Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Page 10
um síðar. Svo fór, að Elísabet gift- ist aldrei, Hún hrifsaði völdin frá frænku sinni með tilstyrk lífvarða sveitanna, en hafði lítinn áhuga fyrir stjórnarstörfum. Svall og vökur þoldi hún vel sem faðir hennar, og ástarsorgirnar gleymd ust við barm nýrra elskhuga, hverja hún átti marga. En alltaf við og við varð hún slegin sárri iðrun yíir sínu óguðlega líferni. Typtaði hún sig þá með því að fara fótgangandi nokkrar dagleið- ir í eftirlætisklaustur sitt. Þar lá hún á heitri bæn í nokkrar vik- ur, en sneri síðan heim í hallir sínar, endurnærð á sál og líkama, albúin að hefja slark á ný. Meður því að hún var barnlaus, var Pétur Úlrik útnefndur ríkis- erfingi, Aumingja drengurinn hafði misst móður sína ungur og uppeldi hans verið í höndum heim iliskennara. Hann var frekar tor- næanur og var látinn gjalda þess óspart með ómildum refsingum. Auk þess var hann einangraður frá öðrum börnum. Hann varð taugaveiklaður, tortrygginn og seinþroska. Fram yfir tvítugt var það bezta skemmtun hans að leika sér með tindáta eða stjórna her- bergisþjónunum í stríðsleik. Hann var ekki glæsilegt mannsefni, og þegar Frakkakóngur var beðinn að gefa honum hönd einnar sinna mörgu dætra, var svarið nei. En það voru ekki allar konur eins stórlátar og tízkudömurnar í París. í Stettin bjó ung kona af mjög góðum ættum, náskyld bæði Pétri Úlrik og hinum látna unnusta Elísabetar. En hún var samt bláfátæk og hafði orðið að giftast rosknum, heldur leiðinleg- um smáprinsi. Metnaðurinn brann í henni eins og hann brennur að- eins í þeim, sem sjá auð og völd aðeins hársbreidd utan seilingar. Hún gætti þess vandlega að missa ekkert tækifæri til að halda sam- bandi við hina tignu ættingja. Sér- staklega ýtti hún undir kynni dótt ur sinnar, Soffíu Ágústu (síðar skírð Katrín), og hins óásjálega, rússneska ríkisarfa. Soffía Ágústa var ekki heldur falleg, en hún var bráðgreind. Auk metorðagirndarinnar erfði hún ráðkænsku og leynimakkstilhneig- ingar móður sinnar og henni skild ist snemma gildi góðs gjaforðs. Uppeldi hennar var hið bezta, sem völ var á. Elísabet fékk mörg bréf um ungu stúlkuna o@ loks bauð hún henni að heimsækja sig til Pétursborgar, en þangað var ríkis arfinn, Pétur, fcominn fyrir nokkru. Alltaf skulu menn þrá það heit ast, sem þeir ekki hafa von um að geta höndlað, en láta sér fátt um finnast það, sem þeim býðst. Pétur Úlrík hataði það Rússland, sem hann átti að stjórna. Hann talaði slæma rússnesku, tók grísk- katólska trú aðeins til málamynda, og sparaði ekki að lýsa fyrirlitn- ingu sinni á öllu rússnesku bæði hátt og í hljóði. Hann langaði til að komast aftur til Holstein og dýrkaði allt, sem þýzkt var. En Soffía litla, aðeins frmmtán ára gömul, hegðaði sér þveröfugt. Hún lagði svo mikið kapp á að kynna sér tungu og trú þessa nýja lands, að hún unni sér varla svefns. Til að halda sér vakandi gekk hún berfætt á köldu gólfinu, fram og aftur, með opna bók í höndum. Afleiðingin varð sú, að hún veikt- ist og lá lengi milli heims og helju. Þetta varð henni einmitt til góðs, því þegar það spurðist út til almennings, hvernig hún hafði veikzt, jukust vinsældir hennar dag frá degi. Hún komst furðufljótt