Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 14
Þessi breyting var einkum að þakka einni ræktunarjurt, og það var tóbakið. Evrópumenn höfðu þekkt tóbak frá því á dögum KóJ- umbusar og samferðamanna hans, sem í upphafi Ameríkuferða höfðu kynnzt notkun þess hjá Indíánum, og neyzla þess hafði breiðzt út í mörgum löndum á 16. öld. Sagt var, að Walter Raleigh hafi inn- leitt pípu og tóbaksnotkun í Eng- landi, og þar í landi varð brótt mikill og öruggur markaður fyrir þessa vöru, þótt margir, og þeirra á meðal Jakob kongugur, teldu tóbaksnotkun skaðlega, bæði heilsu manna og siðferði. Árið 1612 hóf einn nýlendumanna, John Rolfe, að rækta tóbak í Virginíu, og árið 1614 sendi hann fyrsta tóbaksfarminn þaðan á markað i Englandi og fékk gott verð fyrir. Þar með höfðu hinir ensku nýlendumenn fundið sitt gull, og öll önnur ræktun mátti þoka fyrir yrkingu þessarar blað- miklu jurtar. Allmikið var um Indíána á slóð um Virginíumanna, og urðu oft viðsjár með þeim_ og nýlendubú- um fyrstu árin. Áttu rauðskinnar það til að sitja fyrir mönnum, er þeir fóru um skógana og gættu ekki fyllstu varkárni. Það, sem hélt aftur af þeim og kom í veg fyrir, að þeir legðu til allsherjar atlögu við íbúa Jakobsborgar, var ótti þeirra við skotvopn hinna hvítu landnema. En öðru hverju komst á friður, og áttu sér þá stað ýmisleg viðskipti nýlendumanna og rauðskinna og gagnkvæm- ar heimsóknir. Hins vegar var friðurinn ótryggur, og þurfti lít- ið út af að bera til þess, að frum- byggjar gripu til vopna og svik- ráða. En árið 1614 gerðist merkur atburður í sambúð þessara ólíku þjóðflokka. Þá gekk sem sé John Rolfe, helzti framkvæmdamað ur Jakobsborgar á þeim árum, að eiga Pókahontu prinsessu, dótt ur Indiánahöfðingja eða -konungs í nágrenninu. Tryggði hjúskapur sá friðsamlega sambúð um árabil. Hjónaband þetta vakti mikla at- hygli, einkum þegar þau heimsóttu England ásamt syni sínum, Póka- honta hafði þá verið skírð til kristinnar trúar, klæddist á enska vísu og þótti hin prúðasta í allri framkomu. Var henni tekið með kostum og kynjum, og með- al annars sat hún veizlu konungs. Jakob 1. Ieit afar stórt á konung- Tízkudindill með reykjarpipu. Myndin er frá þvi um 1600. — Tébaksraekt stuðlaði mjög að vexti og viðgangi Virginíunýlendu. legan uppruna og á að hafa spurt John Rolfe við þetta tækifæri, hvernig það megi vera, að hann, óbreyttur alþýðumaður, hefði gerzt svo djarfur að ganga að eiga raun- verulega prinsessu. Pókahonta lifði ekki lengi, því að hún and- aðist í Englandsferðinni 1617. En John Rolfe sneri affcur vestur, og frá honum og Indíánaprinsessunni eru komnar fjölmennar ættir, sem löngum hafa komið við sögu í Virginíu og haft þar mikil áhrif. Þrátt fyrir vaxandi velgengni í nýlendunni, einkum eftir að tóbaksræktin kom til sögunnar, gekk starfsemi Lundúnafélagsins erfiðlega. Hagnaður af verzlun- inni reyndist nauðalítill, og í stjórn félagsins var ósamkomulag um rekstur þess. Þegar vonir manna um gull og silfur þar vestra urðu að engu, sneri félagið sér að þvi að yrkja jörðina. Gerði það út flokka verkamanna, sem skyldu vinna þar á ekrum félagsins. Þess- ir menn báru jafnmikið úr být- ,um, hvort sem þeir unnu mikið ' eða lítið, og hafði félagið lítið upp úr tilrauninni. Kom þá brátt að því, að það lét hverjum landnema eftir vissa landsspildu til eignar, ef þeir vildu erja hana og nytja. Reis þannig með tímanum á legg fjölmenn stétt sjálfseignarbænda, og komust þeir vel af. Ákveðið var að vísu, að landhem^r skyldu greiða Iága leigu til félagsins, en innheimtan gekk erfiðlega, þar sem hvarvetna var nóg land að fá, og féll því skatturinn fljófclega nið- ur. Þegar hagnaðurinn varð eng- inn af rekstri félagsins, misstu margir hluthafanna fljótlega áhug ann og drógu sig út úr fyrirtæk- inu. Um síðir varð það svo gjald- þrota og var gert upp sem þrota- bú. Tók konungur þá við nýlend- unni sem eign krúnunnar árið 1624. Virginíumenn hörmuðu lítt endalok félagsins, því að oft höfðu aðgerðir félagsstjórnarinnar I Lundúnum stangazt á við skoðan- ir þeirra og hagsmuni. En áður en félagið sleppti hendi af nýlendunni, hafði það þó unnið eitt afrek, sem vert er að geta um. Árið 1619 hafði þáverandi land- stjóri, samkvæmt óskum landnema, kvatt saman kjörna fulltrúa þeirra á þing. Nefndist það borgaraþing Virginíu og hélt áfram árlegum fundum, þótt konungur tæki við æðstu stjórn nýlendunnar. Hlut- verk þingsins var að setja lög og reglur, jafna niður sköttum til sameiginlegra þarfa og starfaði auk þess sem dómstóll fyrstu ára- tugina. Ekki var borgaraþingið sér lega lýðræðisleg sfcofnun, og höfðu engir þai kosningarétt og kjör- gengi nema landeigendur. En þrátt fyrir ýmsa annmarka var þing þetta upphaf og fyrirmynd að þróun heimastjórnar og lýð- ræðis í ensku nýlendunum vestan haf§,. Er tóbaksræktin óx og plant- ekrur stækkuðu í nýlendunni, varð þar brátt mikill skortur á vinnuafli. Var gripið til margvís- legra ráða til að fá fólk vestur um haf, meðal annars að flytja þang- að fátæklinga, sem skuldbundu sig til að vinna þar ákveðið ára- bil, og einnig sakamenn. Þetta leysti þó ekki vandann nema að litlu leyti og gafst ekki sem bezt. En brátt var þetta vandamál leyst að nokkru á sama hátt og tíðkazt hafði í nýlendum Spánverja og Portúgala. Árið 1619 varpaði holl- enzkt kaupfar ankerum á höfn- inni í Jakobsborg, og buðu skip- verjar tuttugu svertingja til sölu. Nýlendumenn keyptu þá, og þar Framhald á 742. síSu. 734 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.