Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 9
ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR:
Um búskap fiska og
nýfundið fornaldardýr
þíniu, dvalizt í Killarney tvær næt
ur og lieilan dag, en það er amerísk
asti staður á öllu írlandi og sá eini,
sem mér geðjast ekki að. ttvað
vanstu að gera þar allan þann tíma?“
„Einkuim að setja saman vísur
um ferðina, að beiðná un.ga fólks
ins,“ gaf ég sem skýringu við frarn
ferði mitt.
„Er nú Killarney orðinn staður
innblásturs og andagiftar?" spurði
prófessorinn efagjarn, en þó bros
leitur.
„Ég veit ekki betur en Kerry hafi
alið ýmis góðskáld, ’ eins og til að
mynda 0‘Sullivan,“ sagði ég, „mig
minnir, að ég sæi myndastyttur af
honum eða minnismerki hans og
fleiri snillinga ljóðlistarinnar úr því
héraði við götu eina í Killarney."
„Það var skemmtilegt að heyra,“
sagði hann og hló að því, hivað ég
tók létt á öllu. „skáldið lætur ekki
að sér hæða.“
Síðan slapp ég ekki við að segja
honum nánar frá ferðinni, hvað ég
hefði merkilegast séð, heyrt og skynj
að í landi hans. Ég lýsti því með
fáum orðum, hve veðurguðirnir, land
og lýður hefðu reynzt ferðafólkinu
hliðholl, og mér alveg sérstaklega.
Ég sagði honum frá því írska fólki,
sem ég haíði hitt og orðið mér
minnisstæðast, góðvild þess, glaðværð
og sannleikshollustu, en þó framar
öðru, hvernig bílstjórarnir með ráð
snilld sinni, fróðlei'k, hjálpsemi og
ljúifimennsku hefðn algerlega bjargað
öl'lu, þeagr á móti blés, og gert
ferðina að eins konar ævintýri.
„t>ú ættir að skrifa um ferðalag
ið,“ sagði hann þá alvarlegur í
bragði og með áherzlu. „Það mundi
gleðja þá og annað fólk, sem á hér
hlut að máli. Sannleikurinn er alltal
sagna beztur, og ölluim skáld-
skap æðri. Þess ber að geta, sem
gert er, einkum þegar-vel er að ver
ið. Hitt má frekar kyrrt liggja."
Svo þögðum við báðir um stund,
en hvor hugsaði sitt. Þá er við
höfðum útrætt og melt þebta mál og
ég ákveðið að taka tilmæli hans til
athngunar, var drepið að dyrum.
„Kom inn!“ sagði prófessorinn. 1
dyrunum hirtist hár og grannvaxinn
maður, glaður í bragði, og kynnti
sig fyrir mér’
„Ég heiti Búi,“ sagði hann á
hreinni íslenzku, „Búi Álmkvistur, er
frá Uppsöluim, en hef gist Sögueyna
um árabil. ann skáldskap og þjóð
legum fróðleik og hef skriifað bók
um níð í fornsögum, doktorsrit er
það víst kallað, og Einar Ólafur
Sveinsson var andmælandi minn, en
mjög vinsamlegur andmælandi.
Einnig hef éig rannsakað íslenzkan
ákvæðaskáldskap. Mér er kuinnugt um
þó nokkur íslenzk kraftaskáld núlif
andi, þeirra á meðail Jaitoohínu Sig
Framhald á 932. siðu.
Garðyrkjubændur með sporð.
Það er dálítið óvænt að frétta
um nýjar kenningar urn lifnaðar-
hætti fiska, byggðar á niðurstöð-
um, sem fengizt hafa í sjúkrahúsi.
En þær geta svo verið jafngóðar,
þótt þær komi úr óvenjulegri átt.
Við skulum kynna okkur, hvað
þýzki læknirinn, B. M. Asverus,
segir.
