Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 3
fUHBU* Mkir- SSSSr Þegar isa leysir á vötnum í Svíþjóð, taka stanga- veiðimenn þar að hugsa sér til hreyfings — og það gera geddurnar líka. En ekki er algengt, að geddur séu veiddar á stöng um þetta leyti — um hry-ning. artimann gefa þær ekki gaum að öðru en viohaldi stofnsins. Geddurnar koma upp að landi til þess að hrygna, er isa rekur frá ströndum. ísgeddurnar litlu eru oftast naer fyrstar á ferð, en stórar laufgeddur reka lestina. Gedd- an á sér ekkert bú, en fyrir kemur, að hængarnir skjóta upp kryppu likt og kettir og reka eljara á braut. íS-'íííí: v • ': ■ Hæng, er nálgast hrygnu, sem ekki er kynþroska, er vísað á bug með höfuðbendingu. En hafi hrygnan náð kynþroska, gefur hún hængnum jákvstt svar með þvi að synda ör- hægt áfram. Hrygna og hængur synda hlið við hlið. Hrygnan gýtur, þegar hængur- inn danglar i hana með sporðinum, og er svilin streyma út úr hængnum, dreifir hann úr hrognunum með sporðsveiflu. Gedduhrogn er 2,5 mm í þyermál, en hlutfallið milil stærðar þess og stærðar frjósins er hið sama og á milli fimmeyrings og títuprjóns- hauss. Það tekur frjólð 1 mín. að komast inn i hrognið og frjóvga Tíu punda hrygna gýtur 85 þúsund hrognum. í hverjum rúmsentimetra af sviljum eru 20 milljarðar frjóa. Þegar hitastig er hagstætt, frjóvg- ast hrognin svo að segja öll. Þau klekjast út á tíu til tólf dögum. Seiðin festa sig í fyrstu við gróður, en kirtlar við nefið gefa frá sér límkennt efni. Þau synda svo upp á yfirborðið, fylla sundmagann lofti og fara á veiðar. En mörg geddu- seiðl verða öðrum fiskum að bráð. Gedduseiði eru kjaftvíð mjög og geta gleypt bráð, sem er litlu mlnni en þau sjálf. Þau vaxa ört — fjögra ára gedda vegur yfirleitt um tvö pund. Hængar verða stærri en hrygnur. Þyngsta gedda, sem um getur í Syiþjóð, vó 52 pund. T í 1V1 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 77fl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.