Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Qupperneq 11
Hún hljóp lengi kringum hverinn. Teikning Hrings Jóhannessonar. Gunnuhver á Reykjanesi Svo segir í gömlum munnmæl- um, að mektarbóndi á Suðurnesj- um, Vilhjálmur lögréttumaður Jónsson á Kirkjubóli, hafi gengið svo nærri kerlingu einni, Gunnu Önundardóttur, er var honum skuldug, að hann tók jafnvel af ihenni pott hennar. Litlu síðar tfannst kerling dauð í bæli sínu í kotinu, og var færð að Útskál- um. Hún heyrðist segja, er gröfin var tekin: „Ekki þarf djúpt að grafa, ekki á lengi að liggja“. Um svipað leyti var Vilhjálmur þar við greftrun systur sinnar, hélt ölvaður af stað heimleiðis og fannst nokkru síðar dauður í Hrossalág á Garðskaga. Mun það satt, að Vilhjálmur varð til á víða- vangi árið 1706. Eftir dauða Vilihjál'ms gerðist Gunna aðsópsmikil og illskiptin, og keyptu menn síra Eirílk í Vogs- ósum loks til þess með brennivíni að koma henni fyrir. Sendi hann Gunnu hnýti og seðil með tveim hnútuim, en þegar hún hafði leyst hnútana, varð henni að orði: „Á andskotanum átti ég von, en ekki Vogsósakarlinum. En ekki tjáir við að standa.“ Síðan rann hnýtið af stað, og elti kerlingu það allt að hvernum á Reykjanesi, hljóp lengi í kring- um hann og steyptist í hann að lokum, er hnýtið var á enda. En nú er Gunnuhver tekinn að óróast, og hver veit nema áhrifa- máttur séi'a Eiríks í Vogsósum sé á þrotum og kerlingin frá Sand- hólakoti að losna úr pyttinum. í>á er ekki á góðu von, nema hún hafi betrazt til mikilla muna síð- ustu 260 ária, ÍSLENZKIR GALDRAMENN I T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB 923

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.