Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 9
um átta fet. Árbakkarnir hrundu saman og vatni'ð flæddi yfir land- ið meðfram ánni. Fjölda bygginga skolaði burtu, og í héraði einu drukknuðu 15000 fjár. Biskupinn af Bath og Wales fannst kraminn til dauða undir skorsteininum af húsi sínu. Hann lá nærri dyrum svefnskálans, klæddur í náttslopp og hafði auð- sjáanlega verið að reyna að kor/i- ast út. Kona hans lá enn í rúm- inu, grafin undir tonnum af hleðslugrjóti og steinmylsnu. Eins og oft viil verða, þegar silkt fár dynur yfir, urðu til ótal furðusögur um björgun og dauð- daga manna. Lundúnabúi nokkur er sagður hafa sofið vært alla nóttina meðan ósköpin gengu á, og þegar hann vaknaði endurnærð ur, morguninn eftir, olli það hon- um furðu, hve bjart var inni í skálanum. Leit hann upp og sá, að þakið var horfið. Maður nokk- ur, Simpson að nafni, var þrábeð- inn að yfirgefa húsið ásamt fjöl-. skyldu sinni. Simpson skellti skollaeyrum við öllu slíbu kvenna- hjali og fór aftur að sofa. Fjöl- skylda hans hreiðraðí um sig nið- ur í kjallara hússins og hafðist þar við í rúma klukkustund, en konan reyndi þá aftur að telja um fyrir Simpson og fá hann til að flýja með henni. Simpson fullviss- aði hana um, að hann væri alls ekki hræddur og hefði yfir engu að kvarta, og bað hana lofa sér að vera einum. Hún yfirgaf húsið ásamt börnunum, og höfðu þau vart komizt yfir strætið, þegar byggingin hrundi til grunna. Maður nokkur í Holborn svaf eins og steinn alla nóttina, en er hann vaknaði, sá hann út gegnum þakið í blátt himinhvolfiðN Loft- bjálki, næstum þverbrotinn undan gífurlegu fargi af grjótmylsnu, brakaði og brast rétt fyrir ofan höfðalagið. Maðurinn skauzt ur rúminu, og jafnskjótt brotnaði bjálkinn undan þunganum og rúm ið grófst í möl og hleðslubrotum. John Hanson dvaldist í London í viðskiptaerindum og svaf um nóttina í Bell-Savage gLstihúsinu !á Ludgatehæð. Hann svaf vært í herbergi á annarri haéð, þegar skonsteinninn féll niður um þak- ið á húsinu, klauf tvær efstu hæð- Írnar, hafnaði loks í herbergi ftansons og braut heljarmlkið stykki úr gólfinu, svo að rúmið og Hanson þutu með feiknhraða niður á fyrstu hæð. Tókst lending- in svo vel, að Hanson sakaði ekk- ert, nema hvað honum varð all- mikið um þessa óvæntu flugferð og fékk ákafan hjartslátt, þar sem hann lá í veitingastofunni, um- lukinn fallandi grjótmylsnu og borðviði. Öðru vísi segir frá óveðrinu í frásögu prests nokkurs í þorpi skammt frá Oxford. P-esturinn, einn hinna mörgu heimildarmanna Defoes, hefur frásögu sína með því að segja, að stormurinn „hafi ekki valdið miklu tjóni í þorp- inu, einungis feykt þakflísum út á akrana, brotið niður tvo reyk- háfa og eyðilagt nokkur tré.