í kynni við ýmsa stjórnmálamenn, sem dvöldust við hirðina. Og hún fór að lesa allt, sem hún komst yf- ir,, jafnt ný byltingarkennd verk sem sígild latnesk og rómversk. Síðar á ævinni skrifaðist hún á við ýmsa lielztu andans menn samtíð- arinnar, — Voltaire, Diderot, Jak- ob Grimm. Jafnframt ritaði hún og þýddi margt sjálf, og er talið, að hún hefði orðið rithöfundur, ef hún hefði misst af keisarasætinu. Henni tókst að vinna hjarta Elísa betar með undirgefni sinni og að- dáun. Ást Péturs hlaut hún ekki, en hann sýndi henni mikinn trún- að og í barnaskap sínum hlakkaði hann til að giftast þessari greindu leiksystur sinni. Þessi trúnaður rofnaði, þegar Pétur veiktist illa af bólusótt og afskræmdist í and- liti. Katrín gat ekki leynt skelf- ingu sinni, þegar hún sá hann aft- ur, og upp frá því varð aldrei jafnhlýtt milli þeirra. En nú skipti það engum togum, að Elísabet lét gefa þau saman með mikilli viðhöfn. Markinu náð. Við þessar gömliu hirðir var bar- izt heiiftarlega um völdin og sam- særi voru tíð. Elísabet hafði sjálf tekið stjórnartaumana að nætur- lagi.með aðstoð lífvarðasveitanna, þar sem hún átti elskhuga. Nú ótt- aðist hún, að ovinir kynnu að reyna að tæla Pétur ríkisarfa til sam- blásturs gegn sér. Auk þess átti hún í styrjöld við Prússakóng og gazt ekki að Þýzkalandsaðdáun Péturs. Hún vildi, að ungu hjónin eignuðust barn, sem hún gæti sjálf algerlega stjórnað og gert að ríkis- arfa í stað föður þess. í þessu skyni setti hún um þau allstrangan vörð og takmarkað' at- hafnafrelsi þeirra árum saman. Eft ir tíu ár fæddist Katrínu sonur. En hinn þýzksinnaði, barnalegi prins var ekki faðir hans, heldur Saltykov, — fyrsti, en ekki síðasti elskhugi Katrínar. Maður hennar var farinn að elska aðra konu, grófa og ómennt- aða, en líklega einlæga stúlku, sem ekki vakti hjá honum minnimáttar kennd eins og kona hans. Hatur hans á Katrínu varð æ augljósara, og það var að verða ljóst, að hann mundi ekki óska eftir að hún sæti við hlið sér eftir dauða Eiísabetar. En Katrín lét ekki hugfallast. Hún vann sleitulaust að því að afla sér vina, — með gjöfum, lof- orðum, samræðum, og gekk því betur sem maður hennar varð van- heilli andlega. Og hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá kastaði hún sér í fangið á fríðum en ó- tignum hermanni, Gregory Orloff, einum fimm bræðra í lífvarðasveit- unum. Og loks dó Elísabet, dóttir Pét- urs miikla. Að þarlendum sið var hún til sýnis á líkbörunum í dóm- kirkjunni í tíu daga. Pétur yngri hló og hélt drykkjuveizlur, en Katrín grét alla daga við kistuna við feykilega aðdáun almennings. Maður hennar gerði hvert glappa- skotið öðru verra, og fyrirlitning- in, sem hann sýndi Katrínu opin- berlega, gat varla komið sér betur. Hann fékk allan herinn upp á móti sér með því að. gefast upp fyrir erkióvininum, Prússum, í stríði, sem Rússar voru að því komnir að vinna. Það liðu ekki nema sex mánuðir þangað til Orloff-bræður fylgdu Katrínu í sigurgöngu um höfuðborgina við glymjandi íagn- aðarlæti. Pétur grét, var sendur upp í sveit ög myrtur þar nokkr- um dögum seinna. Alir vissu, að morðið var Kat- rínu kærkomið. Það losaði hana 1138 T í M » N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.