Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 17
Friðiik Christensen — í vina- hópi almennt kallaður Friggi — strauk fSTttmálað borðið, svo að hver minnsta matarögn hvarf á svip stundu, hallaði sér svo fram með olnbogana á borðplötunni. Jú, hún sat ennþá á bekknum þarna fyrir handan í hálfrökkri milli tveggja götuljósa. Allt of smágert andlit hennar ljómaði eins og fölur máni. Hún getur ekki verið öllu meira en nítján ára, hugsaði Friggi, og sarnt gerir hún ekki annað en sitja þarna og bíða. Slik meybörn áttu að vera heima hjá sér og hvergi annars staðar. Þau áttu ekki að sitja hér úti á miðju torgi klukk- an ellefu að kvöldi. Það var kalt í veðri, og frá höfninni lagði þoku- sudda inn yfir bæinn. Það glóði Karen Brasen: á blöðin á trjánum vegna vætunn- ar, og svo sat hún hér ein og lét sér verða kalt. Friggi varð að líta af stúlkunm í bili, því að viðskiptavinur, sem heimtaði fjórar pylsur án brauð- bnúðs, en dável vættar í sinnepi, truflaði hann. Friggi afgreiddi þetta með lipurð og leikni og vafði aukaumbúðum um rjúkandi pyis- urnar, því að í umbúðir skyldu þær settar. Kaupandinn taldi fram pen- ingana í flýti og hvarf út í kvöld- húmið. Friggi lét lokið á rafmagnshit- arann og nallaði sér aftur fram á borðið. Maður nokkur reikaði fram með pylsuvagninum og fór mjög rasandi. Friggi sá, að hann var ekki sem stöðugastur á fótunum. Jæja, hugsaði hann — nú fær hún karlmann til sín, tátan þarna fyrir handan. Maðurinn náði að staulast að bekknum, og því næst hlammaði hann sér niður við hliðina á stúlk- umii. Hann sló fingri upp undir hattbarðið. — Góðan dag, ungfrú. Heniar það ekki ágætlega, að við séum hér tvö ein? Stúikan hnipraði sig saman ] þunnri kápunni og lét sem hún heyrði ekki til hans. Fjárans vand- ræði, bugsaði Friggi. Til hvers skollans er hún þá að sitja þarna á þessum tíma sólarhringsins? Náunginn leitaði betur fyrir sér, lagði hönd á öxl hennar og hneigði sig kumpánlega. Nú, nú, hugsaði Friggi. Hún er bara hrædd. Hann heyrði náung- ann, sem var nokkuð nefmæltur, hefja röddina upp á hærri tón- ana: —Svo að hún er þá tiginborin, ha? mælti hann hneykslaður. Mað- ur hefði kannski átt að vera ein- kennisbúinn? Nú fannst Frigga tími til þess kominn að skerast í leikinn. Hann veiddi tvær pylsur upp úr hitaran- um, setti sinnep og brauðhnúð á pappírinn og tók tuttugu og fimm aura upp. úr skúffunni. Svo gekk hann yfir að bekknum. — Gerðu svo vel, ungfrú, mælti hann — og afsakaðu, hversu lengi stóð á þessu. En það var hætt að sjóða í hitaranum. Það verða að- eins 75 aurar, svo að þú færð 25 aura til baka. Stúlkan leit á hann. Augun voru stór og fjólublá, allt of alvarleg augu. Hún rétti fram granna hönd og tók við pappírsvöfðum pylsun- um. Hún roðnaði eilítið og ætlaði að segja eitthvað, en Friggi greip fram í fyrir henni: — Það fylgja tveir brauðhnúðar, og ef þér viljið fá fleiri, getið þér bara gert mér viðvart. Hinn náunginn hafði sig nú á brott, og Friggi gekk aftur áleiðis að vagninum. Nú var þessi ókunni maður alveg horfinn, en stúlkan horfði ráðvillt á eftir Frigga. En hann gerði ekki annað en kinka kolli, eins og hann vildi telja í hana kjark, og gekk svo inn í litla, hlýja vagninn sinn og tók sér stöðu á hinni háu fótafjöl bak við af- greiðsluborðið. Næst komu tvö skötuhjú, sem flýttu sér að hesthúsa pylsurnar og töluðu ekki orð saman þá stund- ina. Friggi gat gefið stúlkunni gaum, á meðan þau neyttu matar- ins. Nú var hún búin með pyls- urnar. Þvilík býsn, hugsaði Friggi. Hún hefur þá verið alveg glorso'lt- in. Viðskiptavinirnir hurfu á brott, og í sama bili stóð stúlkan á fæt- ur og kom til hans. — Kærar þakkir, sagði hún lágt og feimnislega og lagði tuttugu og fimm-eyringinn á borðið. — Viltu fá einn brauðhnúð í við bót? spurði Friggi. Hún hristi höfnðið. — Ég vildi aðeins fá þér tutt- ugu og fimm-eyringinn aftur, hvísl aði hún og ýtti peningnum að hon- um. Svo bætti hún við, svo lágt, að Friggi gat naumast greint orða- skil: — Það var fallegt af þér að afhenda mér þessar pylsur, en það er verst, að ég á ekkert til að borga þær með. — Þú getur þá bara borgað þær BEKKNUM seinna, svaraði Friggi góðlátlega. Stúlkan leit á hann. Friggi var þrítugur að aldri, ekki tiltakanlega fríður sýnum, og eitt sinn, er hann var í siglingum, hafði vír slegizt þvert yfir vanga hans, svo að eftir varð ör, sem ennþá sást greinilega. Hann var breiðleitur og nokkuð stórskorinn og hafði hraustlegan hörundslit. Önnur hönd hans dró sérstaklega að sér athygli hennar. Hún var flúruð þvert yfir úlnlið- inn og flúrið myndaði spjót — eða kannski var það kesja. Hann hafði hreinar, stuttklipptar neglur, og hann hafði eitthvað það við sig, að yfirbragð hans minnti á eitthvað ferskt og fágað. — Ég veit ekki, hvernig ég á að fara að þvi að inna greiðsluna af hendi, endurtók hún með mestu hægð. — Guð sé oss riæstur, sagði Friggi glaðlega. Þessa 75 aura! Kærðu þig kollótta um þá. — En það geri ég ekki, sa .'V hún, næstum því þrjózkulega, að skuldir hef ég aldrei átt \ höfði mér. Móðir mín sagði, að - sem skuldar, væri þræll. — Þú hefur átt skynsama móð- ur, ungfrú góð, sagði Friggi. — Þetta er einnig mín grundvallar- regla. STÚLKAN Á TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 785

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.