Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Side 18
Jófríður Kristjánsdóttir: Tvær telpur í hjá- setu fyrir 65 árum Það mun vera fátt af núlif- andi fólki, sem man eða hefur sjálft tekið þátt I fráfærum, smala- mennskum og hjásetum yfir kvía- ám, eins og þær tíðkuðust í sveit um landsins fyrir um það bil 65 til 70 árum. Mér éru þó störf þessj svo minnisstæð frá bernskuárum mínum, að mig langar til að segja lítlllega frá þeim í þeirri von, að einhverjum lesenda mætti verða það til fróðleika og skemmtunar. Á bernsku- og æskuárum mín- um tíðkuðust fráfærur á svo að segja hverjum bæ, að minnsta kosti í nágrenni vlð bernskuiheiin- ili mitt, sem var Lágaféll ytra í Miklaholtshreppi á Snæfeilsnesi. Blessuð sauðamjólkta þótti vera mikil björg í bú, enda var hún það, ekki sizt trjá fátækara fólki, því að varla mun hafa verið kostur á að fá meiri né betri mat þá en mjólk, skyr, osta, kjúkur og smjör. Það hlökkuðu því margir til frá- færnanna, og það var mikið að gera í sveitinni um það leyti, um 9—10 vikur af sumri. Ýmis- legur undirbúningur var nauð- synlegur, bæði utan bæjar og innan. Það þurfti að standsetja mjólkurtrog og mjólkurbyttur og laga tunnur og hvers konar ílát. Þá hafði húsmóðirin með stúlkum sínum nóg að gera við að sópa og hreinsa búr og geymslur, þvo tunnur, trog og byttur auk margs annars. Fráfærudagurinn hófst með alls herjarsmölun á öllu fé, bæði í fjall- og heimalandi. Allir, sem vettlingi gátu valdið, bjuggust til leitar og smölunar, jafnt piltar og stúlkur, og unglingar smöluðu heimalandið. Það voru oft miklar elting- ar við að 'koma fénu saman og inn í stekkinn. Litlu lömbin voru spretthörð. Oft voru hundar látn- ir elta þau og þreyta, þegar mann skapurinn hafði gefið það frá sér. Ég man, hve ég vorkenndi oft bless uðum litlu lömhunum, þegar þau loks gáfust upp, lafmóð og hrædd, og litlu hjörtun þeirra borðust svo afarhratt. En sárast var þó að heyra kliðinn í þeim, eftir að þau höfðu verið svipt mæðrum sínum. Jarmur þeirra líktist þá oft veini eða ópi. Ég gat þá grátið með lömbunum og raulaði þá gjarna vísuna alkunnu hans Jónasar Hall Gimbill mælti og grét við stekkinn: „Nú er hún mamma mín mjólk uð heima." Það kom mest 1 hlut okkar Ragnheiðar, systur minnar, að sitja yfir kvíaánum. Ragnheiður var fimm árum eldri en ég og hafði því alla forystu við það verk. Hjásetustaðimir voru oftast til fjalla, og sá þeirra, er mér er minnisstæðastur, heitir Steina- hlíð. Þessi staður er í huga mín- um fagur og verður mér alltaf jafnkær, enda liggja þar mín léttu smalaspor og minningar, sem aldr- °i mást né gleymast. Steinahlíðin var vaxin birki, og blómaskrúð var mlkið á mllli. Klettabelti var ofan við hlíðina og smálækir runnu niður eftir hlið innl og sameinuðust undir hlíð- arrótunum niðri á Jafnsléttu. Á sléttum grasblettl við þennan læk var hjásetukofinn oifckar. Hann var 930 TlfllNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.