Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Page 17
Áin er samnefnd dalnum og heit
ir Lambadalsá. Hún er með lengstu
ám á Vestfjörðum eða um 10 kíló-
metrar. Dalurinn er allur sléttur
og halli lítill til sjávar. Eru því
engin straumköst í ánni eða foss-
ar, sem teljandi séu. Fyrir botni
dalsins er um 50 metra hár
hamraveggur. Ofan af þessum
hamravegg steypist áin og mynd-
ar fallegan foss, sem fellur
óhindrað alla leið niður. Foss-
þessi hefur verið kallaður Onsás-
foss. En af því að hann er vatns-
lítill, hefur lítið verið sótzt eftir
að sjá hann og vita varla aðrir af
honum en búendur í Lambadal.
Dalurinn er beinn og mjög reglu
legur, langar, sléttar eyrar með-
fram ánni. Þetta er engin stórá.
Lambadalsá er á sumrin eins og
stór bæjarlækur, en haust og vor
getur hún orðið óreið og langt
fram yfir það.
Tvær þverár Venna í Lamba-
dalsá, báðar að sunnanverðu. Heit
ir sú innri Selá og er aðeins smá-
lækur. Nafn hennar er eflaust
dregið af þvi, að fornar seltóftir
eru við ána, og eru þær sennilega
frá fyrstu byggð þessa dals. Hin
þveráin heitir Þverá. Hún er vatns
meiri, og i henni er mjög fallegur
foss, sem er samnefndur ánni. Inn-
arlega í dalnum er lítið hólabelti,
þvert yfir dalinn. Hefur áin skorið
það í sundur og rennur í mjóum
skorningum í gegn. Hólarnir ei’u
á bilinu milli Selár og Þverár og
heita Krosshólar. Var það trú
mamma, ætlarðu þá aldrei að
feoma?
— Jú, nú kem ég. Ég er að
kioma með rósótta bolla og orgel.
Taiktu á móti mér, væni minn —■
ég er orðin gömul og sjóndöpur
og fæturnir stirðir að bera mig
lengra.
Þegar þau voru horfin, bæði
konan og brúnklæddi maðurinn,
fór hundlnum að leiðast. Þess
vegna fór hann til lögreglunnar
og lét ráðast, hvað þeir gerðu við
Ihann.
manna, að þar toyggi huldufólk.
Voru þau álög á hólunum, að aldr-
ei mátti rífa þar birkihríslu. Ef út
af var brugðið, átti bóndinn á
Innra-Lambadal að missa eitthvað
af bústöfni sínum. í þau 25 ár,
sem ég átti heima í Dýrafirði, kom
það tvisvar fyrir, að bóndinn
missti af bústofni sínum. í bæði
skiptin hafði hann tekið hríslur
í Krosshólunum. Margir, sem um
hólana fóru, urðu varir við huldu-
fólk. Ég sá þar tvisvar fólk, —
konu, sem leiddi með sér stálpaða
telpu, og aðra konu, sem var að
þvo föt við læk. Báðar þessar kon-
ur sá ég rnjög greinilega, en svo
hurfu þær allt í einu. Fallegar hlíð
ar, skógi vaxnar, eru báðurn meg-
in dalsins. Einstakar hríslur í skóg-
inum norðan í Krubbum og Sól-
eyjarhlíð eru sums staðar á
fimmta metra á hæð. Þetta eru
ekki stórar skógarbreiður, heldur
eru nokkurra metra breiðir teigar,
skornir í sundur af skriðustraum-
um.
Þarna sat ég hjá kvíaánum fyr-
ir rúmum 50 árum. Var mjólkin
svo kostug, að rjóminn, sem unn-
inn var úr henni, hélt uppi und-
irskál og vel það. Þá var heldur
enginn gerviáburður notaður þar
Þarna ox difs konar góðgresi, vall-
lendisgróður, reyr og ýmsar víði-
tegundir.
Sóleyjarhjallahlíð dregur nafn
sitt af brennisóleyjarstóði, sem óx
í kringum hjalla í hlíðinni. Þar var
líka mikið af blágresi, brönugrös-
um og steindeplu og bládeplu.
Mík|ð óx þarna af skjaldburkna
bjöllulilju og klukkublómi í skriðu
jöðrunum. Eru þessar hlíðar hin
blómi’íkustu landsvæði, er ég hef
farið um. Fyrir utan birkið uxu
þar gulvíðir, grávíðir og loðvíðir.
Sums staðar í skorningum .var loð
víðirinn allt að rnetra á hæð, ef
rétt var úr greinunum, sem lágu
á jörðinni. í pessum dal er mjög
búsældarlegt og gott fyrir skepn-
ur. En að vísu er þar oft snjó-
þungt á vetrum.
Silungur genfeur talsvert í
Lambadalsá^og hefur oft veiðzt þar
að marki. Áin er til fleiri hluta
nytsamleg. í dalbotninum eru surt
arbrandslög. Bera lækir og aur-
skriður það, sem losnar úr lögun-
uim, beint niður í ána. Þegar áin
er mikil á haustin, tekur hún með
sér surtarbrandsmolana og fleytir
þeim niður allan dal og skilur þá
eftir-á eyrunum heima undir bæj-
unum. Var vanalegt, að börn
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAi)
1145