Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 7
og sagðist ekki koma fénu í skjól. Þau Jón og Þórunn áttu eitt barn, sem dó ungt. Hún giftist attur Birni Jónssyni lögréttumanni á Eyvindará. Nokkrar deilur urðu um arf eftir Jón milli séra Jóns Einarssonar í Odda, bróður Þór- unnar, og þeirra Torfasona, Eiríks og Bjarna. Katrín, giftist Ólafi Daðasyni frá Snóksdal, og bjuggu þau í Bræðra- en finnst ekki getið í skjölum eft- ir það. Börn Eiríks og Ingigerðar voru: Jón Eiríksson, átti Guð- rúnu, dóttur séra Brynjólfs Hall- dórssonar í Odda. Hann bjó í Skarði á Landi og var lögréttu- maður. Ingigerður Eiríksdóttir, giftist Pétri Þorleifssyni lögréttumanni frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð og Jón Guðnason varð árið 1589 að bana manni þeim, er Eysteinn Jónsson hét. Var hann fyrir þær sakir dæmdur útlægur og dvaldi í Noregi veturinn 1589—1590, en kom út aftur vorið 1590, náðaður af konungi. Hann drukknaði skömmu síðar. Dánarár Guðna Eríkssonar er ó- kunnugt, en að honum látnum erfðu synir hans, Eiríkur og Páll, Á bökkum Minnlvallalækjar I Landsveit. Hekla i baksýn. tungu. Ólafur lézt eftir fárra ára hjónaband. Þau voru barnlaus. Ingibjörg, bjó á Leirubakka á Landi, ógift og barnlaus. Skipti eft ir hana fóru fram 7. júlí 1533. Guðný, giftist Erlendi Jónssyni norðlenzkum manni, og bjuggu þau á Stóruvöllum á Landi, sem Erlendur keypti af Ögmundi bisk- upi. Ingibjörg önnur, giftist Brandi Guðmundssyni löigréttumanni, systursyni Stefáns biskups. Þau bjuggu á Leirá í Leirársveit. Eiríkur, átti Ingigerði, dóttur Tómasar Jónssonar lögréttumanns í Gunnarsholti. Þau bjuggu í Klofa. Hann er talinn hafa ver- ið á lífi, þegar skiptin fóru fram eftir móður hans 22. júní 1545, bjuggu þau á Sólheimum í Mýr- dal. Guðni Eiríksson, átti Oddbjörgu, dóttur séra Jóns Bjarnasop ar stöðlaskálds, sem var ráðsmað- ur í Skálholti 1550, en síðar prest- ur í Odda og Breiðabólstað í Fljótshlíð. Þau bjuggu í Klofa Börn þeirra voru: Sigurður í Miðey í Austur-Landeyjum, Ei- ríkur í Miðey, Páll, Sig- ríður, átti Jón Þorleifsson í Land- eyjum, Helga, átti Einar Oddleifs- son, Þorbjörg, átti Ólaf Arnþórs- son á Miðnesi, Ingigerður, átti Nikulás Narfason prest í Hítar- nesi, Valgerður, átti Pétur Narfa- son á Miðhrauni, Valgerður önnur, átti Þorstein Nikulásson skipasmið, og Jón. jörðina Klofa að helmingi hvor. Þeir áttu jörðina í fimm ár, en seldu hana síðan Hákoni Árnasyni sýslumanni, sem bjó þar um skeið. Síðan hafa margir merkir bændur búið í Klofa, en engir þeirra hafa gert garðinn eins frægan og Torfi Jónsson og nánustu áar hans og niðjar. (Heimildarrit: Flateyjarannáll, ís lenzkt fornbréfasafn, Biskupsann- álar séra Jóns Egilssonar í Hrepp- hólum, Biskupasögur Bókmennta félagsins, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar, Sýslumannaævir eftir Boga. Benediktsson á Staðarfelli, Lög- réttumannatal eftir Einar Bjarna- son, íslenzkar æviskrár, Jarða- skjöl úr Rangárvallasýslu). T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 775

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.