Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Qupperneq 14
vælum, áem þó voru harla dýr
eftir versta engisprettusumarið í
sögu bæjains. Reyndust og baun-
irnar ormsognar, hveitið gamalt
og vont og vísindakæfan ekki sem
þrifalegust. Kaupmennirnir i
Winnipeg urðu þess áskynja, að
þarna var komið auðtryggið fólk,
og þeir voru ekkj seinir á sér að
ganga á það lagið.
Nú var fé íslendinga svo til
þurrðar gengið, að vandséð var,
hversu þeir kæmust til fyrirheitna
landsins. Einum áttæringi gátu
þeir samt fest kaup á, og þar að
auki fáeinum kössum, ferhyrntum,
er reknir voru saman úr plönk-
um og borðviði og notaðir til eldi-
viðarflutninga á Rauðá, en þóttu
sannir manndrápsbollar, ef mörgu
fólki var hrúgað á þá. Á þessar
kænur steig ferðafólkið 17. dag
októbermánaðar. John Taylor fór
frernst á áttæringnum með skyldu-
lið sitt allt.
Siglingin niður Rauðá var hin
háskasamlegasta. Víða voru grynn-
ingar og návaðar, grjót og klappir
í botni, og á árbökkunum stóðu
hópar Indiána, sem gláptu á fólk-
ið og steyttu að því hnefana og
öskruðu til þess ókvæðisorð, er
fleyturnar festust í netum þeirra
og rifu þau sundur
Þegar straum þraut í Rauðá,
var gufubátur fenginn til þess
að draga alla trossuna norður
Winnipegvatn að þeim stað, þar
sem Víðines heitir, skammt þar
frá, er nú er þorpið Gimli. Lengra
norður þótti ekki fært að fara,
þótt forystumenninir hefðu aun-
ar hugsað sér að láta ekki staðar
numið fyrr en við íslendingafljót.
Þarna varpaði gufubáturinn akker-
um síðasta sumardag, 22. október.
Bjuggust landnemar um i fleytum
sínum við vatnsbakkann og sváfu
þar undir berum himni hina fyrstu
nótt. Að morgni var fyrsti vetrar-
dagur.
Fyrsta verkið var að hrúga upp
skýlum, En margar vikur liðu, áð-
ur en þau komust upp, og varð
margt manna að hafast lengi við
f flatbytnunum innifrosnum við
vatnsbakkann. Aðrir voru svo
vel settir, að þeir gátu látið fyrir-
berast í tjöldum, er fengin voru
að láni hjá Hudsonsflóafélaginu,
flest þó rifin og götug.
Hafði John Taylor hugsað sér,
að menn ynnu saman að bráða-
birgðabyggingum, svo að allir kæm
ust sem fyret undir þak. En það
fór allt í handaskolum, því að
samhugur brást. Hver og einn
vildi ota sínum tota, en þegar
orðum var innt að samhjálp, settu
margir upp hundshaus og drógu
sig í hlé.
Nú gilti að veiða sér til matar.
Net voru riðin og lögð í vatnið.
En möskvarnir voru allt of stórir,
og menn vissu ekkert, hvar helzt
var aflavon. Auk þess vildi ísinn
á vatninu brotna upp fram eftir
hausti. Á jólaföstu var frostið orð-
ið um fjörutíu stig og þaðan af
meira, og kom í ljós, að menn
voru mjög vanbúnir að klæðum í
slíkum kulda, er engan hafði órað
fyrir. Þetta varð harður vetur og
langur, þótt tæplega yrði hann slík-
ur sem næsti vetur á undan. En
þá var einhver kaldasti janúar-
mánuður, sem sögur fara af i
Winnipeg. Ofan á kuldann bætt-
ist sultur. Samt bætti úr skák, að
dálítið af kanínum veiddist í skóg-
inum, og þótti þó ekki fýsilegt að
éta þær fyrst í stað, því að þær
minntu fólk á ketti. En sulturinn
er harður húsbóndi, og menn vönd
ust kanínuátinu.