“ En sérstæður atburður hafði orð- ið daginn áður en veðrið skall á. Maður nokkur hafði komið hlaup- andi inn til prestsins, sýnilega óttasleginn, og beðið hann að koma út og sjá „súluna á himni“, sem æddi þvert yfir akurinn. Presturinn fór út, og hann sá „rörpípu, sem dansaði í vindin- um“. Þessi „pípa“ þjösnaðist yfir einn akurinn og lét eftir sig ó- hugnanleg spor. Á vegi hennar varð görnul eik, og eikina tætti súlan sundur. Er súlan fór yfir veginn, saug hún til sín vatnið í ræsunum, og gamla kornhlöðu muldi hún méjinu smærra. Loks hvarf súlan bak við hæð eina, og presturinn gat ekki lengur fylgzt með ferðum hennar. Þessi lýsing á hvirfilvindi sýnir vel, hversu veður þetta var frá- brugðið öllum náttúruhamförum, er Bretar þekktu til í þá daga. Frásögn prestsins endar svo: Einn morguninn gekk ég fram á stór- vaxið álmtré, sem stormurinn hafði beinlínis snúið í heilan hring Stóð álmurinn enn og virtist ekki hafa orðið meint af átökunum. Eitthvað hafði losnað um rótina, en hvergi hafði hún slitnað. Nú höfum við gefið stutta lýs- ingu á hamförum veðursins á landi, en undan ströndinni og í árósunum var ástandið jafnvel enn verra. Sökum þess hve skipin lágu þétt og mörg saman, hófu þau tryllingslegan dauðadans, þegar óveðrið skall á. Skipin rákust sam an eða þau rak með leifturhraða upp í klettana. Möstrin tætti veð- urófslnn sundur, og skipsbúkana bar á haf út eða þelm hvolfdi við ströndina. í ósunúm var sýnu verra að forðast klær dauðans. Skipin Idóðust á bakkana mörg saman, sum á hvolfi, sum á hlið, og önnur með stefnið beint í loft upp. Mörg skútan mélaðist sundur í spækjur. Nokkur skip rak eftir flóðpollum langt á land upp, og þar skullu þau á húsum og ollu tjónj og tortímingu. Mest var veðurhæðin um sí'ðari hluta nætur og rétt fyrir dögun, miíli kl. 2 og 5, og á þessum tíma snerist vindáttin úr suðvestri til vesturs, síðan í norðvestur og loks aftur í vestur, rétt eins og ve'ðurguðunum væri mest í mun að blása úr sem flestum áttum, svo að enginn slyppi undan eyð- ingarkló þessa bölvalds. Þegar leið á morguninn, tók að lægja og klukkan átta blés hægur vind- ur og þíður um allt Bretland. Defoe lýkur frásögn sinni með tölfræðilegum staðreyndum, en áður en skýrslan hefst segir hann: „Þeirra borga og þorpa er eklci geti'ð, þar sem einungis varð tjón á þökum, útihúsum og öðrum minni háttar byggingum.“ Átta hundruð íbúðarhús hrundu gersamlega til grunna, en löskuð hús skiptu þúsundum. Fjögur hundruð vindmyllur fuku urn koll. Yfir hundrað kirkjur voru nær því þaklausar, og sjö turn- spírur brotnuðu niður. 123 menn týndu lífi á landi, svo vitað sé, en eflaust voru þeir miklu fleiri. 150 stór og lítil skip munu hafa farizt eða eyðilagzt, og ekki færri en 8000 sjómenn misstu lífið í þessum hamförum náttúrunnar. Trjágróður máðist burt af stórum svæðum, og heilir skógar hurfu blátt áfram. Ekkert gefur máski betri mynd af tjónj því, er varð í London, en sú staðreynd, að daginn eftir óveðrið hækkuðu þakflísar í verði. Þúsundið rauk úr 21 skilding í 120 skildinga. Að kvöldi föstudagsins 26. nóv- ember sendi vitlnn á Eðvarðsskeri frá sér ljósmerki eins o,g vant var. Úr Iandi mátti sjá daufaii geisl- ann kljúfa myrkrið um míðnætti. f dögun á laUgardggCnnlm benti ekkert tll þess, að vjw hefði nokk- urn tímann staðiÓ á skerinu, nema hvað nokkraf Járnstangir bar við Fi-amhald á 7?0. síðo. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 777

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.