Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 4
r
I.
Annar september 1967 er einn
ihinna miklu daga í sögu samgöngu
mála hér á landi. Þá var opnuð
til umferðar brú á Jökulsá á
Breiðamerkursandi, einum versta
farartálma á sunnanverðu landinu,
og er sú brú mikilsverður áfangi
á hringvegi um landið.
Jökulsá verður því ekki lengur
sá þrándur í götu, sem hún hefur
verið, hvorkí fyrir Öræfinga, sem
me,st hafa þurft yfir hana að sækja,
né aðra, sem hér eftir leggja leið
sina um Breiðamerkursand. Það
er því ekki úr vegi að rifia upp
nokkur atriði um þá erfiðleika,
sem hún hefur valdið mönnum á
liðnum tímum, og þá sérstaklega
Öræfingum, sem urðu að sækja all
ar sínar kaupstaðarvörur yfir hana
frá því sögur hófust og fram á
þe&sa öld.
Jökulsá kemur litið við fornar
sögur. Hennar er þó getið í Land-
námu, því að Hrollaugur^ Rögn-
valdsson gaf Þórði illuga land
milli Jökulsár og Kvíár. Kviá ræð-
ur enn jarðamörkum á sinum stað,
en ekki er vitað, hve lengi Jökulsá
skildi að lönd þeirra Hrollaugs og
Þórðar, eða Fells og Breiðár, en
þó er erfitt að skilja breytingar á
þessum landamörkum á 16. öld
nema því aðeins að Jökulsá hafi
ráðið þar mörkum, -að minnsta
kosti í fjörunni. Árið 1523 er
Breiðamerkurfjara sögð (í mál-
daga) 1200 faðmar, en 1587 er hún
1800 faðmar. Heimildir um það er
dómur, sem kveðinn var upp í Holt
um á Mýrum og síðar staðfestur á
Alþingi. Ef Jökulsá hefur runn-
ið til sjávar við austurtakmörk
Breiðamerkurfjöru, hefur hún
runnið mjög nærri þeim stað, sem
hún er nú á, og er lengd fjörunnar
þá miðuð við nálægar fjörur, sem
taldar hafa verið 900 eða 1800
faðmar. Jökulsá hefur eflaust ver-
ið nokkru minni fram á Söguöld
eða lengur en hún hefur verið á
síðarj öldum og betri yfirferðar
vegna þess, en hitt hefur þó mun-
að meira, að þá hefur verið lang-
ur vegur frá jökli til sjávar og
lfklegt, að hún hafi á köflum runn-
ið í álum, sem hægt var að fá
sæmilega með því að velja þá vel.
Elztu heimildir, sem mér er
kunnugt um, að lýsi nokkuð Jök-
uJsá, eru frá nærri miðri 18. öld
— Hin er fyrri frá 1746 í sýslu-
lýsingu Sigurðar Stefánssonar
sýslumanns, en hann segir, að
Jökulsá sé ,,eitt strangt og hræði-
legt vatn, sem oft hefur mann-
skaða gjört“. Síðari heimildin er
tíu árum yngri, frá því Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru
um Breiðamerkursand árið 1756.
Samkvæmt frásögn þeirra var
JökuJsá þá tæp míla (dönsk míla
rúmlega sjö kílómetrar) að lengd,
straumhörð, svo að hún skall yfir
hesta, ef hún náði á annað borð
nokkuð upp á síðuna, en rann ekki
í djúpum farvegi, því að straum-
öldur hennar sáust úr nokkrum
fjarska.
Þeir lýsa ekkj ferðinni yfir
hana, en geta þess, að hún sé ein
af mannskæðustu ám Jandsins og
nokikrir menn hafi þá stuttu áður
druikknað í henni. Sveinn Pálsson
læknir, sem fór um Breiðamerkur
sand árin 1793 og 1794, segir, að
lýsing Eggerts á Jökulsá sé rétt,
að öðru leyti en því, að hún var
þá aðeins fjórðungur úr mílu
(tæpir tveir km.) að lengd. Hann
komst þó yfir hana fylgdariaust.
Fyrsti maður, sem segir greini-
iega frá ferð yfir Jökulsá, er Er-
lendur Henderson, en hann fór um
Breiðamerkursand árið 1814.
Hann fékk bónda frá Reynivöllum
(sennilega Sigurð Arason, sem bjó
þar þá) til að fylgja sér yfir ána,
en hún hafði þá fært sig rétt áð-
ur um nærri hálfan kílómetra,
sem var meiri tilfærsla en fylgd-
armaðurinn vissi um áður. Gamli
farvegurinn var um það bil tíu
feta djúpur og vondur yfirferðar
vegna jakahvarfa.
Frásögn Hendersons af ferðinni
yfir ána er svohljóðandi: „Eftir að
hafa farið yfir margar smærri
kvislar, komum við á sandeyri, en
handan hennar byltist fram höfuð-
áliinn. En straumurinn var svo
óður og jökulflákarnir, sem hann
filutti, svo þéttir og miklir að tor-
velt virtist rnundu verða að forð-
ast þá. Sýndist því leiðsögumann-
inum vænlegra að reyna að kom-
aist á jökulinn sjálfan beint
þar fyrir ofan, sem áin féll undan
honum. En þótt sjaldan sé fært
yifir jökulinn með hesta, er það
ekki oft, að ekki megi komast yf-
ir hann fótgangandi. Og einungis
á þann hátt verður sauðfé komið
yfir. Hann skildi því eftir hest
sinn og klifraði upp á milli gjánna
í ísmúrinn til þess að reyna að
finna færa leið. En sprungurnar
og gjárnar voru svo gífurlegar að
hann varð að hverfa frá þessu
hættuleiga áformi, því ekki þurfti
annað en að honum skrikaði fótur
til þess að hann tortímdist sjálíur.
Ekki var nema tvöfalt steinsnar
frá okikur að upptökum árinnar,
þar sem vatnið vall og byltist með