Matarskortur fór að segja veru-
lega til sín þegar í desembermán-
uði, og ein fjölskylda átti ekki ann
að matar á sjálft aðfangadagskvöld
ið en fáeina brauðmola. Veikinda
tók og fljótt að gæta um haust-
ið, og nokkur manndauði varð,
þegar fram á veturinn kom. Þeg-
ar út á kom, tók fjöldi fólks að
veikjast af skyrbjúgi og harðrétti
og jókst þá manndauði til muna.
Margir höfðu haldið brott suð-
ur í byggðir í atvinnuleit, er þeir
sáu, að hverju fór, og munu í byrj-
un aprílmánaðar ekki hafa verið
nema um hundrað manns eft-
ir. Er svo talið, að þriðj-
ungur þeirra hafi dáið úr
skyrbjúgi og öðrum vaneld-
issjúkdómum. Jafnvel þeir, sem
fyrir fáum misserum höfðu búið
góðbúi á fslandi og verið stoð og
stytta sveitar sinnar, urðu nú að
horfa upp á fólk sitt veslast upp
af skorti. Til djgmis missti Ólafur
Ólafsson frá Espihóli bæði konu
sína, Ólöfu Jónsdóttur frá Lóni í
Kelduhverfi, og fósturson sinn,
Ólaf pá, og urðu þó margir harð-
ar úti en hann. Þannig er getið
eins manns, sem missti sjö börn
af níu, sem hann átti, þegar á
þessar slóðir kom. Mannfallið varð
að tiltölu sízt minna en á mestu
hallæristímabilum og manndauða-
árum á fyrri öldum á íslandi —
í móðuharðindunum og miklu-
bólu. Aldrei hafði allsleysi þrengt
svo að fjölmennum hópi íslendinga
síðan í Napóleonsstyrjöldunum í
byrjun nítjándu aldar, og var þó
miklu þyngra við það að búa
þarna í auðninni, þar sem enginn
gat rétt öðrum hjálparhönd, enda
afleiðingarnar geigvænlegri í hlut-
falli við það. Hefur mannfellir af
völdum skorts í þeirri sögu, sem
kalla má íslenzka, síðast orðið á
þessum fyrstu misserum á Nýja-
íslandi, er menn nefndu svo.
III.
Hagur fólks tók ekki að réttast
fyrr en komið var fram á sumar,
er tuttugu kýr með kálfum voru
sendar í nýlenduna. Skiptust pær
þó ærið misjafnt milli manna, því
að stundum voru tvær og þrjár
fjölskyldur um eina kú, en efnað-
asti maðurinn í hópnum, Skafti
Arason frá Hamri í Laxárdal, eign-
aðist fjórar. Hann hafði líka átt
eina húsdýrið, sem í nýlendunni
var hinn fyrsta vetUr. Það var
lítill hvolpur.
Um vorið hófst landnámið. Menn
höfðu helgað sér land um vetur-
inn, sumir allt norður við íslend-
ingafljót. Þegar klaki hvarf úr
jörðu, tóku þeir að búa um sig á
nýju jörðunum sínum. Þeir, sem
lengst leituðu, tóku sér jafnvel
bólfestu norðan við íslendinga
fljót.
Þessir menn, sem lengst seild-
ust norður, komust fljótt að raun-
um, að þeir voru ekki neinir au-
fúsugestir. Þarna höfðust við Indí-
ánar, sem töldu þá landræningja,
og veiðimönnum og grávörukaup-
mönnum, sem áttu hagsmuna að
gæta, var engu kærari koma
þeirra.
Einn þessara landnema var Ólaf-
ur Ólafsson frá Espihóli. Hann
settist fyrst að í skála sem Hud-
sonsflóafélagið átti, og hóf að
byggja sér skýli skammt þar frá
er Indíáni einn bjó með konu sinni
og fimm börnum. Skarst fljótt í
odda með þeim, og eitt sinn, er
Ólafur ætlaði að leggja báti sínum
að landi við árbakka, hljóp Indí-
áninn til og hratt honum frá. Gekk
svo tvívegis. Þriðja sinn lagði Ólaf-
ur að og reiddi þá öxi til höggs.
Hörfaði þá Indíáninn undan í bili.
Litlu síðar tók Indíáninn næfra-
kænu sina og hvarf á henni. Um
kvöldið fór Ólafur og þeir, sem
926
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