Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 19
Teikning: Þórarinn Þórarinsson. dyrunum á milli þeirra. Hann heyrði hana búa um sig á legu- bekknum og rjála eitthvað við dót sitt. En því næst varð allt hljótt. Hið síðasta, sem hann gerði sér grein fyrir, áður en hann sofnaði, var það, að stúlkan hafði ekki haft fyrir því að læsa hurðunum tveim. Morguninn eftir byrjaði Fríggi á því að fara í bað. En því næst fór hann niður til að ná sér i brauðbita. En þegar hann kom upp aftur, var stúlkan þegar kom- in á stjá og honfin inn í eldhúsið. Hún var búin að finna bollana og koma þeim á borðið og var byrj- uð að hita kaffi. — Góðan dag, sagði Friggi hlæj andi. — Ég hélt, að þú svæfir enn. Hún brosti örlítið. —Ég var nokkuð snemma kom- in á fætur, mælti hún með játn- ingarhreim, en ég held þó varla, að ég hafi vakið þig — eða hvað? — Nei, svaraði Friggi. En hvers vegna svafstu ekki út? —Ég verð að útvega mér ein- hverja vinnu, svaraði hún hrað- mælt. — Það tekst án efa, svaraði Friggi og gekk inn í stofuna. Þar var búið að koma öllu í fyllstu röð og reglu og opna gluggana. Þetta var þó hugsunar- söm stúlka, hugsaði hann og rýmdi til á borðinu, svo að bollabakk- inn kæmist þar fyrir. Það var nota- legt að hafa hana hjá sér. Hún var svo snyrtileg og hæglát. En hann kunni ekki við vangana henn- ar, sem voru ekki fölir í dag, held- ur þvert á' móti slegnir heldur miklum roða. — Ég er hræddur um, að þú hafir ofkælt þig þarna úti á bekkn- um, mælti hann. Hún tók höndum um vangana. — Já, hvíslaði hún. — Ég er sjálf hálfhrædd um það. Hann breiddi dagblaðið á borð- ið og las allar auglýsingar, þar sem óskað var eftir stúlkum til heimilis starfa. Einkum vöktu tvær aug- lýsingar, sem kváðu á um sérstak- lega auðkennd tilboð, athygli þeirra. — En ég get ekki beðið eftir að vita, hvað ofan á verður hjá þeim, sem þar eiga hlut að máli, mælti Elsa. — Þar að auki hef ég ekkert fast heimilisfang. — Þú getur vel átt heima hjá mér nokkra daga, sagði Friggi — og ef þú kannt betur við að gera eitthvað til endurgjalds, geturðu gert það með því að strjúka hér af. Nú ætla ég niður í verksmiðju til uppgjörs, og svo kaupi ég eitt- hvað í morgunmatinn um leið. Ég vona, að þú getir haft ofan af fyrir þér á meðan. Og svo ættir þú að hengja kjólana þína upp frammi í gangi, svo að þeir verði ekki allt of þvældir. Svo fór hann. Þegar hann kom aftur héngu fjórir eða fimm fall- egir kjólar í ganginum. í eldhús- inu var allt i röð og reglu, og þeg- ar hann kom inn í svefnherbergið, sá hann, að Elsa hafði bæði búið um rúmið og þvegið gólfið. Sjálf lá hún á legubekknum í stofunni með rauðar kinnar og gljáandi augu. — Þetta er víst venjulegt kvef, sagði hann. — Taktu nú lifinu með ró. Svo blanda ég rommpúns handa þér. Elsa svaraði ekkL Mestan hluta dagsins lá hún í móki og veitti þvi naumast nokkra athygli, þegar hann ók af stað um kvöldið. Allt kvöldið var Friggi að hugsa um ungu stúlkuna heima. Hún hafði komið öllu þar svo ágæt lega og notalega fyrir, fannst hon- TlHINN - sunnudagsblað 787

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.