Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Síða 20
um, enda þótt hún væri alls ekki heil heilsu. Honum þótti vænt um, að sölunni skyldi vera lokið í fyrra lagi, því að þá gat hann undir eins ekið heim. í eldhúsinu stóð bakki og beið hans, svo að hún hafði farið á fætur. En þegar hann leit inn í stofuna, var hún í værum svefni. Lasleiki Elsu hélzt í fjóra daga. Samt klifaði hún án afláts á því, að hún vildi leggja hönd að verki í litlu íbúðinni hans. Friggi setti sig á engan hátt upp á móti því. Hon- um duldist ekki, að hún kunni því einna bezt, þegar á henni hvíldu einhver heimilisverk. Þegar líða tók á daginn, settist hann við borðið og hélt skipssmíðinni áfram. Út- varpið var í gangi, en í því heyrð- ist afar fágt, og Elsa lá á legubekkn um og horfði á hann. Þetta var næstum því eins og að vera kominn í hjónaband, hugs- aði Friggi og brosti til hennar. Hún var ekki stúlka, sem mikið var gefin fyrir mælgi, og hann var þakklátur fyrir það. Hann hafði ekki mætur á þeim, sem létu móð- an mása í tíma og ótíma. Að morgni hins fimmta dags komu tvö svarbréf við tilboðum þeirra. Annað þeirra — og það, sem hagstæðara var — var frá bú- garði í nágrenninu. Launin voru góð, og meðmæli voru ekki nefnd á nafn. — Þangað skrepp ég og lít á stað inn, sagði Elsa. — Þú getur sem bezt sagt, að þú búir hjá einhverri fjölskyldu, sagði Friggi. —Þakka þér fyrir, svaraði Elsa fegin. Þegar hún kom aftur, hafði hún ráðið sig til starfa. — Ég á að byrja eftir þrjá daga, sagði hún. — Það er gott, sagði Friggi. — Þá getur þú þvegið af mér fáein- ar flikur — eða lízt þér ekki vel á það? Og þú hefur einnig gott af þriggja daga fríi í viðbót. Þegar Friggi kom heim um kvöldið, rakst hann næstum því á snúrur með nýþvegnum flíkum, og meðal annars, sem á þeim hékk, voru sumar af skyrtunum hans. Hvað umhirðu klæðnaðar snertir, olli hin skammvinna dvöl Elsu i íbúð hans algerum straumhvörfum. Hún vann með hóglátu öryggi en hraða þó, og Friggí naut þess að M miðdegisverð sinn vel fram reidd an og skyrturnar snyrtilega strokn ar. — Elsa! Fyrsta kvöldið, sem þú átt frí, förum við saman á bíó, mælti hann. — Ég fæ mann ul að vera með vagninn það kvöla. Og í fyrsta sinn heyrði hann Elsu hlæja, hátt og glaðlega. — Ég stend í þakkarskuld við þig, Friggi, sagði hún. — Nú, jæja sagði Friggi. — Þú skalt nú ekki svo eindregið ímynda þér það. Þegar Elsa átti frí, dvaldist hún löngum heima hjá Frigga, og ætíð höfðu þau eitthvað til umræðu sín á niilli. Elsa tók með sér sauma, og Friggi lagði síðustu hönd á skipið. Og svo byrjaði hann að saga út bókahillu. — Hvers vegna hefur þú aldrei fengið þér konu? spurði Elsa dag nokkurn. Friggi lagði stingsögina frá sér og leit á hana. — Ég hef víst ekki hitt neina stúlku, sem mér leizt á, svaraði hann. Hún leit upp og horfði beint á hann. Friggi veitti því eftirtekt, að hún var sífellt jafnföl. — Þú verðskuldar svo sannar- lega að eignast góða konu, sagði hún með hægð. Hann brosti. — Þú annt mér alls góðs, Elsa. — Já, svaraði hún og laut yfir saumana á ný. — Og hvers vegna er svo jafn- lagleg stúlka og þú ekki lofuð? spurði hann með eilitlum stríðnis- hreim í rómnum. — Ég er nú ekki nema tuttugu ára, svo að það ætti ekki að þurfa að farast fyrir, svaraði hún, og raddblærinn gaf til kynna, að sam- talið mætti að skaðlausu beinast að einhverju öðru. — Tuttugu ára. Og ég er þrí- tugur. Finnst þér það mikill aldur að vera þrítugur, á ég við? Hún hristi höfuðið. — Ungu piltarnir eru oft svo brigðulir, sagði hún. Friggi horfði lengi á höfuð henn ar. Hún hefur áreiðanlega Öðlazt sina reynslu, hugsaði hann. Hann hefði viljað þekkja þann strák- hvolp, sem hafði farið illa með Elsu, og velgja honum undir ugg- um. Þetta kvöld fylgdi hún honum að vagnskýlinu og stóð þar hjá honum. — Þú lætur þér verða kalt, sagði hann. — Farðu svo beina leið í heibergið þitt, þegar þú kemur hejm. Hefur þú sæmilegt herbergi, EÍsa? -m er reglulega þokkaiegt, svaraði hún og hallaði sér upp að borðröndinni. Það var eins og hún vildi með engu móti fara heim í bvöld. — Kannski býðurðu upp á kaffisopa einn góðan veðurdag? mælti hann og í röddinni var ein- dreginn spurnartón. — Já, svaraði hún himinlifandi. — Hvenær sem þú vilt. Þau brostu hvort til annars, og loks kom að því, að Elsa kvaddi og hélt heim á leið. Miðvikudaginn næsta á eftir átti Elsa frí, en Friggi heyrði ekkert frá henni og ekki heldur næstu daga fram til helgarinnar. Hann saknaði Elsu. Hann var að öllu samanlögðu svo undarlega ein- mana, reikandi sál, þegar þau voru ekki saman. Á einn eða annan hátt var hún farin að verða óaðskiljan- legur hluti af tilveru hans. Þegar komið var fram á sunnu- dag og hann hafði ekki ennþá heyrt stakt orð frá Elsu, hjólaði hann út til búgarðsins, þar sem hún var í vist. Ung stúlka lauk upp fyrir hon- um. — Ungfrú Jensen? spurði hún undrandi. Já, en hún fór hinn fyrsta þessa mánaðar. Ég er ný þjónustu- stúlka hér. — Svo, sagði Friggi furðu lost- inn. — Farinn? En hvert? — Veit það ekki. Svarið var snubbótt. — Þér vitið þá ef til vill ekki heldur, hvers vegna hún fór úr vistinni? spurði Friggi. — Nei. Ég veit það eitt, að frú- in er alveg æf. Raunar hef ég ekki verið hérna nema fjóra daga. — Nú, jæja, svaraði Friggi von- svikinn, tók hjólið sifct, kvaddi og fór leiðar sinnar. Hvað var nú þetta? hugsaði hann. Gat Elsa ekki haldið þeirri vinnu, sem hún var ráðin í? Orða- kast við frúna, — já, en það var alveg sama sagan, þegar hann hafði hifct hana á bekknum. Hann hjólaði fram og aftur um bæinn. En að sjálfsögðu var þess varla að vænta, að hann fyndi hana. Göturnar voru fullar af skemmtigöngufólki, því að það var sunnudagur. Elsu sá hann ekki. Hann beið svo dögum skipti. Því næst setti hann svohljóðandi auglýsingu í blaðið: 788 TÍIJKN - 8UNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.