Læknir þessi hefur ekki siglt
höfin á rannsóknarskipum né hafzt
við við ár eða vötn. Hann hefur
einungis athugað hætti smáfiska í
búrum. Fiskar þessir eru af þeim
tegundum, sem gera sér eins kon-
ar hreiður, líkt og hornsílið, og
koma seiðum sínum þar til nokk-
urs þroska, áður en þau fá að leika
lausum hala á viðsjárverðum stöð-
um. Þessi háttsemi slíkra fisika
hefur lengi yerið kunn, og í búr-
um er tæpast unnt að komast hjá
því að veita henni athygli.
Hingað til hefur jafnan verið
talið, að þessi bú eða hreiður
gegndu því hlutverki einu að
vernda seiðin og vera þeim sem
afdrep eða undanfæri, þegar háski
steðjaði að. Uppgötvun Asverusar
er sú, að þau séu annað og meira
— það er að segja eins konar bit-
hagi eða ræktarland handa ung-
viðinu.
Seiði margra fiska klekjast út
með kviðpoka, er þau fá úr nær-
ingu fyrst í stað. Seiði smáfiska
þeirra, sem gera ungviði sínu
hreiður, hafa ekki slíka kviðpoka.
Eigi að síður heldur hængurinn
strangan vörð við búið fyrstu fimm
dagana og gætir þess vandlega, að
seiðin 'fari ekki út. Geri þau það,
rekur hann þau óðar inn aftur —
tekur þau jafnvel í gin sér og
spýtir þeim inn. Skyldu þau þá
vera þar inni í svelti eða við lít-
inn kost?
Bú þessi eða hreiður eru gerð
úr jurtahlutum, sem ofnir eru og
Iímdir saman með slími, sem fisík-
arnir gefa frá sér. Hængarnir eru
sýnilega mjög ákafir, þegar þeir
eru að smyrja þessu slimi á jurta-
hlutana, og það er hugsanlegt,
þótt ekki hafi það verið rannsak-
að, að þetta slím eigi eitthvað
skylt við svilin. Að minnsta kosti
þóttist Asverus skilja, að það
skipti miklu máli fyrir þroska ung-
viðisins og viðhald stofnsins.
Búi nú maður til hreiður úr
sömu jurtahlutum og fiskarnir
velja sér og hafi gerð þess um
allt eins og þeir, svo sem frekast
er unnt, nema hvað hið náttúrlega
slím er ekki notað til þess að
festa það saman, ber þar ekkert
óvenjulegt til tíðinda.
í hreiðrum, sem fiskarnir gera
sjálfir, myndast aftur á móti gífur-
lega mikill bakteríugróður, sem
sker sig úr venjulegum gróðri í
vatni fiskbúra. bæði um magn og
tegundir. Það er ekki fullrannsak-
að, hvaðan þessi bakteríugróður
kemur. En sjá má, að fullorðnu
fiskarnir tanna jurtahluta, sem
þeir nota við hreiðurgerðina og
láta þá út úr sér aftur. Það getur
hugsazt, að bakteríurgóðurinn eigi
uppruna sinn uppi í fisto-
unum, í munni hans eða
tálknum. Hitt kynnj þó að
vera enn sennilegra, að hann
komi úr inaga fisksins og innyfl-
um og berist á jurtahlutana- með
hálfmeltri fæðu, sem hann ælir á
þá. Þessi gáta hefur ekki verið
ráðin.
Eftirtektarvert er, að fiskarnir
forðast effir megni að nota í hreiðr
ið hluta af jurtum, sem smáveru-
gróður dafnar ekki á, og þeir
hengja ekki einu sinni hreiður sitt
eða bú upp í námunda við slík-
ar jurtir, ef annars er kostur.
Myntutegundir allar forðast þeir
til dæmis.
Kenning læknisins er sú, að
þessir fiskar stundi ræktun, eins
konar garðyrkju. Það mun þó ekki
vera bakteríugróðurinn sjálfur,
sem seiðin nærast á, heldur öllu
fremur aðrar lífverur, sem lifa
á honum. Sé þetta rétt, byggist
T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
921