Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Síða 5
Við upptök Jökulsár, jakar á vatn inu við jökulsporðinn. niiklu æði, ýmist hækikaðí eða lælkkaði, en bar ávalt með sér geisimikla jaka, sem það sópaði fram til sjávar. Þegar leiðsögumaðurinn kiom aftur, riðum við spölkorn niður með ánni, og með því að ekki var um annað að velja, lögðum við út í hana. Leiðsögumaðurinn reið fremstur með sína löngu vatna- stöng til þess að kanna botninn, á eftir honum fór fylgdarmaður minn með klyfjahestana, en ég fór ■síðaisíur. Þegar vatnið hafði ekki lengur óhindraða framrás undir kviði hestanna, reis það upp eins og garður upp með síðunni og var straumurinn svo óður, að þá var sem hann mundi sópa öllu með sér. Með því að hestur leiðsögu- mannsins var ek'ki traustur, ló nærri að straumurinn hrifi hann með sér, en klyfjahestarnir sner- ust í straumnum. Minn hestur var sá sterkasti, og þar sem hann fann að straumurinn ætlaði að verða honum um megn, kastaði hann síð unni upp í hann svo að minnstu munaði að ég hrykki af baki. Lagð- ist hann þannig af slíkri srkvnd- ingu, að ég óttaðist að straumur- inn hefði kippt fótunum undan honum. En ég varð þess fljótt vís, að eðlishvöt hafði sagt honum að hann skyldi leggjast af öllum þunga sinum upp í strauminn. Ég leitaði því jafnvægis sem bezt ég gat, og sat milli vonar og ótta, þar til hann hafði skilað mér upp á bakkann hinum 'meginn. En ekki vorum við hér með úr allri hættu. Við áttum enn eftir að ríða nokkra ála, sem naumast voru öllu ó- trylltari en sá, er við höfðum nú farið yfir. Og ekki var ég fyrir tveim mínútum kominn upp á einn bakikann, þegar jakabákn a. m.k. þrjátíu fet á hvern veg, barst fram hjá með ómótstæðilegu afli. Froðan á óðri ánni, urgið í grjót inu, þar sem það nerist saman í botninum og jakamergðin, þegar þeir námu staðar á björgum í far- veginum og vatnið tók að belja yfir þá í tryllingi, — allt þrýsti þetta þeim myndum inn í hugann, sem aldrei geta máðst þar út.“ Hendei-son segir, að sér hafi létt mjög, þegar hann sá, að leiðsögu- maðurinn komst slysalaust til baka. Þessi frásögn bregður upp góðri mynd af þeim erfiðleikum, sem þeir áttu við að stríða, er þurftu að sækja allar sínar nauðsynjar yf- ir Jökulsá, og einnig bændanna, sem næstir bjuggu o« fylgdu ferða mönnum yfir ána. Á þessari öld hafa menn ekki notað stangir til þess að kanna botninn í Jökulsá, en þetta-var gert á Skeiðarársandi meðan Súla rann í Blautukvísl. Skaftfellingar hafa lítið ' ritað um ferðir sínar yfir Jökulsá á öld- inni, sem leið, Séra Páll Thoraren- sen getur þess að vísu, að um 1838 hafj Jökulsá oft verið nærri eða alveg ófær, og hafi menn þá stundum brotizt með hesta yfir jökulinn, en það heyrði þó til undantekninga, enda jökullinn jafnan vondur og áhöld engin til að laga veginn. Þorgeir í Hólum segir svo frá erfiðustu ferðinni yfir Jökulsá, sem menn hafa sagnir af, þegar ekkj urðu slys á mönnum, í bók inni „Samgöngur og verzlunar- hættir í A-Skaftafellssýslu“. „Eitt sinn fyrir miðjg síðustu öld, þegar Öræfingar voru að koma úr kaupstaðarferð af Djúpa- vogi, fengu þeir ána svo vonda, að þeir voru að svalka í henni frá því klukkan níu til þrjú eða í sex klukkustundir. Misstu þeir í ána seytján hestburði, en gátu þó að lokum fiskað allt upp nema af þrem hestum. Stúlka fór af hesti, en varð þó bjargað við illan leik. Einn hestur fórst aiveg“. Oft hafa kaupstaðarferðirnar yf- ir Jökulsá verið svipaðar þessari, og alltaf var gengið eins vel frá öllu og mögulegt var, og höfð fyllsta aðgát í hvívetna, þegar lagt var með lestirnar í Jökulsá, enda gat minnsta óvarkárni kostað menn ársforðann og jafnvel lífið. Svö' var það þegar Þorlákur Ingi mundarson frá Hnappavöllum fórst 8. júlí 1846. Honum, sem þá var aðeins 21 árs og lítt vanur ferðum yfir Jökulsá, varð það á að hafa hestinn, sem hann teymdi, straummegin við sig, og var siá hestur greiðgengari en hinn, sem hann reið. Hann gat því ekki beitt hestinum nógu vel í strauminn, og lenti því í jakahvarf, sem var neðst á brotinu. Var stundum síðar minnzt á þetta slys, þegar mönnum var sagt, hvað væri helzt að varast, þegar farið væri yfir Jökulsá. Fleiri slys urðu í Jökulsá á síð- ustu öld, og varð hið síðasta 5. október 1877, þegar Halldóra Páls- T Í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1133

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.