Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 13
gil tvö, sem eru skammt fyrir austan bæinn, Bæjargil og Eystra gil. Bergvatn er í þeim báðum og vatnsmagnið hæfilega mikið, að manni finnst, til þess að þokki þeirra megi verða sem mestur. Gil in eru alldjúp og niðurgrafin i brekkurótunum, og skógur vex alveg út á barma þeirra. í hvamrni einum í Bæjargili óx ellefu metra hátt reynitré, en þáð féll fyrir skemmstu, Við höldum áfram upp með því gili. Móts við bæinn er ur, þegar hlýjast er. Slík veður- blíða heyrir engan veginn til undantekninga á Skaftafelli, segja hjónin, og sólargangur er þar lang ur. Við gestirnir hrósum happi og göngum niður á sand. Heim- an frá bænum sýnist ekki ýkja langt til sjávar, en þegar kemur niður fyrir böltann, sem bærinn dregur nafn af, gerir maður sér grein fyrir, hvílíka skynvillu er þar um að ræða, enda eru tæp- lega þrjátíu kílómetrar út á ur í ána. Hannes Jóns- son, póstur á Núpsstað, komst í hann krappan í Skeiðarárhlaupi árið 1934, en hann var á ferð aust- ur sandinn, er áin tók að vaxa. En Hannes æðraðist ekki og kom ekki til hugar að losa sig við póstinn, svo að för hans mætti ganga greiðar. Hann komst yfir um heilu og höldnu, og frekar en að bíða þess dögum saman, að hlaupið rénaði, brá hann á það ráð að reyna að komast vestur á jökli. Þessi mynd er tekin á Skeiííarársandi, vestan austustu kvíslar Skeiðarár. Til vinstri er skógivaxinn böltinn og eystri Skaftafellsbærinn upp á honum. Til hægri sést j sporð Svínafellsjökuls, handan Hafrafells, sem ber yfir baeinn. Yfir gnæfir Öræfajökull. Ljósmynd: I.S. allhár foss. Þar hjá hrapaði eitt sinn niður hestur, og virtist í fyrstu sem hann væri ómeiddur. Fn klárinn fór niður eftir gilinu og ei<?-aði inn með böltanum og gaf þar upp andann. Haldið var, að sprungið hefði í honum þindin. Gilið grynnkar nú á kafla. En spottakorn ofan við bæinn blasir við okkur eitt af náttúruundr- um þessa staðar: Svartifoss steyp ist fram af stuðlabergsþili, og stuðlaberg er einnig í brúnum hvammsins, sem þarna myndast. StuðJabergið er mjög reglulegt hér. og kvað það liggja til fyrirmynd- ar súlunum í Þjóðleikhúsinu. Og fossinn sjálfur er hinn friðasti, um tuttugu metrar á hæð, að við höld- um. og fellur beinn og óskiptur. Ætti enginn að fara frá Skaftafelli án þess að hafa gengið upp að Svartafossi, en fegurstur mun hann vera um hádegisbil i björtu veðri, þegar sólar nýtur í foss- hvamminuTO. Ðaginn eftir skín sól í heiði og bitinn nálgast tutt.ugu gráð- fjörur — sex stunda gangur, að talið er. Þarna neðaji frá er eink- ar góð sýn til Öræfajökuls, og þegar horft er þangað, hiýtur áhorfandinn að hrífast af hinum skörpu andstæðum: svartur sand- ur, sumargrænn skógur og hvít- ur jökull mæta áuganu i senn. Erfitt er að hugsa sér skóg njóta sín betur en í slíku landslagi. Við minnumst orða ferðamanna, sem farið hafa ríðandi austui yfir eyðilegan Skeiðarársand, að kom an í þessa gróðursælu vin hafi verið ævintýri líkust. En Öræfi voru þjóðbraut milli Suður- og Austurlands, áður en strandsigling ar hófust og samgöngutækni nú- tímans kom til sögunnar. Hafa ferðalög yfir Skeiðarár- sand oft verið slarksöm, enda yfir stórár að fara. Vestar á sand- inum eru Núpsvötn, Blautakvisl og Sandgigjukvísl, og spottakorn frá okkur beljar Skeiðará fram, mikið fljót. En vatnsmagnið núna er þó eklti nema brot af því, sem verður, þegar blaup kem- Var það svaðilför, þvi að jökull- inn var mikið sprunginn, en allt gekk vel, og náði Hannes heim til sín r með póst að austan — eftir rúmlega átján stunda göngu. Er efamál, hvort önnur póstferð til Öræfa og frá hafi verið harðsótt- ari. Eirvs og kunnugt er, hefur enn ekki verið ráðizt í að brúa ár á Skeiðarársandi og leggja þar veg vegna hlaup- anna. Er hér um mikið vandar mál að ræða. sem ekki verður leyst nema með ærnum tilkostnaði. En talið er mögulegt frá tæknilegu sjónarmiði að gera brýr þannig úr vegi, að þær standi af sér hlaup á borð við þau, sem komið hafa hin síðari ár. Þarf ekki orðum að því að eyða, hvílík samgöngubót yrði að vegi um Skeiðarársand. Má taka til dæmis, að nú eru taldir 979 kilómetrar eftir þjóðveginum milli Reykjavíkur og Hafnar í Horna firði, en væri unnt að fara Skeiðar árisand, myndi sú leið styttast um helming eða þvi sem nœst. TÍKINN - 8U NNUDAiOSBLAJff

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.