Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 18
Hann dró fram brauðhnúð og mælti: — Þetta fylgir pylsunum, svo að mér virðist allt mæla með því, að þú takir það til þín og neytir þess. Hún rétti fram höndina og tók við brauðinu. Og sem hún stóð þarna frammi fyrir honum, tætti hún það niður í smábita, sem hurfu jafnharðan ofan í hana með geypi- hraða. — Þú ert svöng, sagði Friggi umbúðalaust. — Ekki núna, svaraði hún ákÖf. — Enginn þarf að fyrirverða sig fyrir að vera svangur, svaraði Friggi með hægð. — Hvar var vinnustaður þinn í bænum? Hann spurði af áhuga, en án allr- ar forvitni. — Hvergi, sagði hún og dró við sig svarið. Ég hef verið í húsinu fram á síðasta mánuð, og ég hafði mánaðarlaunin í höndunum, þegar ég fór, en þeim hef ég nú eytt. — Það ætti ekki að vera miklum vandkvæðum bundið að komast þar að á nýjan leik, mælti Friggi sann- færandi. — Ég fékk engin meðmæli. Frú- in var reið yfir einhverju, sem hún sagði, að ég ætti sök á. — Stúlk- an leit nú upp og horfði beint fram an í Frigga: — En það átti ég ekki! Friggi heyrði, að hún var með grátstafinn í kverkunum og flýtti sér að segja: — Það getur fyrir alla komið, ungfrú, að vera órétti beittur, og það kemur fyrir okkur öll í ein- hverri mynd. Taktu þessu öllu með eðlilegri ró. Góð samvizka er bezta huggunin. Og þú finnur án efa einhvern stað, þar sem engra meðmæla gerist þörf, ef þú berð á annað borð gott skyn á inni- vinnu. — Ég geri það, sagði unga stúlk an, áköf og sannfærandi. Hana lærði ég heima, og hún fellur mér hið bezta i geð. En ég veit ekki.. . Það er eins og þetta sé allt farið að ganga öfugt. — Þú gætir kannski brugðið þér heim, mælti Friggi ofurvarlega. Stúlkan hristi höfuðið. — Það get ég alls ekki, því að faðir minn kvæntist í annað sinn, og svo hef ég ekki heldur neina peninga til ferðarinnar. — En þú hefur þó alltaf herbergi? spurði Friggi af lifandi áhuga. Hún var svo fjarskalega hnuggin, fannst honum. Hún hristi höfuðið þreytulega. — Ég gat ekki borgað, sagði hún þolinmóð — gat maðurinn alls ekki áttað sig á því, að ef maður borgaði ekki, stóð húsnæðið ekki heldur til boða. — Já, en hvað svo? — Nú var áhugi Frigga fyrst fyrir alvöru vakinn. — Og hvar býrðu svo nú? Hún kinkaði kolli í áttina að bekknum, og í einu vetfangi upp- götvaði Friggi, að undir setunni var gömul brún ferðataska. — Hefur þú hugsað þér að sofa þarna í nótt? hálfhrópaði hann. Hún yppti öxlum . — Það gengur víst ekki vegna lögreglunnar, en þá finna þeir mér ef til vill eitthvert afdrep. Sjálf veit ég ekki af neinum slík- um stað. Ef til vill þekkir lögregl- an einhvern stað, aðeins þangað til ég kemst einhvers staðar að, og svo gengur allt af sjálfu sér á nýjan leik. Hún brosti, eins og hún vildi hvetja þau bæði, Frigga og sjálfa sig. Honum virtist hún vera frem- ur fríð og hafa fallegar, hvítar tennur. — Heyrðu nú, sagði hann allt i einu. — Þú getur sem bezt sof- ið heima hjá mér í nótt. , Hún roðnaði upp í hársrætur, en hann flýtti sér að segja: — Þú skalt vera öldungis óhrædd. — Ég er það, en ég get hugsað mér, að konan þín . . . — Ég á enga konu, svaraði Friggi. En þar fyrir ert þú jafn örugg. Sæktu nú ferðatöskuna þína, og látum okkur svo sjá, hvað setur. Hún mótmælti ekki lengur, og Friggi sá, að hún var blátt áfram of þreytt til þess að geta veitt nokkurt viðnám. Hann kom litlu ferðatöskunni hennar fyrir í vagn- inum, lokaði honum og snaraði hon um því næst niður á hjólin. — Komdu, sagði hann. Svo lok- um við i dag. Þau gengu af stað, hlið við hlið. Götuysinn var þagnaður, allt var kyrrt, og þau héldu leið sína án þess að ræðast við. í einu af út- hverfunum ók Friggi vagninum inn í skúr, tók af honum vatnið, hreinsaði hann hátt og lágt og læsti hann að lokum inni í skúrn- um. Síðan tók hann tösku stúlk- unnar og gekk á undan inn í næsta anddyri. Þetta var eitt af hinum nýbyggðu húsum bæjarins, fallegt og vel úr garði gert, en með smáum íbúðum. Þau gengu alla leið upp á loft. — Jæja. Þarna er nú nafnið mitt, sagði Friggi og benti á nafn- spjaldið á hurðinni. En hvað heit- ir þú? — ElsaJensen. — Gott og vel, svaraði Friggl og gekk á undan inn í ganginn. — Og hérna bý ég nú. Hann kveikti ljós. í íbúð hans voru tvær stofur, eldhús og steypi bað. Húsgögnin voru snotur, og á kommóðu stóð skip, fullbúið að mestu, en reiði þess var þó ekki enn þá fullgerður. Elsa gekk að skipinu og horfði á það hugfangin. — Þetta er ég að föndra við i tómstundum mínum, útskýrði Friggi. — Ég var í siglingum einu sinni. Hún kom varlega við reiðann, sem lá samanvafinn á tveim triss- um með snúruleggingum. —Þetta er fallegt, hvíslaði hún. — Bróðir minn gaf mömmu einn- ig svona skip einu sinni. Ég vona, að stjúpmóðir mín geymi það. Hún lét höndina síga og litaðist um. — Þú átt hér vistlega íbúð. En hvað það hlýtur að vera ánægju- legt fyrir þig að búa hér. — Ég er líka svei mér ánægður með það, svaraði Friggi sannfær- andi. Og nú skaltu líta í kringum þig hér inni. Ég hef hér einnig svefnherbergi, því að ég er einn af þeim, sem eru svo gamaldags að kæra sig ekki um sóffa, þegar hægt er að finna stað fyrir rúm. En í stofunni hérna er góður legubekk ur, og þú þarft ekki annað að gera en læsa hurðunum, bæði dyr- unum inn til mín og fram á gang- inn. Þá ertu engu óöruggari en þó að þú hefðir tekið þér gistingu í gistihúsi. Á morgun getum við at- hugað, hvort ekki er auglýst ein- hvers staðar í Möðunum, og þá skaltu sannarlega detta niður á eitthvað, sem þér hentar. Friggi dró fram teppi og lök á meðan hann sagði þetta. Brúnu ferðatöskuna lét hann upp á stól. — Sofðu svo vel, sagði hami og gekk inn í herbergi sitt. —óska þér hins sama, mælti stúlkan i hálfum hljóðum. Hún stóð á miðju gólfi og horfði á eftir hon- um. — Og þakka þér einnig fyiir alla góðvild þína, bætti hún við með hægð. Friggi kinkaði kolli og iokaði 786 T f M i N N - SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.