Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 12
„Vzð byrjuðum. búskap í helii"
Þegar ekið er frá Þingvöllum að Laugar-
vatni liggur leiðin á einumi stað um sléttar
flatir, á hægri hönd girtar í hálfhring af
bröttu felli. Oft er einhver í bílnum, sem
bendir upp að klettunum og segir: Þarna
í helli bjó fólk ekki alls fyrir löngu. Og
ferðalangarnir hrista höfuðin og undrast.
í síðasta viðtali ársins heimsækjum við
fyrrverandi íbúa hellisins, Indriða Guð-
mundsson og Guðrúnu Kolbeinsdóttur.
Meðfylgjandi myndir af þeim eru teknar
árið 1908, tveimur árum áður en þau giftust
og fluttu í svo óvenjuleg híbýli. Hellisdvöl-
in var fyrsti áfangi fimmtíu og sjö ára sam-
eiginlegrar Iífsbaráttu, fyrsta sporið úr fá-
tækt til bjargálna.
Nú lifa þau í friðsæld í húsi sínu í Reykja-
vík. Guðrún prjónar eða saumar, milli þess
sem hún les fyrir Indriða, sem farinn er að
tapa sjón, en er hress og ræðinn. A sumrin
fara þau í sumarbústað sinn í landi Hjálm-
staða í Laugardal, ekki langt frá hellinum
góða.
— Ég fæddist sjöunda desem-
ber 1885. Móðir mín var vinnu-
fcona hjá systur sinni, átján ára
og faðir minn var tuttugu og
þriggja ára vinnupiltur á satna
bæ, Haga í Gi'ímsnesi í þá tíð
voru svona hjú, unglingar, sem
urðu fyrir því að eiga krakka, af-
ekaplega umkomulaus. Ef þau
nutu ekki foreldra sinnu, voru
þau í hreinum vandræðum með
að kornast áfram
En ljósmóðir mín var Gróa Jóns
dóttir frá Hjálmsstöðufn í Laugar-
dal, kona Guðmundr Pálssonar.
Hún tók barnið af móður minni.
Og ég var fluttur upp að Iljálms-
stöðum, þriggja nátta, innan í
gæruskinni, í grenjandi byl.
Guðmundur, maður Gróu, hafði
fcomið að sækja hana, og hún ef-
laust gert það í gustukaskyni við
móður mina að taka mig, Fólkið
hennar var lítið hrifið af föður
1140
ftdlNN - SUNNUDAGSBLAÐ