Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Side 11
Katrín keisaradrottning undi sér viS ástir og fagrar bókmenntir i hátimbruðum laukagarSi Kremlar, meðan íslenzki bóndinn
frá Geitastekk „vogaSi líf og blóð" fyrlr hana í sjóorrustum. Haraldur Guðbergsson rissaði fyrir okkur hosiló hvors um sig.
við óttann við, að valdastreitumenn
mundu beita manni hennar fyrir
sig við nýja stjórnarbyltingu. Af
bréfi, sem fannst að henni látinni,
sézt, að Alexei Orloff muni hafa
framið verkið í greiðaskyni.
Og þarna var hún komin í há-
sætið, ein hinna fáu kvenna sög-
unnar, sem hvorki þágu vald úr
hendi eiginmanns né föður. í átján
ár hafði hún bitið á jaxlinn við
ótal auðmýkingar. Nú skyldi hún
ríkja ein, 33ja ára gömul.
Og hún tók stjórnarstörfin alvar
lega.
Pétur mifcli gaf Rússlandi
líkama, Katrín mikla gaf því sál,
stendur einhvers staðar. Hún vildi
beita sér fyrir andlegum framför-
um í landinu.
Hún ýtti undir allt sem orðið gat
til þess að vekja Rússum áhuga á
frönskum bókmenntum, frönsk-
um ballett og franskri háttvísi, en
lengra þótti á þeim tímum ekki
hægt að jafna. Hún var ekki of-
stopafuil eins og Pétur. Pyndingar
voru afnumdar, en í staðinn tekið
ráð, sem ekki var mMu betra: Að
senda sakamenn til Síberíu. Og
ánauðugum bændum stórfjölgaði
um hennar daga, því af örlæti
gaf hún vinum sínum og ástmönn-
um geysistórar krúnujarðir með
fjölda leiguliða, sem fram að því
höfðu notið forréttinda.
Kjör bænda langaði hana tli að
bæta, en henni for sem oss fleiri:
Sætleiki auðs og frægðar slævði
bjarta egg hugsjónanna.
Sannast sagna er það fyrir harð-
svíraða utanríkisstefnu, sem hún
er frægust orðin. Hún lét fram
halda sókn Péturs mikla við Svarta
haf. Þar með skenkti hún þegnum
sínum nýjar, langþráðar hafnir,
og enn má þess geta, að meðal
þeirra héraða, sem Tyrkir urðu að
rýma, var hið olíuauðuga Bakú.
Þaðan kaupa nú tslendingar olíu
og greiða með fiski.
Og til landvinninganna naut hún
hjálpar eins víðförulasta íslend-
ings, er uppi hefur verið, Árna
Magnússonar frá Geitastekk. Árni
var á dönsku herskipi, sem sent
var Rússum til hjálpar. Sagðist
Árni heldur vilja þéna Katrínu í
tíu ár en þeim dönsku í fimm daga.
Því miður endaði hans hreystilega
þjónusta með þeirri ólukku, að
hann rifbeinsbrotnaði og fór úr
mjaðmarliði, þegar hann ætlaði að
skjóta úr fallbyssu til heiðurs
rússneska flotaforingjanum. Sá
mun enginn annar veríð hafa en
Alexei Orloff, banamaður keisar-
ans.
En Árni hafði svarið þess eið að
voga skyldi líf og blóð fyrir henn-
ar majestet, og mælir ekkert
styggðaryrði í hennar garð. Meiðsl-
in voru svo mikil, að hann lá
með fáríegum hljóðum, en var þó
hræddastur um, að danskir félagar
mundu henda hon-um í sjóinn til
að losna við að hlynna að honunn.
Þegar hann loks fékfc hjúkrunar-
mann, át sá frá honum allan mat.
Á endanum komst Árni þó til
Kaupmannahafnar og segist hafa
dvalizt þar í tvö ár upp á keis-
arinnunnar kost, svo einhverju hef
ur hún launað honum hollustuna.
í efsta þrepi.
En keisaradrottningin, sem svo
var vold-ug, að bóndi úr órafjarlæg
um heimskrika var albúinn að
leggja líf sitt í sölurnar fyrir nafn
hennar eitt, var kalin á hjarta eft-
ir blóðugan hráskinnaleik valda-
streitunnar. Einmitt um þetta leyti
var hún að skipuleggja skipting-u
Póllands í samráði við Prússland
og Austurríki. Innanlands efndu
banhungraðir bændur til óeirða,
en hún lét bæla þær niður með
harðri hendi. Hugsjónirnar um
bætt kjör alþýðu, sem gegnsýrðu
lestrarefni hennar á yngri árum,
vor-u nú gleymdar. Þær höfðu orð-
ið að lúta í lægra haldi fyrir ör-
yggi valdhafans. Stjórn Katrínar
studdist við yfirstéttirnar. Aðalinn
mundi hikla-ust steypa henni, ef
hún reyndi að deila gífurlegum
auði hans með berfættum tötra-
múg landsins.
En Katrín, sem dagfarslega var
Framhald 4 1150. siðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1139