Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 21
Hinnar fábrotnu máltíðar neytir fjölskyldan á húsþakinu. Mk-t og á Vesturlöndum. Karl- mennirnir verja frístundum sínum í hópi karlmanna, og konurnar sækja einungis konur heim. Þær dansa einar sér í sjö til átta hundruð metra fjarlægð frá dans- palli karlanna, og vei þeim ungl ingspilti, sem klæðist fötum systur sinnar og laumast á kvennapallinn. Á Tumushuling, og aðeins þá, siátrar heimilisfaðirinn einum eða tveimur sauðum, og varnar loftkuldi kjötinu að skemmast, unz allt er uppétið nokkrum dögum eftir hátíðina. Og Hunzabúar leifa litlu. Þeir brjóta jafnvel lærlegg- jna og sjúga úr þeim merginn. Að lokinni síðustu kjötmáltíð verða menn að láta sér nægja vetr arfæðið. Smám saman þrjóta birgð ir af gulrótum óg kartöflum, þá hveitið, byggið, þurrkuðu aprí- kósurnar og loks telaufið. Á vorin er algengt, að fátækar fjölskyld- ur neyti einungis matar á tveggja daga íresti. Énginn verður hung- urmórða, en allir eru Hunzabúar soltnir. Daglegt fæði Hunzabúa er ger- sneytt feitiefnum, eggjahvítu- efnum dýra, A-vítamíni og D- vítamíni. Það inniheldur lítið magn af B-vítamíni og ónógan skammt af kalki. í apríkósum er dálítið af sykri og C-vítamíni, en mikil apríkósurækt er snauðuni búend- um ofviða. (í Hunza er stór aprí- kósulundur tákn um iiagsæld og mannvirðingu.) Hunzabúar ger- nýta aprikósuna líkt og hátiðar- sauðina. Þeir skera burtu kjarn- ann, brjóta hann og hirða möndl- una. Konurnar mala möndlurnar í steinsteytium og pressa síð- an úr duftinu þykka olíu. Aprí- kósuolían er einkuin notuð sem ljósmeti. Hún er beizk á bragðið, og skal engan undra, þar eð hún inniheldur töluvert, magn af blá- sýru, og fimmtiu dropar draga neytandann til dauða á fjórum klukkustundum. Karlmennirnir nota örf’áa dropa sem bitru í vínið sitt, og fyrir kemur, að hugsjúkar konur taki inn stóran skammt til þess að stytta sér alöur. Beinkröm og skyrbjúgur eru tíð ir vágestir í Hunza á vorin. Þessir kvillar eru þó ekki svo meinlegir, að þeir höggvi á líftáug manna, en ekki að síður losa þeir um tennur, hleypa kvölum í hnjáliði og aflaga rifin, svo að þau mynda „hið fagra brjósthvolf", sem ferða íangar þreytast aldrei á að lýsa og vegsama. (Þegar karlmennirnir fara úr fötum, sér glögglega, að „hið fagra brjósthvolf“ er þvd mið- ur afmyndað eftir beinkröm.) Fyrsta veturinn, sem ég dvaldist í Hunza, fékk ég aðkenningu að beri-beri, og var þó matur minn fjölbreytilegri en hinna innfæddu og yfrið nógur. Hvað veldur þessum skorti á nauðsynlegum næringarefnum? Ekki er sökin Hunzabúa. Þeir eru þrifnaðarfólk, vel greindir og vinna myrkranna á milli í sveita síns andlitis. Nei, sökin er landsins', sem þeir byggja. í hinu hrika- fagra Hunza er hvergi undirlendi. í augum Hunzabúa er sléttlendi jafn mikið undur og úthafið. Býli þeirra og þorp strúida á malaröld- um og grjóthólum, sem myndazt hafa úr framburði fljóta frá jökl- unum, og ræktanlegt land er ein- faldlega ekki nógu mikið og frjó- samt til þess að sjá Hunzabúum fyrir nauðsynlegri fæðu, en þeir eru nú taldir vera um það bil þrjátíu þúsund. Fjallahlíðar í Hunza eru mjög brattar, og verða bændur að reisa í þeim þrep, svo að akurskákirn- ar vinnist auðveldlegar. Veggúr þrepanna eru hlaðnir úr grjót* hnullungum, en hléðslan er mik- ið erfiði og unnin með höndunum einum. Ein ræktunarhlíð mældist mér vera sextíu gráður, og var hæð þrepanria tvisvar sinri- 7AT T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.