Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Síða 8
Kafrín keisaradrottning Fátœka ag ófríhstúlk- an, sem vari drottning Oft sjást á prenti feikna spak- legar vangaveltur um konur. Er gjarna deilt um, hvort þeim hæfi að taka meiri eða minni þátt í atvinnulífinu og hvort þær hafi hæfileika til að sitja á þingi eða ræikja hálaunuð störf. Gáfuleg rök með og móti eru borin fram og gætu fyllt mörg bindi. Endanlegri niðurstöðu er erfitt að komast að. En nú er það svo skrýtið, að íaki ein þessara veiku vera, sem %venkyns kallast, sér fyrir hend- ur að sigrast á ölum hindrunum, *em tálma leið að einíhverju settu marki, þá er eins og hvorki eld- ur né brennisteinn né sá gamli sjálfur fái rönd við reist. Konan verður þó að hafa ódrepandi vilja og vera reiðubúin að fórna ást, flekkleysi og nokkrum hinna gömlu boðorða, sem Móses lærði á fjallinu forðum. Þau eru misjafn- lega haldin, hvort sem er. Mannkynssagan kann að greina frá ýmsum slíkum kvinnum. Ein kvað meira að segja hafa smogið upp í sjálfan páfastól og alið barn fyrir altarinu, en það getur varla verið satt. Hins vegar eru óyggj- andi sannanir fyrir öðru afreki: Á átjándu öld tókst þýzkri stúlku, sem var fátæk, og það sem verra var, ófrið, að verða einvöld keis- aradrottning yfir hinu forneskju- lega, geysistóra Rússaveldi. Sem arftaki Péturs mikla og fyrirrenn- ari Jósefs Stalíns, leitaðist hún við að stækka og styrkja ríkis- heildina og hún á nokkurn heið- ur af þeim stórveldisljóma, sem stundum hefur leikið um Sovét- ríkin. Iíún tók sér nafnið Katrin, og sakir landvinninga er hún köll- uð Katrín hin mikla. Rússland á 17. og 18. öld. Það væri ekki úr vegi að líta aðeins^á landið og þjóðina, sem Katrín vann með kænsku sinni. Þeir, sem hafa séð snilldarverk Eisensteins, kvikmyndina um Ivan grimma, hafa fengið dágóða hugmynd um rússneska aðalinn, bojarana, á 15. öld. Þessir höfð- ingjar þóttu framúrskarandi iIIa að sér í öllum bóklegum fræðum og voru frægir fyrir ofát, of- drykkju og .hrottalega meðferð á undirsátum sínum. Þeir höfðu engan skilning á hagfræði og sner ust öndverðir gegn ívani grimmá, sem barðist fyrir öflugri ríkis- heild og heilbrigðri utanríkisverzl- un .Hann stofnaði til verzlunar- viðskipta við England, sem urðu síðar umfangsmikil, og til að treysta þau, sendi hann menn í bónorðsför til Elísabetar drottn- ingar. Hinn klóki meykóngur kaus óskoruð völd fremur en einfaldan giiftingarhring og vísaði honum á bug, ásamt tugum annarra biðla. óvild bojaranna kom í veg fyr- ir, að ívani tækist að sigra Pól- verja og Svía, sem sátu á austur- strönd Eystrasalts. Það var Pétur mikli, sem endanlega lagði hinar íslausu hafnir við Eystrasalt undir Rússland í byrjun 18. aldar. Pétur mikli. Hafnir eru lítils virði, ef engar eru skonnorturnar. Pétur fór sjálf ur til Vesturlanda, fyrstur Rússa- keisara, með miklu fylgdarliði, til að kynna sér skipasmíðar. Reynd- ar var hann fullur áhuga á allri verkmenningu. Sagt er, að hann hafi meðal annars lært að sóla skó og draga út tennur í ferðinni. Skartgjarnar hirðir gerðu bæði að dást að og hneykslast á þessum þróttmikla ofurhuga. Hann var gæddur eldlegu fjöri, snarræði og framkvæmdasemi. Hann þoldi svall Oig vökur betur en nokkur annar. 1136 TtUlNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.