Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 19
Þorrinn af fólki þessu er á æsku- skeiði, ólgandi af ævintýraþrá með auðvaktar kenndir, og þeir, sem eldri eru, lifna og hrífast með, lausir um stund úr fjötrum hvers- dagsleikans. Sjómönnunum, sem bundnir eru starfi sínu og skyldum á skipinu — sumum ólofuðum, öðrum stíað frá eiginkonum og heimili um langan eða skamman tíma — er það kærkomin tilbreyting að skyggnast eftir ungu og snotru andliti meðal kvenfarþeganna og mörg kærkomin aðstoð er með glöðu geði veitt. Það er mjög eðii- legt, að þreyttum manni, sem sjálfum er full þörf á hvíld og svefni í sinni eigin „koju“ — en hefur af góðsemi sinni lánað hana — sé ekki alveg sama, þegar hann kemur hrakinn af vakt í vondu veðri, hvort á koddanum hans hvílir höfuð blómlegrar og broshýrrar meyjar, þar sem björt augu leiftra og leyna óráðnum fyrirheitum, eða aldrað höfuð ó- fríðrar karlskepnu með úlfgráa hársnepla og órakað snjáldur, þar sem dökkur tóbakslækur rennur frá nefinu niður á drifhvítt kodda- verið. — Já, sannarlega er eðli- legt, að draumar sjómannsins skynji þann mikla mun, meðan hann byltir sér á hörðum bekkn- um — ekki sízt ef einhver fé- lagi hans hefir fengið að ráðstafa hvílunni, eins og bar til í þetta skipti. Óli stýrimaður hafði hitt Brand vélstjóra á hraðri leið til starfa sinna, og beðið hann bless- aðan að lána sér kojuna í nótt fyrir farþega frá Skálavík. Reynd- ar höfðu orðaskipti verið eitthvað á þessa leið, þar sem þeir mættust á hálfgerðum hlaupum: Óli: „Blessaður, lánaðu mér nú kojuna þína í nótt“. Brandur: „Fyrir karlmann eða kvenmann?“. Óli: „Kvenmann". Brandur: „Ung eða gömul?“. Óli: „Ung“. Brandur: „Ljót eða lagleg?“. Óli: „Skiptir ekki máli. Þarft ekki að kveikja“. Og þar með hlupu þeir hlæj- andi hvor sína leið, ungir og lífs- glaðir. Farþeginn, sem um var rætt, var „barnið“ Kristín. Móðir henn- ar þekkti Óla, sem var uppalinn í Skálavík, og hafði þótzt heppin að rekast á hann, eftir að hafa árangurslaust reynt að útvega dóttur sinni koju. Óli losnaði ekki við Árnýju, fyrr en hann hafði lofað að sjá um „barnið". Hann þekkti Kristínu.vel í sjón, og þegar hann rakst á hana í yfirfullum reykingasalnum, þegar skipið var komið út í fjarðarmynnið, þá bauðst hann til þess að vísa henni á klefann, sem hann hefði útveg- að henni. Hún þáði það með þökk- um, því að hún var nokkuð miður sín, þótt hún væri ekki sjóveik, i öllu þvarginu innan um farþega- fjöldann, þar sem æðimargir voru undir áhrifum víns. En hún var alveg óvön að ferðast svona ein síns liðs. Klefinn, sem Óli vísaði henni á, var heldur afsíðis, lítill og þröng- ur, en hreinlegur og auðséð á öllu, að sá, sem þar bjó, var hið mesta snyrtimenni. Óli sagði henni, að hún ætti að sofa í kojunni, og væri henni óhætt að hátta, þegar hún vildi, þarna gengi enginn um nema félagi sinn, sem byggi hér, hann væri að vinna og kæmi ekki fyrr en undir morgun og legði sig þá á bekkinn. Síðan bauð hann góða nótt og fór, en Kristín litað- ist um í klefanum og afréð brátt að hátta og láta fara vel um sig. Hún sá, að það hafði verið sofið við lökin, en samt voru þau snjó- hvít og hrein, svo að hún setti það ekki fyrir sig. Það