Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 17
ið, sem þar bjó, hlaut að sogast inn í hringiðu þjóðahafsins í Vest- urheimi, úr því að það hafði einu sinni slitið rætur sínar í jarðvegi heimalandsins. Sunium var það ekki nema Ijúft, þegar þar að kom, öðrum býsna sárt. ' VII. Um svipað leyti og stjórnarlög- in voru í deiglunni, tóku nýlendu- búar að leita fyrir sér um prest. Hatfði það skjótan framgang, og urðu prestarnir frekar tveir en einn, séra Jón Bjarnason frá Statfófelli i Lóni, og séra Páll Þorláksson frá Stóru-Tjörnum í ÍLjósavatnsskarði. Komu þeir báðir á stofn skólanefnum inn- an safnaða sinna. En samkomulag prestanna og fylgismanna þeirra gerðist brátt í lakasta lagi, og varð það upphaf hinna ströngu trúmóladeilna, sem settu svip sinn á sambúðarhætti Vestur-íslend inga um langan aldur. Hitt má ekki síður til tíðinda telja, að þegar árið 1877 tóku frumbyggjarnir á Nýja-íslandi að brjótast í því í örbirgð sinni, að kaupa prentsmiðju og hefja út- gátfu blaðsins. Tökst að útvega prentvél og letur suður í Banda- ríkjunum, þótt raunar vantaði suma stafina fyrst í stað og fátt væri um aðra, og voru síðan tveir menn ráðnir í prentsmiðjuna, sem valinn var staður að Lundi við íslendingafljót, Jónas Jónsson frá Bakka í Öxnadal, er lært hafði prentiðn á Akureyri, og Bergvin Jónssonar, Bergvinssonar prests á Skeggjastöðum. Blaðið, sem stofn að var, nefndist Framfari, og kom fyrst út 10. september 1877. Mun Sigtryggur Jónasson hafa verið ritstjóri fyrstu tölublaðanna, en eftir það Haldór Briem, sem seinna gerðist prestur vestan hafs, kennari í Möðruvallaskóla og loks bókavörður í Landsbókasafninu í Reykjavik. Það er af Framfara að segja, að hann kom út nokkuð á þriðja ár. Lognaðist hann út af í lok janúarmánaðar árið 1880, þótt eitt tölublað kæmi út alllöngu síðar. Annað var ekki prentað í Lundar- prentsmiðju, nema fyrsta almanak íslendinga vestan hafs, sem kom út árið 1878. Það átti mikinn þátt í því, hve Framfari varð skammliíur, að hann tók helzt til mikinn og harka legan þátt í deilum, sem uppi voru manna á meðal í nýlendunni. Því fór fjarri, að allt væri með friði undir hinum nýju stjórnar- lögum, og helztu eigendur og ráða menn prentsmiðjunnar, þeir Sig- tryggur Jónasson og venzlamenn hans, stóðu framarlega í bardagan- um, og skirrðust ekki við að beita málgagni sínu, þar sem þeim þótti nokkuð við leggja, bæði í trúmála sennum og öðrum skærum. „Deil- ur og flokkadrættir í Nýja-íslandi út af nýlendumálum, trúmálum og nærri öllu mögulegu, steyptu blað inu eins og byggðinni að mestu leyti,“ segir í einni heimild. Kunni það vart góðri lukku að stýra, að Framfara var í hita bardagans beitt gegn sumum þeim mönnum, er þó voru hluthafar í fyrirtæk- inu, og þeim meinað að svara fyr- ir sig, svo að þeir urðu að seilast alla leið til blaðanna á íslandi til þess að halda uppi vönum. VIII. í árslok 1877 voru bændur á Nýja-íslandi taldir 264, en fólk alls 1299. Áttu bændur þá orðið ofurlítinn bústofn og dálítið af lóðum og netum og höfðu brotið litlar spildur tl ræktunar og feng- ið nokkra uppskeru af kartöflu og rótarávöxtum. Veturinn 1877— 1878 var ákaflega mildur, en eigi að síður varð bjargarskortur hjá allmörgum, og skutu Norðmenn saman peningum handa fólki af öðrum trúarflokknum með- al íslenzku landnemanna að frumkvæði séra Páls Þorláks- sonar. Varð sú gjöf tilefni heiftarlegra og nærgöngullá ill- deilna í Framfara. Baslið á Nýja-íslandi varð til þess, ásamt róstunum, að nú fór fólk að flytjast brott þaðan, og þeim mun fleiri sem lengra leið. 1882 voru ekki etftir nema fimm- tíu býli í byggð og fólkið alls um tvö hundruð. Kofar frumbygj- anna stóðu auðir og skógurinn huldi á ný skákirnar, sem ruddar höfðu verið. Eitt af því, sem stuðlaði að flóttanum frá Nýja-íslandi, voru flóðin miklu árið 1880, þegar ís- lendingafljót flæddi yfir bakka sína og gerði hinn mesta usla í Fljótsbyggð. Það var eins og allt legðist á eitt að hrella þessa landnema, sem meiri hörmungar höfðu þolað en allir aðrir samtíðarmenn þeirra af íslenzkum kynstofni. Tvö höfuðskiáld íslendinga í Vesturheimi, Stephan G. Step- hansson og Guttormur J. Gutt- ormsson, hafa í ljóðum gert harm sögu hinnar fyrstu kynslóðar á Nýja-íslandi ógleymanlega. For- eldrar Guttorms voru í hópnum, sem steig á land á Gimli eymdar- veturinn 1875, og háðu stríðið á þessum hörmungaslóðum, og sjálf ur fæddist hann við íslendinga- fljót. Hann þurfti því ekki að seil- ast um hurð til lokunnar, er hann orti hið meitlaða kvæði sitt, Sandy Bar. Atburðirnir, sem þar er lýst, gerðust á bernskustöðv- um hans og heimaslóðum: Heimanfarar fyrri tíða fluttust hingað til að líða, sigurlaust að lifa, stríða, leggja í sölur heilsufar. í þeim grafreit góðra vona og dugmikilla manna, sem Sandvík- in var, sá hann þær sýnir, sem seint fyrntust: Að mér sóttu þeirra þrautir, þar um espihól og lautir fann ég enda brenndar brautir, beðið hafði dauðinn þar. Þegar eiding loftið lýsti, leiði margt ég sá, er hýsti landnámsmanns og landnáms- konu lik í jörð á Sandy Bar, — menn, sem lífið, launað engu, létu fyrr á Sandy Bar. Stephan G. Stephansson var ekki jafn nákominn þeim atburð- um, sem þarna urðu, en kunni þó að sjálfsögðu á þeim full skil. Hann sagði í kvæði sínu um Har- ald Vidal frá Fitjum: Ég vissi það hérna, eins kjark- stórt sem kvíðið, að kynfólk mitt háði sitt beisk- asta stríðið. í mannsaldur féllu hér æska og elli við óleik og minnkun að halda þeim velli. Og mér fannst sem kólgan frá högum og höfum að hjarta mér legði upp frá ís- lenzkum gröfum, og .vetrarlofts-snjódrunginn vofa svo þungur sem viðraði um umliðnar pestir og hungur. Nýja-ísland, sem nú orðið ætti raunar eins vel að nefna Nýju- Framhald á 934. siðu. T I M I N N - SUNNUDAGSBLA6 929

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.