Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 14
Við göngum inn með bölt- anum og komum að Mor&á, er rennur um dal, sem ber nafn árinn ar og sameinast svo Skeiðaró. Skógarteygingar eru drjúgan spöl inn með ánni, og handan hennar blasir við einn þeirra þriggja skóga á íslandi, sem nafngreind- ir eru í landafræðinni, sem ég las í barnaskóla: Bæjarstaðaskóg- ur. Hann er ekki mikill að flatar- máli, en trén eru há, mörg um tíu metra, og beinvaxin. Upp- blástur er mikill á þessum slóð- um, og mun hafa gengið allmjög á skóglendið af þeim sökum. Ann ars er skógurinn í hrörnun, trén eru flest orðin gömul og feysk- in, og nýgræðingur nær iitt að skjóta upp kolli. Geta til þess legið ýmsar ástæður, en ágangi bú fjár er ekkj um að kenna, því að skógurinn hefur verið afgirtur um langt árabil. Vestan Morsárdals eru Skafta- fellsfjöll, mikið fjalllendi. Sagt er, að tröllkonur hafi verið þar fram á nítjándu öld og gert sér dælt við Öræfinga, þegar þeir voru í skóg- arferðum. En mannabyggð var forð um þarna undir Jökulfelli, skammt frá Bæjarstaðaskógi, og var þar hálfkirkja. Talsverðar skógartorfur eru þar og volgar uppsprettur tvær. Morsárjökull, alllangur skrið jökull, en ekki ýkja breiður, er fyrir botni dalsins. Steypist hann fram af fjallsbrún, og berast þaðan dunur og dynkir, þeg ar jökulfillur hrynja. Landslag er þarna tilkomumikið og ómaksins vert fyrir ferðalanga, sem hafa sæmilegan tima til umráða, að ganga inn í Morsárdal. En þangað er talsverður spotti frá bænum og seinfarið, og þeir, sem vilja komast í Bæjarstaðaskóg, verða að vaða Morsá. Við göngum til baka um Skaftafellsheiði, ofan skógar. Við höfum nú notið hinnar einstæðu náttúrufegurðar staðarins um stund, og á heimleið er ekki úr vegi að rifja upp fáein átriði úr sögu bæjarins. Þingstaður var á Skaftafelli, en nú sjást þar engin merki þinghalds, enda kann það að hafa varað stutt — þess er ein- ungis getið á síðari hluta tíundu aldar. Miklar búðarústir eru á Leiðvelli í Meðallandi, og má vera, að þar hafi verið þingað síðar. En allt um það geymist minning þinghaldsins á Skaftafelli í heiti sýslnanna og íbúa þeirra. Einn og sami sýslumaður er yfir hinu forna Skaftafellsiþingi, en annars er hæpið að tala um Skaftafells sýslur sem eina heild nú orðið. Sýslurnar teljast hvor til síns kjördæmis, og erfitt er um sam- göngur á milli þeirra, eins og áður getur. Það er ærnum erfiðleik- um bundið fyrir sýslumanninn í Vík að komast til eystri hluta lögsagnarumdæmis síns: hann verður að fara með bíl til Reykja- víkur og fljúga þaðan til Hafnar eða Fagurhólsmýrar, En þessi þingaskipun hefur kannski ekki verið óeðlileg á sínum tíma, því að skaftfellsku vötnin hafa þá ekki verið slíkur farartálmi sem síðar varð. Kunnastur þeirra ábúenda, sem verið hafa á Skaftafelli, mu.i vera Einar Jónsson, sem uppi var á átjándu öld. Hafa geymzt um hann ýmsar sagnir. Einar var þjóðhagi og smíðaði til að mynda ágætar byssur. Sagan segir, að hann hafi eitt sinn veðjað við danskan skip stjóra, sem sigldi á Djúpavog, um það, að til væri byssa á íslandi, sem jafnaðist á við byssu skipstjóra. Að ári liðnu fundust þeir aftur, og hafði Einar þá smiðað sér vandaða byssu. Þreyttu þeir þá með sér skotkeppni, og bar Einar sigur úr býtum, hæfði jafnan í miðju skot- marksins. Er sagt, að skipstjóra hafi líkað miður. — Önnur sögn er það, að Einar hafi gert við brotið akkeri af útlendu fiski- skipi, og ýmisleg skipti kvað hann hafa átt við tröllkonu eina í Skafta- feílsfjöllum. Árið 1748 felldi hann bjarndýr, og var slíkt fádæmi á þessum slóðum. — Son átti Ein ar, er Jón hét og var einstakur hagleiksmaður sem faðir hans og enn fremur mjög vel menntur til bókar af sjálfum sér. Svo líða tímar, og augu manna taka að ljúkast upp fyrir því, að Skaftafell á engan sinn líka, og hafa skrif vísindamanna, jafnt innlendra sem erlendra, sjálfsagt átt drjúgan þátt í því. En náttúrufræðingar hafa mjög sótt til Skaftafells, enda eru jölclar þar í rfæsta nágrenni, dýralíf og gróðurfar fjölskrúðugt (tæplega tvö hundruð tegundir háplantna hafa fundizt þar). Má geta þess, að sænskir vísindamenn hafa sam- ið heila bók um gróður og skor dýralíf á Skaftafelli. Og þar kom, fyrir fáum árum, að Náttúru- verndarráð beitti sér fyrir því, að ríkið keypti jörðina og að hún yrði friðlýst og gerð að þjóðgarði. Jalcob bóndi og . synir bans eru að fara að hirða hey, þegar okkur Pál ber að garði á Böltan- um. Sums staðar á túninu er erfitt að koma við vélum sakir bratta, og túnrækt heima fyrir er að sjálfsögðu skorður settar, en Skafta fellsmenn hafa leyst vandann með því að taka land til ræktunar austan Skaftafellsár. Hirðing af heimatúninu er ^angt komin, og segir Jakob sumarið hafa verið gott til heyskapar. Á meðan unnið er að hirðing- unni, fræða þeir feðgar okkur um málefm sveitarinnar. íbúar í Unnið að hirðingu á túninu á Skaftafelli. Ljósmynd: I.S. 782 TÍM.INN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.