Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Síða 10
hreiðurgerð þessara sriiáfiska á
næsta flóknum sambúðarlögmí 1-
um.
Eiturlyf fyrir þúsuiulum ára?
Mennirnir hafa hagnýtt hamp-
jurtina á tvennan hátt. Úr henm
hafa þeir fengið efni í kaðla og
margt annað af því tagi, og úr
henni hafa þeir líka unnið háska-
legt eiturefni, hasjís eða maríhú-
ana, er þeir verða sólgnir í, ef
einu sinni hefur verið byrjað að
neyta þeirra.
Enginn vafi er á því, að eitur-
lyf hafa lengi yerið unnin úr
hampi og notuð til þess að fram-
kalla annarlegt ástand. Þetta hefur
til dæmis sannazt af fornleifafund-
um í byggðum Skýþa, sem áttu
heima í Suður-Rússlandi fyrir tvö
til þrjú þúsund árum. Það er þó
miklum örðugleikum bundið að
sanna, svo að órækt sé, að forsögu-
legar þjóðir hafi ástundað slíkar
lífsvenjur.
Á þingi vísindamanna, sem naid-
ið var síðsumars 1966, lýsti ensin
frjókornafræðingurinn God.win bví
að hann hefði rannsakað sýnis-
horn, sem i var mikil mergð frjó-
korna, er hann taldi vera af hampi,
þótt ekki væri unnt að útiloka með
öliu, að þau væru af humli, er
hann áleit samt litlar líkur til.
Upphaflega hélt Godwin, að þetta
benti til nampræktar, sem stund-
uð hefði verið til þess að fá efni í
kaðla og strengi. En það breytti
skoðun hans, að komið hefur fram
einkennilegt samband á milli
hampræktar og rúgræktar á mjög
stórum svæðum, er sum eru víðs
fjarri sjó, vötnum eða ám, þar
sem siglingar komu til greina. Þó
að verið geti, að þræðir úr hampi
hafi verið notaðir til þess að vefa
úr þeim föt, hafa rúgur og hamp-
ur verið f svo nánum tengslum í
fornöld, að sá grunur vaknar, að
menn hafi þá verið búnir að upp-
götva, að hampjurtin var nýt til
fleiri hluta en kaðalspuna.
Nú er rúgurinn talinn eiga upp-
runa sinn á öðrum slóðum en
aðrar jurtategundir, sem orðið
hafa akurjurtir. CSg það var ein-
mitt þar í grennd, er heimahagar
Skýþanna voru, að við ætlum, að
rúgrækt hafi hafizt.
Elzta tré jarðar fellt.
Fyrir nokkrum árum komust
menn að raun um það, að risa-
eikurnar í Kaliforníu voru ekki
elztu tré á jörðu, þótt gamlar
væru. Þær urðu að þoka úr heið-
urssæti sínu fyrir ættingja sínum
einum, sem ekki hreykir sér nánd
ar nærri eins hátt.
Þessi tré, sem nú eru talin
elzt allra, vaxa á strjálingi hátt í
fjöllum á tiltölulega litlu svæði í
Klettafjöllunum og vestan þeirra.
Þau eru fremur lág og ósjáleg og
Bolur einnar risaeikarinnar í Kaliforníu.
Þessi tré hugðu menn til skamms tíma,
aS væru hin elztu á jörSu, en nú er ann-
aS komiS á daginn.
illa rætt. En eigi síður hefur
afchygli manna mjög beinzt að
þeim, síðan sannað var, hve göm-
ul þau eru, og fjöldi vísindamanna
frá ýmsum háskólum gert á þeim
margvíslegar rannsóknir. En nú er
af þessu sprottið hneykslismál.
Vísindamennirnir felldu ekki
trén við rannsóknir sínar, heldur
notuðu bora til þess að kanna ald-
ur þeirra — allir nema einn. Pilt-
ur sá var frá háskóla í austur-
ríkjunum, og hafði hann fengið
leyfi skógmálastjórnarinnar banda
rísku til þess að fella eitt tré.
Það gerði hann sumarið 1964,
þótt ekki kæmist það upp fyrr en
í fyrra.
Svo illa vildi til, að tréð, sem
hann felldi, reyndist 4900 ára gam
alt, þrjú hundruð árum eldra en
nokkurt tré, sem menn hafa rek-
izt á fram að þessu. Hann hafði
með öðrum orðum fellt elzta tré
veraldarinnar, og bætti ekki úr
skák, að það hafði hann gert á
alfriðuðu svæði i svonefndu
Wheeler-friðlandi, austan við Gul-
steinagarð.
Skógmálastjórnin Hefur sætt
hinni hörðustu gagnrýni fyrir leyf
isveitinguna. Hún ver sig með því,
að tréð hafi verið sjúkt og hrör-
legt. En fláttúruverndarmenn og
grasafræðingar hafa svarað því til,
að það hafi tréð sennilega verið
síðan þeir Kristur og Pílatus voru
uppi, svo að ek'ki væri þess vegna
afsakanlegt að hlaupa upp til
handa og fóta með reidda exi.
Þykir skömm mikil og forsmán,
að annað eins og þetta skyldi geta
gerzt í landi -með jafnöflugu
skrifstofuvaldi og er í Bandaríkj-
unum.
Steingervingur og lifandi dýr.
Árið 1896 fann dýrafræðingur
einn, Róbert Broom, leifar af
kjálka og hauskúpu af litlu, ó-
þekktu pokadýri í helli einum í
Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Bein-
in voru talin að minnsta kosti
hundrað þúsund ára gömul, en
gátu verið allt að milljón ára.
Vöktu beinaleifar þessar mikla at-
hygli, þar eð þær þóttu benda til
þess, að í þessu dýri hefðu sam-
einazt mörg einkennj flestra ann-
arra pokadýra.
Nú liðu nokkrir áratugir. Árið
1930 fundust leifar af beinum
þessa sama dýrs í ugluælu. Þær
voru mjög ungar jarðfræðilega
séð, en þó gamlar, ef notaður var
mælikvarði sögunnar. Annars
leiddi þessi fundur ekkert nýtt í
Ijós.
Svo var það í ágústmánuði í
fyrra, að prófessor einn, dr. Skort-
man, var gestur í skíðaskála í
grennd við Melbourne — um það
leyti er sem sé hávetur þar suður
frá. Fann bann þar agnarlítið
pokadýr, sem honum þótti ein-
kennilegt. Hann hafði dýrið heim
með sér og lét vísindaipenn rann-
saka það. Undrun manna varð
mikil, er það vitnaðist, að þetta
var sams konar dýr og hinn frægi,
gamli kjálki var úr.
Dýr þetta var hálfur tuttugasti
og áttundi sentimetri á lengd, þar
af var halinn fimmtán sentimetr-
ar. Og ekki var það nema fimmtíu
og fimm grömm á þyngd.
Þannig finnast enn dýrategundir
sem menn hafa haldið útdauðar
fyrir löngu. Og ekki spillir það
þessari sögu, að pokadýrið, sem
Skortman fann í skíðaskálanum,
lifir enn við góða heilsu.
922
T t M > N N — SUNNUDAGSBLAÐ