Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 15
Öræfum — Hofshreppi — eru rösklega hálft annað hundrað, og er þó aðeins búið á sjö jörðum. En i Öræfum hefur alla tíð verið margbýlt á flestum jörðum, og nú eru býlin þar alls seytján: tvö á Skaftafelli, þrjú á Svínafelli, fjögur á Hofi, eitt í Hofsnesi, tvö á Fagurhólsmýri, fjögur á Hnappa völlum og eitt á Kvískerj- um. Öræfingar búa nær eingöngu við fé, en auk þess er selveiði töluvert stunduð frá Skaftafells- bæjunum og dálítið frá Kvískerj- um. — Hvernig er selveiðinni hag- að. Jakob? spyrjum við. — Selveiðitímabilið hefst í lok mai og stendur út júnímánuð. Sel- urinn er ýmist fangaður í net, sem látin eru reka fram í árósana, eða rotaður á fjörunum þar hjá. Við fáum vatnadreka Vegagerð- ar ríkisins, sem stendur þama nið- ur frá, leigðan til þess að ferja okkur yfir ósa Skeiðarár. Drekinn er annars ekkert notaður, nema hvað Svínfellingar fá hann leigð- an á haustin til þess að flytja fé yfir ána, en dálítið graslendi vest- an ár heyrir Svínafelli til. — Hvernig veiddist í sunar? — Óvenjuilla. Heildarafli okk- ar á Skaftafelli var ekki nema rúm lega tvö hundruð kópar. í fyrra var hins vegar gott selveiðiár. Þá fengum við alls yfir fjögur hundr- uð eða um það bil heliningi meira en í sumar. Svo hefur Ií.ka orðið talsvert verðfall á selskinn- um. Nú eru greiddar tólf hundr- uð krónur fyrir fyrsta flokks skinn, en var seytján hundruð, þeg ar hæst var. Það lætur að líkindum, að Öræf- ingar hafa lítil skipti við íbúa í næstu sveitum, og hvað félagslíf og skemmtanahald snertir, verða þeir að búa að sínu. En þeir hafa tekizt stórmannlega á við þennan vanda, og stendur félagsstarfsemi með blóma i sveitinni. Á hverjum vetri æfa Öræfingar leikþátt og sýna í samkomuhúsi sveitarinn- ar á Hofi, og hlýtur það að telj- ast vel af sér vikið í jafnfámennri sveit. Þá er þorrablót fastur liður 1 skemmtanalífinu, og oftsinnis er efnt til félagsvistar á veturna. Á sumrin eru svo haldnir dansleikir hálfsmánaðarlega, og ekki sækja Öræfingar hljóðfæraleikara út fyr ir svéitina frekar en aðra skemmti- krafta. Ég minnist þess að hafa heyrt, að mýs væru ekki í Öræfum og kettir þrifust þar ekki sakir leið- inda. Ég spyr Jakob, hvort þetta sé rétt. —Nei, segir hann, — það er af sem áður var. Músa varð vart hérna fyrir nokkrum árum, og þær tímguðust afar ört eins og alltaf, þegar þær nema ný lönd. Nú hefur heldur dregið úr músa- ganginum, en þó er áreiðanlegt, að aðgerðarleysi þarf ekki að hrjá kettina hér í sveitinni. Stöðugt hækkar í fjóshlöðunni á Bölta. Feðgarnir segja okkur, að ein heykvíslanna, sem við erum með, eigi sér óvenjulegan feril að baki. Hún steyptist sem sagt af heyhlassi ofan í Skaftafellsá, sem er ærið vatnsfall, en fannst svo rekin tveimur árum síðar alllangt niður með ánni og er nú komin aftur til síns heima. En það kem- ur í ljós rétt fyrir hættur, að áin hefur ekki skilað feng sínum ó- skemmdum: kvíslin hrekkur í sundur, þótt ekki sé þjösnalega með hana farið. Inni loga rafljós, en vatnsafls- stöð er í Bæjargilinu. Rafstöðvar eru við alla bæi í Öræfum, því að svo vel hittist á, að alls staðar eru lækir, sem unnt er að virkja. Eins og kunnugt er, voru Skaft- fellingar brautryðjendur í bygg- ingu og notkun heimarafstöðva, og kenndi þar mjög áhrifa og verka afreksmannsins Bjarna Run ólfssonar á Hólmi í Landbroti. En Öræfi mun hafa verið einhver fyrsta, ef ekki alfyrsta, sveit hér á landi, þar sem rafmagn kom á alla bæi. Flestar rafstöðvar í sveit inni reisti Helgi Arason á Fagur- hólsmýri. Við fáum að fletta gestabók inni í stofu. Gestkvæmt er á Bölt- anum á sumrin, og eru býsna margir útlendingar, einkum Þjóð- verjar, í þeim hópi, sem þar hefur komið. Þarna er snotur vatnslita- mynd af Svartafossi eftir þýzkan listamann, og lesa má lýsingar gesta á göngu á Hvannadalshnjúk,. en allajafna er lagt upp í slíka göngu frá Sandfelli og tekur ferð- in upp um það bil sex tíma við góðar aðstæður. En mestan svip setur það á gestabókina, að hús- ráðendur fara þess á leit við fólk, að það yrki í bókina. Sá, sem eitt sinn hefur kynnzt því, hvernig tekið er á móti gestum á Bölta, veit, að slíkri beiðni verður trauðla neitað. Því er það, að ljóð skipa háan sess á síðum gesta- bókarinnar. Þessari stöku varpaði Hallgrím- ur Jónasson fram árið 1954: Hvar sem að ég flakka og fer frarn í rauða elli, bezt ég alltaf uni mér austur í Skaftafelli. Svo kvað Jökull Jakobsson ár- ið 1960: Þó ég orti í allan dag álnarlangan yndisbrag, varla mun það verða á við skáldskapinn í Skeiðará. Stúlka nokkur ensk skarst ekki úr leik við Ijóðagerðina: I like the farm, I like the skyr, I wish I could stay longer here. From Skaftafell all gold and green, Mig langar ekki heim til mín. Að endingu skal hér tekið upp ljóð Hornfirðings nokkurs: Þar sem fólkið elskar illfyglið og lofar hin óðu vötn, og blómin margfalda fegurð sína í skjóli skógarins og jökultindarnir minna lífið á tilveru guðs, þar er heilög sveit. Við ökum frá Skaftafelli í morgunsól föstudags. Við hugleið- um, hver muni_ verða framtíð þessa þjóðgarðs íslendinga. Ferða mannastraumur i Öræfi mun vita- skuld stóraukast eftir opnun Jök- ulsárbrúar, og þá er líklegt, að margir vilji dvelja í þjóðgarðin- um. Að sjálfsögðu þarf að koma til móts við þarfir gesta, en ekki er síður áríðandi að gæta þess, að friðlýsingin verði meira en nafnið tómt, en það verður naum- ast, nema sérstakur umsjónarmað ur verði á staðnum. Við stöldrum við á kirkjustaðn- uni Hofi. Guðshús Öræfinga er to'rfi klætt og litið, enda gamalt og sóknin fámenn. En eins og margar byggingar, sem smáar telj ast í sniðum, er það gætt ein- T t M I N N — SVNNUDAGSBLAÐ 783

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.