Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 7
hafið sýnt einstakan þegnskap, mann kosti og þroska. Með þvf hafið þér orðið landi yðar til mikils sóma. Enn fremur hafið þér borið kennurum yðar fagurt vitni. Þér hafið líka ver ið foreldrum yðar til heiðurs og sæmdar með ágætri framkomu í hví vetna. Síðast, en ekki síat, hafið þér orðið sjálfum yður til mikils heiðurs frá upphafi til enda ferðar innar. Hafið öll mína innilegustu þökk. Að lokum flutti sá, er þetta ritar, ofurlitla hugleiðingu um Eyna grænu, land og þjóð, örstutt yfirlit um sögu hvors tveggja, gerði grein fyrir skyldleika írsku þjóðarinnar og íslendinga og því, hvað væri líkt með þeim á ýmsan hátt, í útliti og andlega séð. Evöldverður beið alls ferðamanna flokksins á veitingastað við Jarls torg í Dyflinni, þegar þangað kom, fyrsta sameiginlega kvöldmáltíð hans é írskri grund. Að aftoknum máls verði fékk ég, fyrir vinsamlega milli göngu Jakobs, náð símasambandi við gamlan vin minn í höfuðborg írska lýðveldisins, Seamus 0‘Duilearga pró fessor, einn mesta öðling, sem ég hef kynnzt í lífinu. Hann bauð mér að koma til fundar við sig í þjóð ' minjastofn'in sinni við Stefánsgarð (Stephens Green) klukkan 12 daginn eftir. Litto síðar sama kvöld fékk all ur hópurinn að sjé lítil börn dansa írskan þjóðdans í húshiu, þar seæ borðað var. En að þeirri sýningu lokinni var ekið suður til Glendaloch og Aughavanagh, því að gisting fékkst þá engin á farfuglaheimilinu 1 Dyflinni fyrir þetta fólk. Vagnstjóramir Jakob og Jón höfðu sagt, að þeir mættu ekki, sam kvæmt lögum og reglugerðum, aka lengri leið en þeir þfegar höfðu gert samdægurs, en daginn eftir yrðu þeir, hvor um sig, að gegna öðru starfi í þarfir fyrirtækis þess, er þeir unnu hjá. Bjóst því enginn við að sjá þá framar í þessari ferð i landi þeirra. Pögnuði blandin undrun greip fólk ið í vagni okkar Egils, þegar Jakob settist þar enn við stýrið og ók I suðurátt. Þeir félagar Mutu að hafa fengið undanþágiu stjórnarvalda frá hámarksvegalengd í akstri þennan dag. HáMrökkrið hjúpaði vagn Jakobs á suðurleið, svo að héraðið fékk i sig dularfulian ævintýrablæ. Komið var til Aiughavanagh mjög seint, klukk an að ganga tólf, að mig minnir. Glaðir eldar loguðu þar á hiverjum arni þetta síðkvöld, Líkt og þeir byðu gestí velkomna. Og aldna húsmóðir ln fagnaði öllum fölskvalaust ekki síður en logarnir, sem hún auðvitað sjálf hafði tendrað. eins og hún hefði endurheimt horfna vtoi úr hetyu. Þegar búið var að rita í gestabók ina og bera dótið inn, bauð gamla konan ókkur Agli og Jakobi, ásamt tveim eða þrem stúlkum úr hópnum, inn i eldhús til tedrykkju. Mér fannst það einkennileg vistarvera. Á einmm veggnum sáust bogagtogg ar, sem múrað hafði verið upp í. Spurði ég húsmóðurina, hverju gegndi. Hún kvað eldhúsið áður hafa verið kapellu. „Þegar höllin var að setur Parnels, Bedmonds eða ein hverrar annarrar frelsishetju ír lands,“ bætti ég við. „Jafnvel enn þá fyrr en á þeirra dögum,“ sagði hún og kinkaði kolli til mín. Mér varð svara fátt, en dreymdi mig inn í horfið tímabil drengskapar og dáða við arineJdinn. í lengstu lög er hægt að uppgötva eitthvað nýtt á þessum leyndardómsfulla stað, hugsaði ég. Snemma varð að rísa úr rekkjum í Aughavanagh þriðjudaginn 30. maí, því að flytja þurfti inn á farfugla heimiilið Morehamptonhús f Dytflinni fyrir klukkan 10 árdegis. Áður en lagt var af stað, leytfði ég mér að forvitnast ofurlítið um nafn, upp runa og ævi húsmóðurinnar. Hún hét þá hinu heilaga nafni Bridget (Birgitta) OuUen og var ættuð frá Wexford, en maðurinn hennar, sem ég skipti einnig orðum við, var upp runninn og hafði alið allan sinn ald ur meðal hinna fögru Wicklowfjalla og aldrei komið út fyrk það fylki. Svo kvaddi ég þessi elskulegu, gömlu hjón, er sami hópurinn hafði gist hjá tivær nætur með sex daga milli bili og höfðu sýnt honum svo mikla umhyggju og ástúð, að allir voru sam mála um, að hvergi uefði. verið ynd islegra að dveljast næturlangt. Húsfrú Birgitta gerði sér það ó mak að ganga niður á þjóðveginn að vagninum og veifaði til ferðafólks Ins brosandi. þegar ekið var af stað frá Aughavanagh áleiðis til Dyflinn ar þennan yndisfagra vormorgun. Ofurlítil þokuslæða hjúpaði Wicklow hæðir á köflum, en smám saman leystist hún upp og varð að engu, eins og dulin hönd svipti blæju frá andliti. En þá var sem önnur slæða, bliáleit, þunn og gagnsæ, kæmi í ljós. En bak við hana ljómaði fagursköp uð ásjóna Wicklowfylkis með öllum blætorigðum hins græna litar að uppi stöðu í þessari glituðu voð, en ívaf ið silfurvíravirki af lækjum og á;n, sem kvísluðust líkt og æðar um grunninn. Ég sat eins og heillaður við vagn gtogigann og horfði út: þó að ég hefði farið þessa leið tvisvar áður, fannst mér ég sjá allt í nýju ljósi og skilja það nýjum skilningi. Ákveðið hafði verið að skoða Þjóð minjasafn íra i Dyflinni þennan síð asta dag, sem dvalizt var á írskri grund, meðan tóm var til, og sneri fólkið sér þegar að því, er það hafði borið dót sitt inn í Morehámpton hús. Hér verður engin tilraun gerð til að lýsa þessu stórmerkilega safni með öUum þess krossum og klukk um og fleiri frægðarmunum. Skal þess aðeins getið, að margt á því vakti óskipta eftirtekt gestanna Is lenzku, en enginn þeirra hafði áður séð það, að þeim undanskildum. sem þetta ritar. Tækifæri gafst þó ekki til að sjá nema lítið eitt á þeim tveim tímum, sem til ráðstöfunar vorni. Laust fyrir hádegi virtust flestir hafa fengið nóg af fornminjum og fóru út i bdlana, sem biði þeirra á Kildarestræti. Hádegisverður beið lika við næsta leiti. Með þvi að ég hafði mælt mér mót við Duilearga prófessor, hafði mér veitzt lausn frá embætti I bráð. Gat ég því ekki tekið þátt 1 þessum sameiginlega há degisverði hópsins, en hafði slðar af T f H I N N — SUNNIHÍAGSBL.VJ) 919

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.