var öllu heldur eitthvað kitlandi við lyktina af koddanum, og svo þessi tilfinn- ing — að sofa þarna í rúmi ó- kunnugs karlmanns og eiga meira að segja von á honum sjálfum inn í klefann einhvern tíma um nótt- ina! Hún ákvað að slökkva ljósið, þá var ekkert víst, að hann kveikti, hún vonaði ekki — því að nátt- kjóllinn hennar var dálítið fleginn — eða að minnsta kosti ekki hár í hálsinn og ermalaus — en það var alltof heitt inni til að breiða upp á höfuð. Kristín hafði ósköp lítil kynni haft af karlmönnum, þótt komin væri hún á þennan aldur — fyrir því hafði móðir hennar séð — og svo var hún nú reyndar ekki glæsi- leg, sízt á velli, því vöxturinn var fremur luralegur, og sumir höfðu orðað það svo, að hún „gengi með lærin í skónum“. — Eins hefði hún gjarnan mátt missa 10—15 kíló af þyngd sinni, án þess að það hefði spillt útliti hennar, en andlitið var snoturt og aðallýti þess deyfðarsvipurinn, sem stafaði af of miklu hóglífi og algerum skorti á sjálfstæðri hugsun. Vegna sivakandi aðhalds og umhyggju Ár nýjar allt til þessa dags var ekki að undra þótt Kristín væri hálf- ringluð í kollinum og ekki ósvip- uð því sem hefði hún fengið sér „neðan í því“ — sem þó ekki var — þar sem hún lá í kojunni og naut vaggandi hreyfinga skipsins á letilegri undiröldu, meðan hún eins og ósjálfrátt hlustaði eftir fótataki ókunna mannsins, sem . hvíluna átti. Kvíðinn, sem ríkt hafði í huga hennar vegna ábyrgð- ar á starfi á heimili systur henn- ar, varð að víkja fyrir æsandi á- hrifum ferðalagsinsT Það var nokkuð liðið á annan mánuð, þegar Keilir flutti Krist- ínu aftur heim til Skálavíkur, og þó að hún hlakkaði nokkuð til heimkomunnar, þá var ekki sami ævintýraljóminn yfir heimferðinni og suðurförinni, enda var veðrið verra — og nóg pláss á faúþega- rýrni. Árný mætti við skipshlið til þess að taka á móti dóttur sinni, alveg jafnvögusíð og umsvifamikil og áður og sannarlega fegin að heimta dótturina heila á húfi. En hún hafði fáa daga haft hana undir sínu vökula augnaráði, þegar hún var orðin viss um það, að ekkert hefði Stína sín grætt á suðurferð- inni — að minnsta kosti ekki and- lega. Árný sá hana stundum sitja og stara út í bláinn með einhvern annarlegan svip á andlitinu, sem móðurumhyggja hennar og eftir- grennslan fékk ekkert af ráðið, og einnig gætti nú óþolinmæði og ó- ánægju hjá henni, bæði gagnvart móður sinni og öllu í þorpinu yfir- leitt, og fannst Árnýju stúlkan mjög ósanngjörn. Það gekk svo . langt, að Ámý hafði orð á þessu við beztu vinkonu sína, Sigríði, en þá lá við, að Árný móðgaðist við þá sómakonu, því að hún sagði bara skýrt og skorinort: „Ja, skyldi mig furða, þótt stúlk- an væri leið í skapinu, nýkomin úr allri dýrðinni í Reykjavík, þar sem hún var líka frjáls manneskja og hafði nóg fyrir stafni. Það er líklega munur eða deyfðin og fá- sinnið hérna í Skálavík, og svo hef- ur stúlkan nú heldur lítið starf hér — fær varla að þvo flíkurn- ar af sjálfri sér, hefur mér sýnzt! Þú hefur alltaf snúizt í kringum hana eins og eggjasjúk hæna!“ „Hu, að heyra, hvernig þú tal- j ar, manneskja“, hnussaði í Árnýju, ' T í M 1 N \N — SUNNUDAGSBLAÐ 1147

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.