Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 11
fyllt þennan flokk. Hann hefur aldrei þurft að sýnast. Hann hef- ur numið kostina og listina. Hann hefur ekki gert minnis'borða sína breiða og stækkað skúfana, og þó hefur verið tekið eftir honum. Hann hefur fyrirlitið sýndar- mennsku. Að jafnaði hafa miklir athafnamenn og hetjur ódeigan kjark samfara geðríku skapi, sem ég tel Sigurð hafa. Vorkunnsemi er honum því síður geðþekk, eins og segir í þessari nýhendu: Hann vill ekki harmataþ hugurinn var aldrei deigur. Þetta er verðugt þakkar hjal, þetta er orði prýddur sveigur. Sigurður er gáfaður, menntað- ur og fróður og vel lesinn, ræðu- maður góður, orðhagur og skáld- mæltur, en fer dult með þá gjóf Hann er afburðamaður að hreyst og líkamsmennt. Hann er miör vel hreinskilinn, en kurteis þo. Hann er heiðarlegur og reglu- samur í öllu. Ágæti Sigurður, — vegna ails þessa vil ég gleðja gyðjur list- anna og færa þér og þeim kvæði, sem þakkarfórnir fyrir fylgd þeirra með þér á menningarbraut- um samfélags þíns, — við eflingu orðs og afls Allt þetta styður þjóðfrægð þín, góð kynning, viðmót og virðing hvarvetna. Kvæði. Ég færi þér, kappi, á dýrustu háttunum hug minn, og háttleikna þekkingin bregzt mér nú varla. Ég veit, að hver maður, sem reyndi bezt drengskap og dug þinn á dýrasta streng lætur hróður þinn gjalia. Og eifct drótthent erindi gefur þessa mynd af þér: Ungur. kveiðstu engu ítur meðal nýtra, trúðir þreklund þjóðar þroskastór og horskur. Fyrir frægsta hérað formaður óskorað, Skarphéðinn orðstír urpu yfir svo nafnið lifir. Sigurður fékk hugmyndina að stofnun skólans í glímusýningar- för til Danmerkur 1926 undir stjórn Jóns Þorsteissonar íþrótta kennara. íþrótta- og menningar- frömuðurinn Niels Bukh sá um ferðir flokksins úti, en hann mun hafa sýnt á fleiri stöðum en nokk- ur annar .flokkur hefur gert Bukh varð stórhrifinn af flokkn- um. Flokkurinn dvaldist í Olleiup og þar sá Sigurður fyrirmynd að skóla. Sigurður fór svo á skólann f .....WcT Það skin ber hátt af skólana frægu sveinum. Þinn skörungsbragur fylgdi sumum heim. Þú gafst þeim jafnt og gekkst ei fram hjá neinum, en gæfa hvers býr sér og ein hjá þeim. Og gæfa þín var göfg og fögur kona. Hún gaf þér bros og kjark við dagsins starf. Í ■CZC '-w. : ■ :WSS»|W»r,, V • * ' * ;Wm : stoSíif, v, ..., Á hlaðinu i Haukadal. í Ollerup, og eftir heimkomua reisti hann íþróttaskólann í Hauka dal 1927. Þú hefur lagt órofa tryggð við æsku- og ættarstöðvar þinar, reist hér helgasta verk skyldunnar, skól ann. Þú hefur lagt staðnum og skólanum allt áf þínu andlega og líkamlega mannkostaríka atgjörvi. Kvæði. Þú brauzt hér fram sem grein á sterkum stofni. Þinn styrkur býr við arfans djúpu hneigð: að vernda sitt frá artarleysis ofni, til ills var hvorki mund né skoðun sveigð. Þú glæðir dáð og þrek, sem treystir tryggðir. Þitt traust á stofn í hverjum fjórðung lands. Þér unna margir út uni landsins. byggðir, þvi öllum komstu nokkuð hér til manns. Þið sáuð stækka vexti ykkar vona og veitið staðnum söguríkan arf. Sigurður er trúaður og bjart- sýnn. Hann vill enga kveinstafi heyra, og rekum því Elli keningu út héðan meðan ég hleyp yfir akurlendur minninganna og ret þær fram í hrynhendum hætti, hætti hinna sterku tvíliða, en þessi hrynjandi er kölluð Trolls- háttur: Hér er gleði og Braga boðið bekkjar til í vina ylinn. Burtu leiðan kveinstaf kveðum, kvíðum engu. vösku drengir. Hetjan snjöll vill út með Elli augnablik á meðan stikum yfir liðnu æviskeiðin, æskudaga tún og haga. Upp með skapið, ekkert glepur okkar hag, nú talar Saga búin gulli, garp skal hylla, glymur skáli af hróðrar máli. Framhald á 790. síSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 779

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.