- aður höfundur getur verið vand- lega saklaus af að vita annað ?n hann fari með sitt eigið, þótt allt hafi verið í hann tuggið. Ef meta skal þýðingu, er það fyrsta aðgæzluefnið, hvort það verk veitir lesandanum nokkurt lífsgildi. Það er þá góð þýðing, sem gerir elsandann glaðari eða viðkvæmari, betri eða styrkari, vitr ari eða siðferðilega heilli mann en hann áður var. Hjá því er litils- virði, hvort haldið er bragarhátt- um og orðavali frumhöfundar, þótt um tæknilegar fyrirsagnir og véla- lýsingar sé hið niesta nauðsynja- mál að sleppa engu, og þótt það sé rétt og skylt að fara svo vel með verk annars manns sem geta leyfir, hvers eðlis, sem það verk kann að vera En hvað skal þá segja um gall- aðar þýðingar, erlend ljóð, sem afklæðzt hafa orðfegurð sinni og ef til vill glatað bergmáli því, er þau vöktu í hugarheimum manna, sem. kunnu frummál og þekktu lífshætti þá. er þau beint eða ó- beint vísuðu til? Dettur engum i hug þýðing Árna stiftprófasts Helgasonar, ef kastað er köpuryrðum að göllum þýðing- um? Jónasi Hallgrímssyni ofbauð þýðing Árna, en hverju hefir hún valdið? Afleiðing hennar er bvæði Jónasar, Móðurást, efnislega sama kvæðið, en kynni að þykja borga bæði pappír og fyrihöfn við þau öll þrjú: frumkvæðið, þýð- ingu Arna og enduryrkingu Jón- asar. Ef gengið er út fpá þvi, að þat hafi smekldítið Jsvæoi og illa eða miðlungu vel þytt orðið að lista- verki og mannbætandi kenndavaka þá mætti enn spyrja, hvort algeng TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 729

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.