Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 6
M A R A Komdu og setzfu á klöppina hjá mér. Látum löörið sleikja tær okkar. Finnum vogunina þenja út brjóst okkar og gera okkur sterk. Líttu á, hvernig sjórinn í bræði sinni mölbrýtur tunglið og kastar brotunum fil og frá. — Nei, sjáðu fánann svarta með svona skjannahvíta leggi og höfuðskel. Komdu og leggstu á kiöppina hjá mér. Látum löðrið sleikja hreifa okkar. Páll Imsland. sem þeir Komu inn í frá norðri og kvíslin rann út. Svo langt sem þeir eygðu umhverfis dal þennan efst, var ekki annað að sjá en jök- ulinn og heiðan himininn. En þeg- ar jöklinum sleppti að neðan, tóku við hlíðar skógi vaxnar allt ofan undir láglendið, en þar sem skógurinn hætti, voru sléttar grundir, jafnfagrar og þær voru grösugar.“ Kvaðst Torfi þar vilja láta fyru berast og sagði bláu móðuna mann skæða vera, ef hún ynni þeim þar mein. Síðan lét hann reisa þar veglegan bæ, og stóð bú hans með hinum mesta blóma í dalnum. Samgöngur við byggð forðaðist hann, en lét tvo menn, þá er hann trúði bezt, fara hálfsmánaðarlega fram á fjallabrúnir að kanna, hvað bláu móðunni liði, en hún lá jafn- an yfir byggðinni og tók í miðjar fjallahlíðar. Þó kom svo um síðir, að hún hvárf, og nokkru þar eftir fluttist Torfi aftur með búslóð sína að Klofa. Önnur sögn hermir, að Torfi sendi tvo menn að grennslast eftir ástandinu í byggð, og fundu þeir engan mann lifandi. Annar þeirra snerti klæði eða þefaði af því, og féll sá dauður, en hinn fór aftur til Torfa. Var honum þá orðið illt í tá, og hjó Torfi hana af. Eftir dvöl Torfa í dalnum var jökullinn nefndur Torfajökull. Er hann fluttist aftur til byggða, vildu nokkur af hjúum hans ekki yfir- gefa dalinn, og lét hann þeim eft- ir bæ sinn. Var lengi haft fyrir satt, að niðjar þeirra byggju i Torfajökli og yllu slæmum heimt- um af Landmannaafrétti. En nokkru fyrir miðja nítjándu öld könnuðu Landmenn Jökulgilið og komust þá að raun um, að aðeins var jökul að finna, þar sem dalur- inn fagri átti að vera. Þjóðsögum ber jafnan að taka með varúð sem söguiegum heim- ildum. Þær spegla oft frekar hug- arheim sagnamannanna, sem geymdu þær um aldir, en raun- veruleikann sjálfan. Sögufnar um Torfa sýna, að menn hafa álitið hann skjótráðan og úrræðagóðan, en jafnframt ráðríkan og ágeng- an og í engu meðalmann. V. Eftir dauða Torfa gekk Helga, ekkja hans, til fullra sátta við Stefán biskup. Hinn 28. júlí 1505 gaf Stefán biskup eftirfarandi yf- irlýsingu: „Helga Guðnadóttir hef- ur gjört oss nægelsi fyrir þær fjársektir, sem hún varð oss skuld- ug vegna Torfa heitins Jónssonar, bónda síns, eftir því sem hún batt sig í svar fyrir um það, sem hann hafði misfara orðið við guð og heilaga kirkju og oss. Höfum vér uppborið í fjársektir af henni hér fyrir jörðina Köldukinn í Marteins- tungusókn í Holtum og Kolbeins- ey er liggur í Þjórsá. — Item hér til nokkurt silfur, svo og höf- um vér uppborið XXI hundruð í vor afgjöld. Hefir hún lofað oss hér til XI hundruðum og X aur- um þar til 1 afgjöld og sakeyri, en þó stendur til miklu meira, eft- Ir því sem dómurinn útvísar en fyrir hennar auðmýkt og góða eft- irleitan, höfum vér gefið hana kvitta og hennar erfingja og eftir- komendur um áður skrifuð af- gjöld og fjársektir, sem í dómin- um standa.“ Dómurinn, sem bisk- up vitnar til, er glataður. Helga Guðnadóttir lifði lengi eftir lát Torfa. Hennar er síðast getið á lífi 22. desember 1544, en 22. júní 1545 er hún dáin, því að þann dag fóru fram í Klofa skipti á eigum hennar. Börn þeirra Torfa og Helgu voru: Sesselja, giftist 1505 Þorsteini Finnbogasyni í Hafrafellstungu, \ auðugum höfðingja og sýslu- manni í Þingeyjarsýslu, og áttu þau mörg börn. Þorsteinn, átti Þorgerði, dóttur Sturlu Magnússonar í Dunhaga. Þau bjuggu fyrst á Vestfjörðum, og var Þorsteinn lögréttumaður það- an, en síðar í Hjörsey á Mýrum, sem hann erfði eftir móður sína. -Bjarni, átti Ingibjörgu, dóttur Sigurðar sýslumanns Finnbogason- ar. Hann bjó í Skarði á Landi 1529, en mun hafa andazt skömmu síðar, því að hann kemur síðast við skjöl 26. janúar 1530. Ingi- björg giftist aftur Jóni Skúlasyni. Kristín, giftist Þorleifi Einars- syni lögréttumanni frá Hofsstöð- um í Miklaholtshreppi. Þau bjuggu vestra, líklega á Knerri í Breiðu- vík. í í)rúðkaupi þeirra, sem haldið var í Hítardal 1525, var prestur- inn í Landþingum séra Vigfús Runólfsson veginn af manni þeim, er Þorvarður hét. „Hann var heila- höggvinn undir borðinu, því hinn vildi ekki hans bíða, sökum þess séra Fúsi var mikill losamaður.“ Jón, átti Þórunni, dóttur Einars Þórólfssonar á Hofsstöðum, systur Þorleifs. Þau giftust í Haukadal í Biskupstungum 12. nóvember 1525. Jón bjó í Klofa og varð þar úti í fjúki. Hann hafði hlaupið út fáklæddur að vitja fjár og fjár- manns, er fjármaður kom heim 774 T í iVl 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.