Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 8
STORMURINN MIKU Vetrarbyrjun árið 1703. Þetta var ekki einungis storm- ur. Þetta var stormurinn, Storm- urinn mikli, válegasta fárviðri, sem geisað hefur á Bretlandseyj- um. Daniel Defoe, höfundur Rob- in-son Crusoe, kynntist sjálfur veð- urofsanum og ritaði allnákvæma lýsingu á hamförum lofts og lagar, byggða á eigin reynslu og frá- sögnum fjölmargra landa sinna. Lýsing Defoes tekur af öll tví mæli um, að þessi ógnvænlegi stormur er mesta skaðaveður, sern dunið hefur á Bretlandseyjum. Verst lét undir morgun aðfara nótt laugardagsins 27. nóvember Stormurinn herjaði um gervallt Bretland, en var þó skæðastur i suðurhluta landsins. Hvarvetna fyrir sunnan Liverpool olli storm- urinn talsverðu tjóni, og syðstu héruðin urðu algerri eyðingu að bráð. Heldur jók á hrylling þessa ofviðris, að undanfarinn hálfan mánuð höfðu þvilíkir stormbyljir lamið utan land og haf, að elztu menn mundu ekki annað ein< veðuriag. Sökum þessa hafði urm ull skipa leitað hlés við ströndina og þau lágu nú tugum sarnan fyr- ir akkerum utan við sérhveri höfn í suðurhéruðunum og biðu þess, að veðrið lægði. Þau, sem siglt höfðu að landi, bar löngu fyrr til heimahafnar en ráðgert var, en hin, sem stefndu frá ensk- um höfnum, urðu að snúa við sökum gífurlegra mótvinda. í slíkum veðrum er ráðlegast rf liggja ekki inn á höfnum, þær eru ekki siður hættulegar í storm en úthafið sjálft, og skipin lágu þvi flest á innsiglingaleiðum upp við ströndina. Á íimmtudeginum 25. nóvoin- ber dró heldur úr ofsanum og loksins virtist veðrið ætla að batna Brúnin léttist á sjómönnum, og fólkið í landi glettist og hló eins og oft vill verða, þegar lægir lát- laus stormviðri. Önuglyndir skip- stjórar þefuðu út í loftið, hugsuðu sem svo, að þeir gætu máski iagt f hann á morgun eða hinn dag- lnn, og þeir hræktu- í fyririitn- Ingu framan í veðurguðina. í landi var mönnum tíðrætt um á- hrif iilviðra á gigtina og skapið, og allir hlökkuðu til að geta loks- ins sofið án þess að heyra í gegn um svefninn vonzkulegt gnauðið í vindinum. Þessar vikur höfðu | verið slæmar, en nú voru betri tímar í nánd. í Plymouth kallaði Henry Win. stanley saman nokkra verkamenn og sagði, að þeir mundu fara út í Eðvarðssker næsta morgun og framkvæma þær viðgerðir á vita- húsinu, sem ekki hafði verið unnt að ljúka sökum veðurs í tvær vikur og voru nú án efa brýnni en nokkru sinni fyrr. Árla morg- uns 26. nóvember hélt hann svo út í skerið ásamt mönnum sínum. Enn var töluverður sjór, og marg ir réðu Henry frá þ*í að fara, en hann var staðráðinn í að lagfæra vitahúsið og lentj við skerið síðla im daginn Veður hélzt óbreytt síðari hluta föstudagsins og fram á kvöldið. Flestir voi-u gengnir til náða, er vindurins snerist skyndilega til suðvesjanáttar skömmu fyrir mið- nætti, og magnaðist á svipstundu, og æddi síðan óslitið í fimm tíma vfir láð og lög eins og grenjandi villidýr. Þrumur voru engar, það an af síður rigning, og eldingar sáust hvergi svo að heitið gæti. Það var einungis rok Qok. sem skyndilega ærðist og v gereyð- andi þrymjandi fárviðn. Þessi æðisgengna nótt mun seint gleym- ast enskum mönnum. Öskur hvið- anna glumdi án afláts í eyrum fóiks og vakti meiri ugg en sjálft ofurafl veðurguðanna, er sýndi þó enga miskunn. Auðtrúa sálir töldu þetta forboða efsta dags. Þær féllu á knén og þusuðu kynstr in öll af bænum, eða hnipruðu sig saman undir sænginni og grétu eins og börn. Enn jók á óhugnað næturinnar, að tungl var nýtt, og hana varð að þreyja í svartamyrkri. Hriðir aí þakplötum o.g þakflís- um lömdu sérhverja borg og sér- hvert þorp í Suður-Englandi. Hrör legar byggingar hrundu til grunna en af þeim, sem rammlegri voru, stóð oftlega ekkert uppi nema burðargrindin. Fólki, sem fiúði úr hrynjandi húsunum, stóð mik- il hætta af hleðslugrjóti, timbur- lurkum og öðru siíku, sem féll til jarðar úr klóm stormsins, og margir kusu fremur að deyja í rúmi sínu eða kremjast sundur hjá arninum. Veðurhæðin var svo mikil, að þungar þakplötur flugu bókstaf- Iega langar leiðir og skullu íil jarðar með slíkum krafti, að þær grófust 20 sentímetra niður í gras svörðinn. Hvarvetna réðist veðrið gegn skorsteinum, og þeir féllu niður einn af öðrum og ristu húsin í tvennt rétt eins og hnífsblöð -:>ða lestu þau bókstaflega til grunna. Tré rifnnðu upp með rótum eða brotnuðu á þvert, og stærstu eik- ur létu jafnt undan veðrinu ssm fíngerðustu aldintré. íbúarnir í Stowmarket voru af- ar hreyknir af nýju turnspírun-ii' sem þeir höfðu reist á kirkjunni í stað hinnar eldri, sem hafði <'er- ið orðin hrörleg. Á fyrstu stim u Stormsins mikla svignaði nýja spír an í keng, brotnaði innan skamms féll þversum yfir kirkjuþakið, rauf á það gat og hafnaði á kirkju- gólfinu. Höll heilags James skemmdlst töluvert, er skorsteinar féllu ofin á þakið með brauki miklu og bramli, og drottningin varð >ð forða sér í skjól í kjallaranum. Fallandi hleðslusteinar eyðilögðu einnig varðskýlið hjá Whitehall, og átta varðmenn særðust. Tölu- verðar skemmdir urðu á West- minster Abbey, og einnig varð tjón á háskólabyggingum í Oxford. Væru menn og skepnur á ferli úti við, flutti vindurinn hvoru tveggja með sér nokkurra metra vegalengd. Einn maður ferðaðist þannig tæpa sex metra. Fuglar lostnir skelfingu, mörðust utan í húsveggina, skullu niður á jörð- ina og drápust í þúsundatali. í sveitaþorpi einu tókst lítið hús á loft og lenti í heilu lagi nokkrum metrum frá upphafleg- um grunni. Ekki tók betra við á vestur- ströndinni, þar sem var háflæði mikið. í Bristol eyðilögðust vörur að verðmæti 150.000 pund, þegar flæddi inn í vörugeymsluhús og verzlanir, er stóðu við höfnina. Stormurinn æddi beint á mynni árinnar Sevepi, og fióðbylgjan óx 776 T í 1» I N N — gUNNUBAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.