Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 21
„Elsa er beðin að heimsækja Frigga.“ Én þetta bar ekki árangur. Kannski sá hún alls ekki þess háttar auglýsingar. Svo gafst hann alveg upp. í huga hans lifði þó stöðugt dauf von um það, að hann kynni að hitta hana að nýju. Og kvöld nokkurt gerðist það, fyrir atbeina einnar þeirrar tilvilj- ana, sem ef til vill er stýrt, án þess nokkur verði þess var, af vel- viljuðum örlögum. Það var um kvöld, þegar Friggi átti frí, að hann tók vagn starfs- bróður síns, sem vegna sjúkleika gat ekki farið í vinnuna, og fór með hann á vinnustað hans. Þetta var í útjaðri bæjarins, ekki iangt frá bústað Frigga, .og vagninum var komið fyrir andspænis neðan- jarðar-járnbrautarstöðinni. Og þjrna skaut Elsu allt í einu upp á þrepunum, sem lágu upp úr göngunum, beint frá brautarpall- inum upp á götuna. Hún var í sömu þykku siðkápunni og með rauða húfu, prjónaða úr einhverju voðfelldu efni. Friggi bað í skyndi þá viðskiptavini, sem biðu af- greiðslu, að hafa sig afsakaðan litla stund. Hann flýtti sér út úr vagn- inum, og honum tókst að hafa hendur í hári Elsu. — Eisa — hrópaði hann og þieif í annan handlegginn á henni. — Hvar í ósköpunum hefurðu ver- ið, kjáninn þinn? Hún leit á hann, og hann sá, að hún var ekki jafngíöð yfir endur- fundunum og hann. Hún mælti ekki orð frá vörum. Af munnsvip hennar mátti glöggt ráða, að hún var gráti næst. — Ég ætlaði að heimsækja þig, sagði hann, ég gat ekki skilið, hvað olli fjarvist þinni. Komdu nú með heim, heyrirðu það? Ég hef, í fá- um orðum sagt, leitað að þér bæ- inn á enda. Hún hristi höfuðið. En Friggi sleppti henni ekki. — Bull og þvaður, sagði hann. — Erum við kannski ekki gami ir, góðir vinir? — Jú, svaraði hún hlýlega. Svo bætti hún við lágum rómi: — Ég vissi ekki, að þú hefðir hreint og beint verið áð leita að mér. — Ég þráði þig, Elsa, sagð: ihann stiililega. Og hann veitti þti athygli, áð nú fylgdist hún með honum af frjálsum vilja. Hann hafði hraðar hendur við af- T í M I N N - SUNNUDAGSBLA4) greiðsluna, og loksins voru þau orðin ein. — Hvað ert þú að sýsla hérna? spurði hann. — Ég fékk hérna herbergi á leigu gegn því að gera hreint, svar- aði hún hálfafundin. — Þú hefðir nú getað látið mig vita, hvernig í öllu lá, sagði Friggi með hægð. — Ég var hrædd um, að ég kynni að missa þig, hvísiaði hún. Friggi seildist yifir borðið og náði taki á hönd hennar. — Það gat aldrei átt sér stað, Elsa, sagði hann. — Það er eitt- hvað í okkur báðum, sem segir mér, að við eigum að fylgjast að. — Æ, Friggi. Ekki í mér. Þú ert allt of góður fyrir aðra eins drós og mig. — Það get ég ekki séð, svaraði hann rólega. — Heldur þú, að ég sé orðinn þrítugur án þess að hafa hlaupið af mér hornin? Þú skalt fyrir engan mun halda, að ég hafi alltaf verið eitt af góðu börnun- um. Ég er einungis orðinn slyngn- ari — það kemur með árunum, ef það á annað borð kemur nokk- urn tíma. Hann þrýsti hönd hennar, hlýtt og fast. — Þú . . . Var þetta ástæðan til þess, að frúin sagði þér upp vistinni . . þessi fyrsta? Hún stokkroðnaði, en gafst svo upp við að veita viðnám lengur og kinkaði kolli. — Það var sonur á heimilinu. Hann var fær í flestan sjó, og ef til vill var það heimskulegt af mér En mamma var nú dáin, og ég þarfnaðist vináttu einhvers. Ég sé það svo sem nú, að þetta var barnalegt. — Þú varst áreiðanlega ekki ein föld, greip Friggi fram i. — Það ætti vissulega að mega hafa góða trú á mannfólkinu. Hvers vegna giftist hann þér ekki? — Hann var enn þá að læra! — Og svo hefur hann sjálfur verið ragur og móðir hans þver- lynd, sagði Friggii — Þetta er gömul saga, en þó ailtaf ný, og mér virðist, í sannieika sagt, að ég eygi ágætisendi á þessu ævin- týri þínu. — Sérðu góðan endi? spurði Elsa með gremjublandinni hæðni. — Að ég eigi barn með manni, sem vill ekki eiga mig? — Já svaraði Friggi drjúgur og kinkaði kolli. — Nú getur þú bara beðið, þar til ég loka. Síðan fæ ég leyfi til að aka vagninum inn í reiðhjólageymslu stöðvarinn- ar, og svo fylgi ég þér heim. Og þá skalt þú bara fá að heyra, hvað ég hef að segja. Elsa stóð við borðið, þar til Friggi var búinn að selja pylsu- forðann. Á eftir lölluðu þau í hægð um sínum um hljóðlátt hverfið. heim að húsinu, þar sem Elsa b.jó. — Manstu eftir fyrsta kvöldinu, sem við urðum samferða heim? spurði Friggi. — Þá var allt svo hljótt. Göturnar sofa, þegar ég ek heim. Elsa kinkaði kolli. — Er það fkki oft fjarska dap- uriegt? spurði hún. — Þessi langa leið, sem þú þarft að aka á hverju kvöldi? — Jú. Það er það — þessa stund ina, játaði Friggi. — Þessa stundina? — Já. Sjáðu til, Elsa. Þennan stutta tíma, sem þú bjóst hjá mér, var ég eins og hvert annað dekur- barn. Þá var það allt í einu svo undur þægilegt að vita^þig heima, liggjandi í fasta svef.ni. — Ó, Friggi! — Eisa! Ég veit vel, hvers vegna þú laumaðist á brott, án þess að segja við mig aukatekið orð. — Ætli það? svaraði Elsa og brosti. Friggi stöðvaði hana á götunni og lagðj hendurnar um herðar henni. — Það var vegna þess, að þú hafðir uppgötvað, að ég féll þér ekki illa í geð, mælti hann með hægð. — Og veiztu, hvers vegna ég er svona glaður yfir því, að ég skyidi um síðir finna þig aftur? — Nei. Ég held, að ég vifí það ekki. — Jú. Þú veizt það vel, Elsa, því að það er af nákvæmlega sömu ástæðu. Við tvö eigum samleið. Og nú tekur þú saman föggur þín- ar, og á morgun er heimiii þitt hið sama og heimiii mitt. Og svo fáum við prest til að géfa okkur saman. — Nei, nei, nei, Friggi. Það get ég ekki. — Bull, sagði Friggi snöggt. — Já, en . . . Þér ber þó alls engin skylda til .. . — Skylda? Þetta var þó andstyggilega kulda legt orð. Hann vafði hana að sér. 789

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.