Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Side 16
UNNUR EIRÍKSDÓTTIR:
ÞORLÁKSmSA
Á miSju strætinu stóð kona
með hund. Hún stóð grafkyrr.
Það var svo margt fólk á ferli,
að hún var í stökustu vandræð-
um að ryðja sér og hundinum
braut. Og þau kynstur af jólapökk
um, sem fólkið bar í fanginu
— rauðir, bláir, grænir og gulir
pakkar. Eitthvað hafði hún ætlað
að kaupa, en hvað? Það mundi
hún ekki lengur.
Ekki var það gjöf handa Nonna,
því að hann var löngu dáinn. Mað-
urinn hennar var líka löngu dá-
inn. Sjórinn geyrndi þá báða.
Hún ætlaði Hklega að kaupa
nokkrar greinar og gera jólalegt.
Nú var hún hætt að búa í bragga
og komin í Höfðaborgina. Það var
nú kannski einhver munur á. Hund
urinn varð leiður á að standa svona
lengi í sömu sporum, lagðist í
spottann og leiddi konuna með
sér. Við stóran, uppljómaðan búð-
arglugga leyfði hann henni að
staldra við.
Sá, sem ætti nú peninga, hugs-
aði konan, vafði treflinum fastar
um hálsinn og gekk inn.
í þessari búð fékkst allt: Háls-
festar, blómavasar, rósóttir boll-
ar, voðalega Utlir. En þegar hún
herti upp hugann og spurði um
verðið, hrökk hún -yið. Á annað
'hundrað krónur stykkið. Ekta
gylling, sagði stúlkan með stóru
augun i svörtu umgerðinni, og
sneri sér um leið að næsta við-
skiptavini.
Ekta gylling! Hún var eldfljót
að stinga tveimur þeirra í tösk-
una sína.
Hún gekk lengi um búðina og
sá marga fallega hluti. Þarna voru
örsmáar eftirlíkingar af orgelum,
sem spiluðu „Heims um ból“, þeg-
ar þau voru dregin upp. Eitt af
þeim hvarf líka í töskuna.
Við útidyrnar var hún stöðvuð
aí stórum, herðabreiðum manni.
— Andarták, kona góð, ég þarf
að líta í töskuna þína.
— Töskuna mína? Haldið þér,
að ég sé einhver braggakona? Ég
bý í Höfðaborginni, get ég sagt
yður, og það var Bærinn sjálfur,
sem útvegaði mér húsnæði. Þér
ættuð að gæta að yður.
— Opnið töskuna tafarlaust, þá
ber minna á þessu.
— Nei, góði maður, látið mig
í fi’iði. Ég þarf að flýta mér heim,
Nonni fer að koma í matinn.
— Míg varðar ekkert um ein-
hvern andskotans Nonna. Opnið
töskuna strax.
— Sögðuð þér andskotans
Non.na — hann, sem hvílir á mar-
arbotni og dansar við hafmeyjar
á jólanóttina.
Fólkið í búðinni var farið að
veita þeim athygli, og það var
slæmt.
Þá var það, að brúnklæddi mað-
urinn kom til sögunnar.
Hann hafði staðið þarna álengd-
ar og fýlgzt með því, sem fram
fór, og á meðan nuddaði hundur-
inn sér upp við hann. Þó var
hann klæddur í garma, ljótar
buxur frá Vetrarhjálpinni og
brúnan frakkaræfil, sem hann
hafði tekið einhvers staðar í ó-
gáti — hann mundi ekki lengur
hvar.
— Opnaðu bara töskuna, kona
góð. Ég skal borga þetta Htilræði.
Hann dró nokkra bögglaða seðla
upp úr buxnavasa Vetrarhjálpar-
innar og rétti þá þrekvaxna mann-
inum, sem stóð þarna og lék hlut-
verk réttlætisins þennan Þorláks-
messudag.
— Gott og vel. Farið þið þá
bæði tvö í friði, og gleðileg jól,
sagði réttlætið og byrjaði nýja
þjófaleit í búðinni.
— Þér er kalt, sagði róninn.
Ég skal gefa þér ylvekjandi drykk.
Komdu hérna inn í portið. Hún
fylgdist með honum inn í port-
ið og þau drukku til skiptis úr
brennivínsflöskunni, sem hann
geymdi í frakkavasanum.
— Þú ert góður, ég á þetfa ekki
skilið, sagði konan, og hundurinn
kinkaðj kolli til samþykkis.
— Nei, sagði sá brúnklæddi,
— ég er bara klókur. Annars væri
löngu búið að krossfesta mig.
— Guð hjálpi mér! hrópaði kon
an, — tíðkast það enn?
— Aidrei verið meira gert að
því en nú á dögum, jafnvel börn-
um er ekkj hlíft. Ef bau eru gul,
eiga þau næstum enga undankomu
Ieið. Sama mætti kannski segja
um braggabörn, mörg þeirra eru
krossfesí á hverjum degi Aftur
og aftur. Sum lifa það af. Eins
og ég, — ég lifði það af.
—Mikið varstu heppinn, sagði
konan.
— Það má nú segja. Sumir eru
svo heppnir, að það er skilningi
þeirra ofvaxið.
— Er það mögulegt?
— Já, víst er það mögulegt. En
komdu nú, ég ætla að bjóða þér
í strætó. Langa ferð um bæinn
í strætó. Ég borga. Vetrarhjálpin
gaf mér buxur óg dálítið af pen-
ingum.
Þau stigu upp í fynsta strætis-
vagninn, sem þau sáu, og óku af
stað. Það var mjög skemmtilegt
að horfa út um gluggana. Ljós og
litir, manngrúi, bögglar, — allt
rann þetta saman í eina volduga
litasinfóníu. kannski fremur elek-
trómíska.
— Gaman, hvíslaði konan að
rónanum.
—Gaman, — ja, það má nú
segja, sagði róninn.
En þegar þau komu vestur á
Ægissíðu, vildi konan endilega
fara út og skoða sjóinn.
— Þú ræður, ég býð og borga,
sagði sá brúnklæddi. — Við skul-
um þá ganga niður að sjónum.
Það var rigning og hvasú í
veðri, sjórinn myrkur og andaði
þungt.
Þau settust þarna hvort á sinn
steininn. Konan tók upp bollana
fínu með ekta gyllingu og einnig
orgelið, dró það upp: Heims um
ból.
Þau tærndu marga bolla og
drógu upp orgelið á milli. A.ð
síðustu var flaskan tóm.
Sá brúnkilæddi: — Þá man ég
það, ég á að hitta mann, ég var
búinn að steingleyma því.
— Farðu ævinlega sæll, sagði
konan.
Hún sat kyrr á steininum og
hlustaði á orgelið og haifið, sem
andaði svo þungt.
Og svo loksins, lokisins heyrði
hún Nonna kalila: — Mamma,
1144
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