Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 10
Lárus Salómonsson: ÁVARP til Sigurðar Herra skólastjóri og glímukappi Sigurður Greipsson, og frú Sigrún Bjarnadóttir. Virðulegu gestir. Ég óska þér, Sigurður, konu þinni og börnum, ættingjum og vandamönnum, innilega til ham- ingju á þessum merku tímamótum Ég þakka þér, Sigurður, fyrir ihin mörgu og miklu störf þín á 70 ára áfanga leið þinni. Blaðsíðan, sem þú hefur skrif- að í íþrótta- og menningarsögu þjóðarinnar, mun ávallt lesin og þykja þjóðleg og lýsa merkum hugsjóna- og bjartsýnismanni, — manni, sem stefndi og komst hátt, en átti þó við marga fjárhagslega erfiðleika að berjast, en lét aldrei bugast nú blekkjast, — og geyma þessar hringhendur nokkuð um orðstír þinn: Hátt við gengi hugðir rétt, hvers manns strengir gjalla, léztu engan ómanns-blett á þinn drengskap falla. Fornum brennur arni 1, æsku kennir funa, ástsæll rennir augum því árdags menninguna. Héðan sérðu allt sem átt, er því gerður vegur, Jofstír berð og manndómsmátt, maður ferðuglegur. Áfram vorar, gróður grænn grær og spora neisti. Markið skorað vökull vænn vekur þor og hreysti. Greipssonar Mér er ijúft að tala til og um Sigurð, og verð því orðfleiri en æskilegt væri fyrir samkomuna, því ég geri enga athafnaskrá en tala í myndrænu máli. Mín orð verða ekki borin sam- an við annarra, því ég ætlaði ekki að vera gestur hér. Því ég er ekki nemandi af skólanum, en dómgreind mín hefur verið nem- andi þar og virt skólastjórann og skólann mikils, enda að kunnum verðleikum. — Þess skal getið, að ég sótti glímunámskeið hjá Sig- urði haustið 1924 að Sandhóli í Ölvesi, og kom þar á fáeinar æf- ingar. Lýsingu á Sigurði frá þeim tíma geymi ég í vísu á braghend- um hætti: Man ég enn þann ítra mann, hve úr sig skar hann. Glæstur þá á velli var hann, vel af knáum líka bar ham Skúli Þorleifsson glímukapp’, hvatti mig til að fara hingað með allsterkum lýsingarorðum, svo ég varð sannfærður um, að ég hefði gott af að vera við, þegar kempan í Haukadal yrði heiðruð, og þá mundi ég heyra snjallra manna tungutak, ræður og bund- ið mál. Ég dýrka íþrótta- og orð- iistar-menn, og því er ég hér kom- inn, en þessi ferskeytla segir: Varla skapast viðhorf ný vaskur fram þó sæki, boðsmenn sjá, að ber ég í bakkafulla' læki. SigurSur Greipsson. Ég nefni hér og síðar heiti háttanna. Það er gaman að þekkja heiti þeirra og form, ekki siður en heiti glímubragða. Ég minnist enn orða, sem eidri maður sagði eitt sinn við mig, ungan að árum. Hann sagði: „Þeg- ar ungmennafélagsstefnan greip um sig hér, var okkur bent á að læra sjálfsstjórn, andlega og lík- amlega. Okkur var bent á, að það væri lítilmannlegt að sýnast meiri en maður væri með ýmsum lát- bragðslátum, svo sem að þenja brjóstið, reigja sig og/eða ská- skjóta augunum upp í loftið og láta sýnast með því vitur og mik- ill hugsuður, — einnig að dilla sér í hnjánum og sýnast glíminn og Iipur, og svo framvegis. Okkur var kennt að venja af okkur gallana og vera þéttir á velli og þéttir í lund, en be~a ekki utan á okkur sýndarmennsku Okkur var bent á að vera hrein- Iyndir og einlægir — að feg"a hugsun okkar og sjónarmið, — að fegra málið, — og ef menn væru flámæltir, þá að venja sig af því, og því var stofnað til málfunda. UMF-hreyfingin mótaði marga til þess betra, en of fáa. Spekin segir: Ég segi þér, un«i maður, að sá sem getur ekki van- ið af sér gallana, hann getur held- ur ekki numið kostina og list- ina, svo að list verði, en ná langt og þeir menn taka oft höndum saman og segja: Við erum þeir lærðu og útvöldu, við samfylkjum Þeir gera minnisborða sína breiða og stækka skúfana. Sigurður Greipsson hefur ekki Ávarp þetta var samið í tilefni af 70 ára afmæli Sigurðar Greipssonar, skólastjóra, 22. ágúst 1967, og 40 ára afmæli íþróttaskólans í Haukadal og flutt í hófi «1 heiðurs honum að Aratungu. Birt hér að ósk þeirra, er hófið sétu. 778 T I H 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.